Ragna Lára og Kolbrún Ída í úrvalslið Reykjavíkur á Grunnskólamóti höfuðborga Norðurlandanna

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlandanna 2024 (Nordic Capitals’ School Games) fer fram í Reykjavík 26.-31. maí. Keppt er í handknattleik stúlkna, knattspyrnu drengja og frjálsíþróttum beggja kynja.

Á dögunum var valið í úrvalslið Reykjavíkur sem keppir fyrir hönd borgarinnar á mótinu. Í liðinu eru 41 keppandi, fjórir þjálfarar og tveir fararstjórar.

Tvær stúlkur frá Fjölni/Fylki hafa verið valdar í 10 manna úrvalslið Reykjavíkur í handbolta sem keppir á móti úrvalsliðum höfuðborganna.  Þetta eru þær Ragna Lára Ragnarsdóttir og Kolbrún Ída Kristjánsdóttir,  leikmenn  5. og 4. flokks Fjölnis/Fylkis.

Við óskum stelpunum innilega til hamingju og óskum þeim góðs gengis á mótinu.

 

Á meðan mótinu stendur er hægt að fylgjast með og fá upplýsingar á heimasíðu Íþróttabandalags Reykjavíkur, www.ibr.is. Skoða þar úrslit leikja, sjá myndir og lesa stutta umfjöllun alla daga. Einnig er hægt að fylgjast með á Facebooksíðu Íþróttabandalags Reykjavíkur.

 

#FélagiðOkkar

UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Opnunartími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Símatími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
10:00-11:30

Sími: 578-2700

Hafðu samband

skrifstofa@fjolnir.is

Translate »