Karatekarl Fjölnis 2023: Gabríel Sigurður Pálmason

Gabríel er einbeittur karatemaður og fyrirmyndariðkandi. Þessvegna var hann tilnefndur núna og hlaut titilinn Karatekarl Fjölnis í fjórða sinn!

Í ár hefur hann dregið heim gullpeninga fyrir frammistöðu sína í kata 15 ára pilta á Íslandsmeistaramóti unglinga í Kata. Það sama á við um Kata 16-17 ára pilta á GrandPrix mótaröð Karatesambands Íslands, en þaðan kom hann með tvenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun. Auk þess náði hann sér í bronsverðlaun á Reykjavík International Games í flokki ungmenna. Á Kobe Osaka International mótinu í Skotlandi í haust gerði hann sér lítið fyrir og tók heim gull í kata bæði í aldursflokki 14-15 ára og 16 ára. Auk þess sem hann hlaut gull fyrir keppni í kumite 14-15 ára.

Í salnum er hann óþreytandi, mætir hann á allar æfingar og afreksæfingar auk styrktaræfinga og hann gefur sig allan á hverri æfingu.

Gabríel er fyrirmyndar afreksíþróttamaður sem sannar að sjálfsagi og einbeiting skilar árangri.

Metnaður og Heilbrigði eru þau Fjölnisgildi sem Gabríel hefur staðið fyrir í starfi sínu innan karatedeildarinnar.

Ungmennafélagið Fjölnir sá líka ástæðu til að verðlauna Gabríel sérstaklega með því að útnefna hann Íþróttakarl Fjölnis 2023!

 

Mynd: Kristján U. Kristjánsson