Sjoppurekstur


Þegar tourneringar / Íslandsmót er í gangi í Rimaskóla býðst forráðamönnum viðkomandi flokks hjá Fjölnis kostur á að hafa fjáröflunar sjoppu.  Mikilvægt er að foreldrar geri það í góðu samstarfi við skólastjórnendur Rimaskóla.    Einnig þarf þjálfari flokksins að hafa vitneskju um þetta.

Grunnregla:

Aðgangur er bannaður inn í skólann sjálfan (gangar, salerni, skólastofur). Sjoppan á að vera á áhorf-

endasvæðinu. Passa að halda öllum hurðum læstum á milli íþróttahúss og skólans.  Þjófavarnarkerfi skólans fer í gang ef misbrestur er á þessu. Kostnaður við útkall getur fallið á Fjölni og er sá kosnaður 15-20 þúsund kr. per útkall. Finna þarf húsvörðinn strax ef kerfið fer í gang.

Ferli:

Eitt foreldri er ábyrgðarmaður – þ.e. Ábyrgur fyrir þvi að farið er eftir reglunum.

Fá leyfi fyrir sjoppu hjá Helga Árnasyni skólastjóra (Helgi.Arnason@rvkskolar.is).  Biðja um að borð sé sett á áhorfendasvæðið.

Passa að skilti sé á hurð milli stúku og skólans:

Sem vísi á salerni niðri hjá iþróttasal / búningsklefum

Sem banni aðgang inn í skólann sjálfan

Ekki má hafa opið frá áhorfendastúku inn í skólann.

Uppáhellingaraðstaða. Húsvörður á vakt opnar inn á kaffistofu vegna uppáhellingar – foreldrar fá ekki lykil. Samþykki skólastjóra þarf að liggja fyrir. Ekki má nota kaffi á kaffistofu skólans og vanda þarf umgengni.

Ekki er hægt að fara inn í skólann fyrr en kl. 10:05 og ekki má fara inn í skólann eftir kl. 17:55. Ef kerfið fer í gang þá þarf strax að finna húsvörð og stoppa útkallið.

Frágangur –

Rusl, athuga líka flöskur og rusl hjá varamannabekkjum

Til að fá lánaðan posa er haft samband skrifstofu Fjölnis í Egilshöll, skrifstofa@fjolnir.is

Það er ein innstunga á áhorfendasvæðinu – hún þolir að hafa eitt samlokugrill og ísskápinn í sambandi – ef meira er sett í fjöltengi þá slær út rafmagnið í íþróttahúsinu. Ræða þarf við Helga skólastjóra hvort það megi nota rafmagn inni í skólanum. Húsvörður veitir aðgengi.

Passa upp á allar kvittanir.

Foreldrar útvega sjálfir:

  • Kæli/kælibox fyrir drykki ef þarf – gamal ísskápur er í áhorfendastúkum sem má nota.
  • Ílát, bakka, tangir, samlokugrill,  hníf/skæri, kaffibolla, eldhúsrúllu oþh
  • Allar veitingar (t.d. Kaffi, samlokuefni, kleinur, ávextir, drykkir ofl)
  • Verðlista

Ýmsir punktar:

Oft er höfð sú skipting að hluti foreldra standi sjoppuvaktir og hinn hlutinn útvegi veitingar. Á sérstaklega við ef tvö eða fleiri lið eru í árganginum og önnur lið að keppa annars staðar. Gott að setja upp vaktaplan.

Ákveða þarf fyrirfram skiptingu á ágóðanum. Fer hann óskiptur inn í sameiginlegan sjóð t.d. vegna ferðalaga út á land eða er hann hlutskiptur þ.e. þeir sem taka þátt í fjáröflun fá skerf af sölunni, aðrir ekki.

Ákveða þarf fyrirfram hvort að fólk skili inn kvittun fyrir því sem keypt er og fái þann kostnað endurgreiddan eður ei.

UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Translate »