Meistaraflokkur kvenna: KH-Fjölnir 0:8

Föstudaginn 23. ágúst mættu Fjölniskonur á N1-völlinn Hlíðarenda.

Við áttum góðan og jákvæðan leik gegn KH. Fjölniskonur byrjuðu mjög vel og tóku hratt yfir leikinn. Eftir fyrsta markið reyndi KH að veita smá mótspyrnu en við vörðumst vel og spiluðum góðan bolta. Liðið spilaði af gleði og metnaði og kom fram fyrir hönd félagsins á jákvæðan hátt fyrir framan stuðningsmenn Fjölnis í stúkunni. Eftir þennan leik tengdi liðið saman 3 sigra í röð í fyrsta skipti á Íslandsmótinu árið 2024.

Fyrirliði 2. flokks, Vala Katrín Guðmundsdóttir, fædd 2006 lék sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið.

Mörk skoruð:

María Sól Magnúsdóttir – 4 mörk

Emilía Lind Atladóttir – 2 mörk

Freyja Dís Hreinsdóttir – 1 mark

Oliwia Bucko – 1 mark

Næsti leikur er gegn Augnabliki næstkomandi fimmtudag 29. ágúst kl. 18:00 á Extra vellinum.