Skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna – Skráning hafin!
🏊♀️ Skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna
Langar þig að læra skriðsund frá grunni eða fínpússa tækni og takt? Fjölnir býður upp á öflugt námskeið fyrir fullorðna, kennt af reyndum kennara í Grafarvogslaug.
#FélagiðOkkar 💛💙

Ungbarnasund hjá Fjölni - skráning hafin
👶💦 Ungbarnasund hjá Fjölni 💙
Við bjóðum upp á skemmtilegt og öruggt ungbarnasund fyrir börn á aldrinum 0–18 mánaða í innilaug Grafarvogslaugar! Námskeiðið er frábær leið til að styrkja tengsl og skapa jákvæða upplifun í vatni frá unga aldri.
#FélagiðOkkar 💛💙

Ný sundnámskeið: Ungbarnasund og skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna
Sundnámskeið fyrir alla – Skráning hafin hjá Fjölni! 🏊♂️💦
Fjölnir býður upp á spennandi sundnámskeið fyrir bæði foreldra með ung börn og fullorðna sem vilja bæta sundtæknina sína. Hvort sem þú ert að taka fyrstu sundspor með barninu þínu eða vilt læra skriðsund frá grunni, þá erum við með námskeið sem hentar þér!
Ungbarnasund – Frábær leið til að kynnast vatninu! 👶💙
Nýtt námskeið í ungbarnasundi hefst 23. febrúar og stendur til 6. apríl. Þetta er skemmtilegt og fræðandi námskeið fyrir börn á aldrinum 0-18 mánaða, þar sem lögð er áhersla á öryggi, leik og jákvæða reynslu í vatninu. Auk 6 skipta í laug verður boðið upp á myndatöku til að fanga fallegar minningar!
📅 Dagsetning: 23. febrúar – 6. apríl
📍 Staðsetning: Innilaug Grafarvogslaugar
🕘 Kennt á sunnudögum
🔹 09:00 – 09:40
🔹 09:45 – 10:25
🔹 10:30 – 11:15
👶 Hámark: 10 börn í hverjum hóp
💰 Verð: 18.000 kr.
👩🏫 Kennari: Tracy Horne
📩 Skráning og frekari upplýsingar á XPS!
Fullorðins skriðsund – Lærðu eða bættu tækni þína! 🏊♀️💪
Viltu læra skriðsund eða bæta sundtæknina þína? Þá er 10 skipta skriðsundsnámskeiðið okkar fullkomið fyrir þig! Námskeiðið hentar bæði byrjendum og þeim sem vilja fínpússa sundstílinn sinn. Kennt er tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 20:00-21:00, frá 18. febrúar til 21. mars.
📅 Dagsetning: 18. febrúar – 21. mars
📍 Staðsetning: Grafarvogslaug
🕗 Kennt á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 20:00 – 21:00
💰 Verð: 20.000 kr. (aðgangur í laugina ekki innifalinn)
👩🏫 Kennari: Tracy Horne
📩 Skráning og frekari upplýsingar á XPS!
Gríptu tækifærið og komdu í sund með okkur – hvort sem það er með litlu sundkappanum þínum eða til að bæta þína eigin sundfærni! 💦✨
Sumarstörf Fjölnis 2024
Við bjóðum upp á fjölbreytt störf fyrir 15-25 ára. Í boði er að vinna á íþróttasvæðinu í Dalhúsum, á sumarnámskeiðum deilda ásamt fjölgreinanámskeiði félagsins. Umsækjendur geta hakað við það starf sem þeir óska eftir, það er í boði að velja fleiri en eitt starf, t.d. að starfa á knattspyrnu- og listskautanámskeiðum.
Vinnutímabil fyrir 15-16 ára er samtals 105 tímar. Samið er um vinnutíma þegar ráðning liggur fyrir. Umsækjendur þurfa einnig að sækja um hjá Vinnuskólanum.Vinnutímabil fyrir 17-25 ára fer eftir nánara samkomulagi þegar ráðning liggur fyrir. Umsækjendur þurfa einnig að sækja um hjá Hinu Húsinu.
Laun eru greidd út samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborgar.
Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofa Fjölnis á sumarnamskeid@fjolnir.is.
https://forms.office.com/pages/responsepage.aspx?id=tQYbx3SIz0emX0cicrdwf9xPGYOlIM5Fo5kx7iGGC7RUN1pFRlBEM1dJS0NIM1BMTllKTU9JU0NZTS4u
#FélagiðOkkar
Landsátak í sundi 1.-28. nóvember
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 28. nóvember 2023. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna.
Nú stinga landsmenn sér til sunds og safna sundmetrum.
Taktu þátt í að synda hringinn í kringum landið.
Skráðu þig inn og skráðu þína sundvegalengd.
Ef þú átt notendanafn úr Lífshlaupinu eða Hjólað í vinnunni getur þú notað það.
Allir þátttakendur fara í pott og geta unnið vegleg verðlaun.
Nánari upplýsingar er að finna inni á https://www.syndum.is/
Sumarnámskeið Sunddeildar 2023
Sunddeild Fjölnis býður upp á sundnámskeið fyrir börn fædd 2013-2019 í útilaug Grafarvogslaugar í sumar! Námskeiðið fer fram alla virka daga og hægt er að velja um nokkrar tímasetningar.

Sumarstörf 2023 fyrir 15-25 ára
Líkt og fyrri ár munum við hjá Fjölni bjóða upp á fjölbreytt sumarstörf í tengslum við vinæslu sumarnámskeiðin okkar.
HÉR er umsóknareyðublað sem allir þurfa að fylla út til þess að sækja um starf.
ATH! 17-25 ára þurfa líka að fylla út umsókn í gegnum Hitt húsið. HÉR er hlekkur á þá slóð.
Umsóknarfrestur hjá Hinu húsinu er til 15. apríl.
Við hvetjum öll áhugasöm til þess að sækja um!

Sunddeild Fjölnis leitar að þjálfara!
Sunddeild Fjölnis leitar að metnaðarfullum þjálfara. Mikið uppbyggingarstarf er hjá deildinni þar sem megin markmið eru að fjölga iðkendum og bjóða upp á fyrsta flokks æfingaumhverfi fyrir það unga og efnilega sundfólk sem æfir hjá sunddeild Fjölnis. Um er að ræða 30-50% starf, með möguleika á hærra starfshlutfalli.
Starfslýsing þjálfara
Helstu verkefni þjálfara eru að:
- þjálfa hópa á aldursbilinu 7-13 ára
- aðstoða yfirþjálfara í þeim verkefnum sem hann setur fyrir, leysa af í sundskóla og vera á mótum sé þess óskað
- taka virkan þátt í uppbyggingu deildarinnar, afla sér faglegrar þekkingar og styðja
sundfólkið í að ná framförum í sinni íþrótt.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- þekking og reynsla af sundi og sundþjálfun og/eða menntun á sviði sundþjálfunar er kostur
- þjálfararéttindi 1 og 2 frá ÍSÍ
- góðir samskipta- og skipulagshæfileikar
- metnaður og frumkvæði
- góð íslenskukunnátta
- hreint sakavottorð
- lágmarksaldur 20 ára
Nánari upplýsingar veitir stjórn deildarinnar á netfanginu sund@fjolnir.is og formaður deildarinnar Aníka Lind Björnsdóttir s. 867-4371.
Senda skal umsóknir ásamt menntunar- og ferilskrá á netfangið sund@fjolnir.is fyrir 1. apríl 2023. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað.
Frítt að æfa sund fyrir börn á aldrinum 7-10 ára í mars!
Sunddeild Fjölnis býður börnum á aldrinum 7-10 ára að æfa frítt í mars í útilaug Grafarvogslaugar. Þau sem vilja halda áfram að æfa eftir mars borga 40% af æfingagjöldum annarinnar sem eru 27.000 kr.
Kristinn þjálfari tekur vel á móti ykkur.
Tilkynna má þátttöku til Kristins með skilaboðum í síma 848-8566 með nafni barns eða bara mæta á staðinn.
Hlökkum til að sjá ykkur!