Katie Sullivan gengur til liðs við Fjölni!

Katie Sullivan gengur til liðs við Fjölni!

Fjölnir hefur samið við markvörðinn Katie Sullivan um að leika með Fjölni í 2. deild kvenna í knattspyrnu en samningurinn gildir út keppnistímabilið 2024. Katie kemur frá Chicago en hún spilaði í Florida Gulf Coast University.

Við erum gríðarlega spennt að fá hana en hún spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið í Mjólkurbikanum gegn ÍA og stóð sig frábærlega.

Velkomin í 112 Katie!

#FélagiðOkkar