Tilkynning um lok strætófylgdar

Sú ákvörðun hefur verið tekin að hætta með fylgd á æfingar í haust. Undanfarin 6 ár höfum við fylgt börnum í 1. og 2. bekk til og frá æfingum með Strætó.

Margir þættir höfðu áhrif á þessa ákvörðun, þar með talið hefur ekki tekist að tryggja nægt fjármagn. Verkefnið hefur aldrei verið gallalaust en síðastliðinn vetur komu upp nokkur mál sem vöktu okkur alvarlega til umhugsunar um öryggi barna sem eru í fylgdinni og teljum við það óásættanlegt að geta ekki tryggt öryggi þeirra í okkar umsjá.

Við viljum þakka Strætó, frístundaheimilunum hverfisins og annarra samstarfsaðila fyrir gott samstarf síðustu ár og við kveðjum þetta verkefni með miklum trega því upphaflega var markmiðið að stytta vinnudag barnanna og auka samverustundir fjölskyldunnar. Fylgdin kenndi iðkendum okkar að taka strætó á æfingar sem er gott veganesti inn í framtíðina og vonandi jók sjálfstæði þeirra.

Vinna er hafin við það að stilla upp æfingatímum fyrir þennan aldur og er það gert í samráði við yfirþjálfara og verkefnastjóra deildanna.