Átta frá Fjölni í lokahópi yngri landsliða í körfubolta!
Átta frá Fjölni í lokahópi yngri landsliða í körfubolta!
Þjálfarar yngri landsliða hafa valið lokahópa fyrir komandi landsliðsverkefni sumarsins og er það sönn ánægja að tilkynna að átta leikmenn frá Fjölni hafa verið valdið í lokahópa U15 drengja og stúlkna og U20 karla og kvenna.
U15 liðin keppa á alþjóðlegu móti í Finnlandi í ágúst, á meðan U20 liðin leika bæði á NM og FIBA EM mótum í sumar.
Hér má sjá fulltrúa Fjölnis sem eru í lokahópum landsliðanna í sumar. Við erum ákaflega stolt af iðkendunum okkar og óskum við þeim góðs gengis í komandi verkefnum fyrir landsliðið
U15 drengja:
Benóný Gunnar Óskarsson
Ísarr Logi Arnarsson
U15 stúlkna:
Aðalheiður María Davíðsdóttir
Elín Heiða Hermannsdóttir
Helga Björk Davíðsdóttir
U20 karla:
Daníel Ágúst Halldórsson
U20 kvenna:
Bergdís Anna Magnúsdóttir
Heiður Karlsdóttir
Sjá nánar hér: