RIG 2024

Advanced Novice Women

Það voru þrír keppendur frá Fjölni sem kepptu í Advanced Novice flokki sem innihélt einnig skautara frá Hollandi, Ítalíu og Frakklandi. Voru alls 11 keppendur í flokkinum. Berglind Inga, Elín Katla og Elva Ísey voru keppendurnir sem hófu keppni á föstudeginum með stutta prógramminu og kláruðu svo frjálsa prógrammið á laugardeginum.

Berglind Inga byrjaði föstudaginn á því að fá 23.45 stig fyrir sitt prógram á föstudeginum. Á laugardeginum fékk Berglind svo 43.79 stig fyrir frjálsa prógrammið og endaði því með 67.23 heildarstig.

Elín Katla fékk 29.29 stig fyrir sitt stutta prógram á föstudeginum. Í frjálsa prógramminu á laugardeginum fékk hún 53.71 stig fyrir sitt framlag á svellinu og endaði hún því á að fá 83.00 stig sem tryggði henni 3.sætið á mótinu!

Elva Ísey tók föstudaginn og fékk 20.56 stig fyrir stutta prógrammið. Á laugardeginum tók hún ásamt öðrum frjálsa prógrammið og fékk fyrir það 31.85 stig og endaði því með 52.41 heildarstig.

Junior Women

Lena Rut var okkar fulltrúi í Junior Women flokki þar sem að 7 keppendur frá Finnlandi, Filipseyjum, Argentínu, Bretlandi og Danmörku tóku þátt. Á laugardeginum hóf Junior flokkur keppni á RIG með stutta prógramminu. Fékk Lena 39.25 stig fyrir sitt stutta prógramm. Á sunnudeginum tók hún svo frjálsa prógrammið þar sem hún fékk 65.54 stig. Með þessu endaði hún með heildarstig upp á 104.79 stig sem skilaði henni 4.sætinu á mótinu.

Senior Women

Fulltrúi Fjölnis í Senior Women flokki var Júlía Sylvía og keppti hún ásamt 3 öðrum keppendum frá Indlandi, Hollandi og Danmörkur. Stutta prógrammið var tekið á laugardeginum og fékk Júlía 40.35 stig fyrir sitt prógram. Á sunnudeginum var svo frjálsa prógrammið tekið þar sem að Júlía fékk 87.92 stig. Með þessu fékk hún 128.27 heildarstig. Með því náði hún að tryggja sér sigur á seinni degi og endaði í 1.sæti í Senior Women.

Er þetta í fyrsta skipti sem að íslenskur skautari fær gullverðlaun í Senior flokki á alþjóðlegu móti á listskautum!

Interclub

Það voru sex skautarar frá Fjölni sem tóku þátt í Interclub móti RIG. Arna Dís, Ermenga Sunna og Sóley Björt tóku þátt í Basic Novice Girls flokki. Maxime og Suri Han tóku þátt í Cubs flokki og svo var Elisabeth Rós í Chicks flokki.

Allir þessir flokkar fóru fram á föstudeginum og var það Elisabeth Rós í Chicks flokk sem tók á skarið fyrir okkar hóp. Næsti hópur þar á eftir var svo Cubs flokkur þar sem að Maxime og Suri fóru á svellið og sýndu sína takta. Efnilegir skautara sem voru þarna á ferðinni og góð reynsla fyrir framtíðina þeirra.

Næst var það Basic Novice flokkurinn sem innihélt 15 keppendur frá Íslandi, Frakklandi, Hollandi, Ítalíu og Danmörku. Arna Dís fór fyrst á svellið og stóð sig með mikill príði og endaði með 33.20 stig sem skilaði henni 3.sæti í sínum flokki og þar af leiðandi sæti á verðlaunapallinum. Sóley Björt var næst af okkar skauturum á svellið og endaði hún á að fá 18.84 stig fyrir sitt prógram sem skilaði henni 14.sæti. Seinust var Ermenga Sunna sem tók sitt prógram og fékk hún 30.17 stig fyrir það og endaði í 4.sæti.

Góð reynsla fyrir okkar skautara og óskum við þeim til hamingju með árangur sinn!

Norðurlandamót

Næst á dagskrá er Norðurlandamót í Svíþjóð sem fer fram 1.-4. febrúar. Í þeirri ferð er Fjölnir með fjóra keppendur og eru það Elín Katla og Berglind Inga sem taka þátt í Advanced Novice Women, Lena Rut sem tekur þátt í Junior Women og Júlía Sylvía sem tekur þátt í Senior Women. Hvetjum við ykkur til að fylgjast með á okkar miðlum sem og miðlum Skautasambandsins (skatingicelandofficial á instagram; Skautasamband Íslands – ÍSS á Facebook).

Byrjun annar

Rétt eftir áramót hófst ný önn hjá okkur og hefur hún farið vel af stað. Fjöldinn allur af ungum og efnilegum skauturum hafa lagt leið sína í skautaskólann. Allt frá algerum byrjendum og yfir í skautara sem eru við það að komast í næsta hóp.

Fyrir þau sem eru að spá í að skrá sig er hægt að fá allar upplýsingar um hvernig það er gert hér.

Eins til að fá upplýsingar um æfingartíma hjá okkur er hægta að ýta hér.

UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Opnunartími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Símatími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
10:00-11:30

Sími: 578-2700

Hafðu samband

skrifstofa@fjolnir.is

Translate »