Ásta Margrét og Kristín Lísa skrifa undir samning

Kristín Lísa Friðriksdóttir (f.1999) kemur til liðs við liðið frá Stjörnunni eftir árs dvöl, en áður lék hún hjá Fjölni. Kristín Lísa er örvhent skytta og því mun hún nýtast liðinu vel. Við hlökkum til að sjá hana aftur í Fjölnisbúningnum.

Ásta Margrét Jónsdóttir (f.1999) hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild Fjölnis. Ásta Margrét kemur til liðs við liðið frá Aftureldingu, en hún er skytta.

Stjórn og meistaraflokksráð kvenna binda miklar vonir við þær Kristínu Lísu og Ástu Margréti og hlakka til spennandi tímabils á næsta vetri.

Myndir: Ásta Margrét og Kristín Lísa

#FélagiðOkkar


Bílalind býður á völlinn

Bílalind bíður á völlinn, 30 fyrstu sem koma til okkar á Bílalind fá frítt á völlinn, einn miði á mann. Leikurinn hefst kl 19:15 í Dalhúsum.

Upphitun fyrir leik Fjölnis og Víkings Ó. í Inkasso-deild karla fer fram á Gullöldinni (Hverafold 5) og hefst kl. 17:30. Það verða tilboð handa Fjölnisfólki á mat og drykk. Allir velkomnir.

Þá er kjörið að rölta beint á Extra völlinn en leikurinn sjálfur hefst kl. 19:15.

Áfram Fjölnir!

#FélagiðOkkar

 

Bílalind er öflugur stuðningsaðili meistaraflokka knattspyrnudeildar, kíktu á www.facebook.com/bilalind.is eða www.bilalind.is


Landsmót UMFÍ 50+

Landsmót UMFÍ 50+ verður að þessu sinni haldið í Neskaupstað dagana 28. – 30.júní. Mótið er blanda af íþróttakeppni og annarri skemmtun þar sem fólk á besta aldri hefur gaman saman. Mótið er opið öllum þátttakendum sem verða 50 ára á árinu og eldri. Keppt verður í 16 íþróttagreinum. Þar á meðal í boccía, golfi og pútti, línudansi, ringó og pönnukökubakstri sem fyrir löngu er orðin klassísk grein. En nýjungar verða á mótinu eins og keppni í lomber, pílukasti og garðahlaupi sem er opið fyrir 18 ára og eldri. Ekki þarf að vera skráð/ur í íþrótta- eða ungmennafélag. Þátttökugjald á mótið er 4.900 krónur. Fyrir eitt gjald er hægt að skrá sig í margar greinar.

Nánari upplýsingar um keppnisgreinar og skráning á vefslóðinni: https://www.umfi.is/verkefni/landsmot-50plus/