Arnþór Freyr og Gunnar komnir aftur heim!
Körfuknattleiksdeild Fjölnis hefur gert samninga við tvo uppaldna Fjölnismenn, Arnþór Freyr Guðmundsson (Addú) og Gunnar Ólafsson, sem munu leika með liðinu í 1. deild karla á komandi tímabili. Báðir leikmenn skrifuðu undir samninga við félagið í dag.
Gunnar Ólafsson kemur til liðsins frá Fryshuset Basket í Svíþjóð þar sem hann hefur leikið síðustu tvö ár. Fyrir þá tíma lék Gunnar með Stjörnunni á tímabilinu 2019-2022, ásamt því að spila fyrir LEB Oro clun Oviedo CB á Spáni. Hann hefur einnig leikið tvö tímabil fyrir Keflavík, það fyrra 2013-2014 áður en hann hélt í bandaríska háskólaboltann þegar hann lék með St. Francis College í fjögur ár, og það síðara að námi loknu tímabilið 2019-2020. Gunnar spilaði fyrir íslenska landsliðið á árunum 2017 til 2019.
Addú, sem einnig er uppalinn í Fjölni, lék með Stjörnunni frá árinu 2015 eftir að hafa leikið fyrir Tindastól sama ár. Addú lék einnig á árum áður í EBA deildinni á Spáni þegar hann spilaði bæði með Albacete og Alcázar þar í landi áður en hann snéri aftur til Fjölnis tímabilið 2014-2015.
Báðir leikmenn eru vel stemmdir fyrir komandi tímabili. “Ég er virkilega ánægður að vera kominn heim í Grafarvoginn. Mér líst vel á hópinn og er spenntur fyrir komandi tímabili og hlakka til að taka þátt í því verkefni að koma Fjölni upp í efstu deild, þá sérstaklega fyrir hann Matta heitinn,” sagði Addú. Gunnar var því sammála og sagðist spenntur fyrir tímabilinu: “Ég er mjög ánægður að vera kominn heim í uppeldisfélagið.”
Borche Ilievski þjálfari liðsins var að vonum ánægður með fréttir dagsins og sagði þá Addú og Gunnar styrkja liðið til muna. “Strákarnir eru frábær viðbót fyrir Fjölni. Addú er mikill leiðtogi innan sem utan vallar og munum við stóla á hann til að móta andrúmsloftið á vellinum og vera yngri og eldri leikmönnum innan handar. Hann er einnig mikill „playmaker“ og góður varnarmaður auk þess sem hann getur skotið vel utan af velli. Gunnar er frábær varnarmaður og gríðarlega mikilvæg viðbót í liðið okkar því hann getur auk þess skotið vel að utan sem og keyrt á körfuna. Hann hefur verið einn af betri varnarmönnum landsins í efstu deild og hæfni hans til að verjast í mörgum stöðum og vinna úr ógnunum verður ómetanlegt fyrir okkur.”
Fjölnir býður þá Gunnar og Arnþór velkomna aftur í Grafarvoginn!
#FélagiðOkkar