Ráðning skautaþjálfara

Svetlana Akhmerova hefur verið ráðin til að þjálfa framhaldshópa listhlaupadeildar Fjölnis. Hún kemur frá Rússlandi, er 42 ára og hefur 18 ára reynslu sem skautaþjálfari. Svetlana hefur starfað sem skautaþjálfari og yfirþjálfari og unnið með skauturum á ýmsu getustigi, allt frá byrjendum að lengra komnum skauturum. Hún hefur víðtæka reynslu sem skautaþjálfari og hefur starfað í Svíþjóð, Rússlandi, Suður Afríku, Indlandi og Íslandi. Svetlana er með skautaþjálfaramenntun frá Rússlandi. Hún tók þátt á ýmsum innlendum og alþjóðlegum mótum, var í landsliði Rússlands frá 1994-1996 og var nokkrum sinnum St. Petersburg meistari. Eftir að hún hætti keppni þá tók hún þátt í íssýningum í fjögur ár áður en hún snéri sér alfarið að skautaþjálfun.

Einnig er deildin búin að ráða Sif Stefánsdóttur sem yfirþjálfara Skautaskólans. Hún er 24 ára og var skautaþjálfari hjá Öspinni síðastliðinn vetur og í sumar var hún að þjálfa í sumarbúðum Skautaskóla Fjölnis. Sif æfði skauta þegar hún var yngri og um tvítugt byrjaði hún aftur að æfa skauta eftir hlé. Hún hefur lokið almennu þjálfaranámskeiði hjá ÍSÍ, skyndihjálparnámskeiði Rauða Krossins og stundar jógakennaranám hjá Eden Yoga ásamt því að stunda nám við Myndlistaskólann í Reykjavík.


Skráningar á sumarnámskeið félagsins í fullum gangi

Skráningar á sumarnáskeið félagsins eru í fullum gangi.

Fjölbreytt úrval námskeiða er í boði hjá deildum félagsins.  Sjá allar upplýsingar um námskeið HÉR.

Allar skráningar á námskeið og æfingar félagsins eru rafrænt í Nóra, skráningakerfi félagsins https://fjolnir.felog.is/

 


Vormót 2019

Síðasta mót ÍSS á þessu keppnistímabili stendur nú yfir í Laugardalnum. Allir keppendur Fjölnis á mótinu hafa nú lokið keppni. Sunneva Daníelsdóttir kom fyrst keppenda í flokki Chicks inn á ísinn og í fyrsta upphitunarflokki Cubs voru þær Brynja Árnadóttir, Elva Ísey Hlynsdóttir, Emelíana Ósk Smáradóttir og Weronika Komendera. Ekki voru veitt verðlaun í flokkum Chicks og Cubs en allar fengu þær viðurkenningu fyrir þátttöku á mótinu. Þess ber að geta að þessar stelpur hafa tekið miklum framförum í vetur. Því næst var keppt í flokki Basic Novice en þar voru þær Tanja Rut Guðmundsdóttir í 5. sæti með 24,00 stig og Sara Kristín Pedersen í 6. sæti með 23,25 stig sem eru persónuleg stigamet hjá þeim báðum. Frábær árangur hjá þessum ungu stelpum.


Endurreiknuð úrslit Reykjavíkurmótsins

Þau leiðu mistök áttu sér stað á Reykjavíkurmótinu að ekki var notuð rétt útgáfa við útreikning á stigum keppenda og hafði þetta áhrif á úrslit keppenda í keppnisflokkum Skautasambandsins. Tilkynningu varðandi málið í heild sinni má lesa hér. Búið er að endurreikna stig keppenda og hér fyrir neðan má sjá endanleg úrslit mótsins ásamt nýjum protocolum.

Basic Novice

  1. Kristín Jökulsdóttir SR 29,99
  2. Sunna María Yngvadóttir SR 23,40
  3. Tanja Rut Guðmundsdóttir Fjölnir 20,85
  4. Vilborg Gróa Brynjólfsdóttir SR 20,52
  5. Rakel Sara Kristinsdóttir Fjölnir 19,40
  6. Dharma Elísabet Tómasdóttir SR 18,93
  7. Sara Kristín Pedersen Fjölnir 18,47
  8. Katrín María Ragnarsdóttir SR 16,72

Basic Novice protocol

Intermediate Novice

  1. Lena Rut Ásgeirsdóttir Fjölnir 25,51
  2. Harpa Karin Hermannsdóttir Fjölnir 24,98
  3. Ingunn Dagmar Ólafsdóttir SR 23,56

Intermediate Novice protocol

Intermediate Ladies

  1. Hildur Bjarkadóttir Fjölnir 32,91
  2. Sólbrún Erna Víkingsdóttir Fjölnir 30,67
  3. Hildur Hilmarsdóttir Fjölnir 29,90
  4. Þórunn Lovísa Löve SR 26,88

Intermediate Ladies protocol

Advanced Novice

  1. Herdís Heiða Jing Guðjohnsen SR 46,67
  2. Aníta Núr Magnúsdóttir Fjölnir 39,80
  3. Júlía Sylvía Gunnarsdóttir Fjölnir 37,76
  4. Margrét Eva Borgþórsdóttir SR 37,26
  5. Eydís Gunnarsdóttir SR 36,81

Advanced Novice protocol

Junior

  1. Herdís Birna Hjaltalín Fjölnir 55,20

Junior protocol


Úrslit Reykjavíkurmótsins 2019

Reykjavíkurmótið var haldið í Egilshöll nú um helgina. Mótið gekk vel fyrir sig og það var ánægjuleg viðbót að iðkendur Asparinnar tóku þátt á þessu móti. Á laugardeginum kepptu keppnishópar félaganna en á sunnudeginum kepptu keppnisflokkar Skautasambandsins ásamt SO Level I og II.

Úrslit mótsins voru:

Keppnishópar félaganna:

12 ára og yngri

  1. Thelma Rós Gísladóttir SR
  2. Rakel Kara Hauksdóttir SR
  3. Þórunn Gabríela Rodriguez SR

15 ára og yngri

  1. Amanda Sigurðardóttir SR
  2. Sandra Hlín Björnsdóttir Fjölnir
  3. Bryndís Bjarkadóttir SR

17 ára og yngri

  1. Kolbrún Klara Lárusdóttir Fjölnir
  2. Birta María Þórðardóttir Fjölnir
  3. Vigdís Björg Einarsdóttir Fjölnir

Keppnisflokkar Skautasambandsins:

Basic Novice

  1. Kristín Jökulsdóttir SR 25,07
  2. Sunna María Yngvadóttir SR 18,40
  3. Vilborg Gróa Brynjólfsdóttir SR 16,28
  4. Tanja Rut Guðmundsdóttir Fjölnir 15,63
  5. Rakel Sara Kristinsdóttir Fjölnir 15,54
  6. Dharma Elísabet Tómasdóttir SR 14,11
  7. Sara Kristín Pedersen Fjölnir 14,07
  8. Katrín María Ragnarsdóttir SR 12,44

Basic Novice protocol

Intermediate Novice

  1. Harpa Karin Hermannsdóttir Fjölnir 25,95
  2. Lena Rut Ásgeirsdóttir Fjölnir 25,44
  3. Ingunn Dagmar Ólafsdóttir Fjölnir 22,70

Intermediate Novice protocol

Intermediate Ladies

  1. Hildur Bjarkadóttir Fjölnir 32,81
  2. Hildur Hilmarsdóttir Fjölnir 30,06
  3. Þórunn Lovísa Löve SR 29,27
  4. Sólbrún Erna Víkingsdóttir Fjölnir 29,07

Intermediate Ladies protocol

Advanced Novice

  1. Herdís Heiða Jing Guðjohnsen SR 47,91
  2. Aníta Núr Magnúsdóttir Fjölnir 40,27
  3. Júlía Sylvía Gunnarsdóttir Fjölnir 39,17
  4. Eydís Gunnarsdóttir SR 37,90
  5. Margrét Eva Borgþórsdóttir SR 36,51

Advanced Novice protocol

Junior

  1. Herdís Birna Hjaltalín Fjölnir 57,83

Junior protocol

SO

Level I 8 ára og yngri

  1. Hulda Björk Geirdal Helgadóttir Öspin

Level I 16-21 ára dömur

  1. Gunnhildur Brynja Bergsdóttir Öspin
  2. Anika Rós Árnadóttir Öspin

Level II 9-11 ára stúlkur

  1. Sóldís Sara Haraldsdóttir Öspin

Level II 16-21 ára dömur

  1. Nína Margrét Ingimarsdóttir Öspin
  2. Gabríella Kami Árnadóttir Öspin

Level II 22 ára og eldri konur

  1. Þórdís Erlingsdóttir Öspin

Íslandsmót 2018

Um helgina var haldið Íslandsmót barna og unglinga ásamt Íslandsmeistaramóti í Egilshöllinni. Mótið var allt hið glæsilegasta. Á laugardeginum hófst keppni hjá keppnisflokkum Chicks og Cubs. Þessir ungu og efnilegu skautarar stóðu sig mjög vel og var öllum keppendum veitt viðurkenning að keppni lokinni. Næst var keppt í flokki Basic Novice.

Mjótt var á milli tveggja efstu þar sem Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir úr SA vann með 26.71 stig, í öðru sæti var Kristín Jökulsdóttir frá SR með 26.43 stig og í þriðja sæti var Rakel Sara Kristinsdóttir úr Fjölni með 20.43 stig. Í Keppnisflokki Intermediate Novice voru það tvær Fjölnisstúlkur sem voru í efstu sætunum þar sem Valdís María Sigurðardóttir var í fyrsta sæti með 24.33 stig, í öðru sæti var Harpa Karin Hermannsdóttir með 24.18 stig og í þriðja sæti var Ólöf Thelma Arnþórsdóttir úr SR með 23.41 stig.

Á laugardeginum lauk einnig keppni í flokknum Intermediate Ladies. Þar stóð Berglind Óðinsdóttir úr Fjölni sem sigurvegari með 36.66 stig, Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir úr SA var í öðru sæti með 34.41 stig og Sólbrún Víkingsdóttir úr Fjölni var í þriðja sæti með 32.19 stig.

Keppendur í flokkum Advanced Novice, Junior og Senior skautuðu stutta prógramið sitt í lok laugardagsins. Þessir keppendur komu svo aftur og kepptu í frjálsa prógraminu á sunnudeginum. Að keppni lokinni var það Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir úr SA sem stóð uppi sem Íslandsmeistari í keppnisflokki Advanced Novice með hvorki meira né minna en 106.07 stig samanlagt úr báðum prógrömum, aldeilis frábær árangur hjá henni. Í öðru sæti var Rebekka Rós Ómarsdóttir úr SR með 74.64 stig og Herdís Heiða Jing Guðjohnsen úr SR í þriðja sæti með 74.21 stig. Íslandsmeistari í keppnisflokki Junior var Marta María Jóhannsdóttir úr SA með samanlagt 103.10 stig, í öðru sæti var Aldís Kara Bergsdóttir úr SA með 100.51 stig og í þriðja sæti var Viktoría Lind Björnsdóttir með 91.71 stig.

Íslandsmeistari í keppnisflokki Senior var Margrét Sól Torfadóttir úr SR með samanlagt 102.25 stig og í öðru sæti var Eva Dögg Sæmundsdóttir úr Fjölni með 86.97 stig. Óskum við þeim ásamt öllum keppendum mótsins til hamingju með frammistöðu sína um helgina.


Fréttir frá Kristalsmóti

Um helgina var Kristalsmótið haldið í Egilshöllinni. Alls voru 79 keppendur skráðir til leiks. Allir keppendur stóru sig mjög vel og mega þeir vera stoltir af sinni frammistöðu um helgina en þess ber að geta að sumir keppendanna voru að taka þátt á sínu fyrsta móti.

Á laugardeginum var keppni í flokkum 6 ára og yngri, 8 ára og yngri, 8 ára og yngri drengir og 10 ára og yngri. Allir keppendur fengu verðlaunapening og viðurkenningu fyrir þátttöku á mótinu.

Á sunnudeginum var svo keppt í flokkum 12 ára og yngri, stúlknaflokki og unglingaflokki.

Úrslit 12 ára og yngri:

1. Sandra Hlín Björnsdóttir Listskautadeild Fjölnis

2. Andrea Marín Einarsdóttir Listskautadeild Fjölnis

3. Þórunn Gabríella Rodriguez Skautafélag Reykjavíkur

Úrslit í stúlknaflokki:

1. Amanda Sigurðardóttir Skautafélag Reykjavíkur

2. Emilía Dögg Stefánsdóttir Skautafélag Reykjavíkur

3. Bryndís Bjarkardóttir Skautafélag Reykjavíkur

Úrslit í unglingaflokki:

1. Helga Xialan Haraldsdóttir Skautafélag Reykjavíkur


Fréttir frá Bikarmóti ÍSS 2018

Bjarnarskautarar gerðu sér ferð um síðustu helgi í Laugardalinn og tóku þátt í Bikarmóti Skautasambands Íslands. Mótið er annað mótið þeirra á tímabilinu og mikil vinna búin að eiga sér stað. Björninn átti keppendur í öllum keppnisflokkum á mótinu, margir að keppa í fyrsta sinn í nýjum keppnisflokkum og mikil eftirvænting og spenna í okkar herbúðum.

Á laugardeginum var keppt í Intermediate novice og Intermediate ladies og réðust úrslit rétt um kl 10. Í Intermediate ladies landaði Berglind Óðinsdóttir 2. sæti og Hildur Bjarkadóttir 3. sæti og að auki lentu Hildur Hilmarsdóttir 4. sæti og Sólbrún Víkingsdóttir í 6. sæti. Í Intermediate novice röðuðu Harpa Karin Hermannsdóttir, Lena Rut Ásgeirsdóttir og Valdís María Sigurðardóttir sér í 5., 6. og 7. sæti.

Eftir verðlaunaafhendingu hófst keppni í Advanced novice, junior og senior með stutta prógramið. Aníta Núr Magnúsdóttir og Júlía Sylvía Gunnarsdóttir kepptu í Advanced novice. Eftir prógramið var Júlía Sylvía í 2. sæti og Aníta Núr í 7. sæti. Í Junior ladies kepptu Helga Karen Pedersen og Herdís Birna Hjaltalín. Helga Karen átti stórgóðan sprett og sat í 2. sæti eftir daginn og Herdís Birna í því fimmta, einnig með gott prógram. Eva Dögg Sæmundsdóttir keppti í senior ladies. Evu Dögg gekk ágætlega í stutta prógraminu og vermdi fyrsta sætið þegar keppni lauk í flokkinum.

Á sunnudegi var keppt í Chicks, Cubs og Basic novice ásamt keppni í frjálsu prógrami hjá Advanced novice, junior og senior.

Í Chicks og Cubs stóðu allir Bjarnarkeppendur, Sunneva, Brynja, Emelíana og Elva, sig mjög vel og sýndi snilldar tilþrif á ísnum. Í Basic novice átti Björninn fjóra keppendur. Því miður gat einn ekki lokið keppni vegna veikinda en úrslit voru þau að Tanja Rut Guðmundsdóttir nældi í 3. sæti, Þórdís Helga Grétarsdóttir varð í 5. sæti og Rakel Sara Kristinsdóttir í því 6.

Keppni lauk svo í eldri flokkunum í mikilli spennu enda var mjótt á mununum eftir fyrri daginn. Í Advanced novice krækti Júlía Sylvía sér í 3. sætið en Aníta Núr varð því miður að hætta keppni sökum óhapps sem hún varð fyrir í prógraminu.

Í Junior luku þær Helga Karen og Herdís Birna keppni í 4. og 6. sæti í geysisterkum flokki þar sem miklar sviptingar urðu á sætaröð milli daga. Eva Dögg Sæmundsdóttir lauk svo keppnisdeginum í senior flokki með silfurverðlaunum.

Eins og áður sagði átti Björninn 20 keppendur í öllum keppnisflokkum á mótinu og komu okkar stúlkur heim með 2 silfurverðlaun og 3 bronsverðlaun í farteskinu reynslunni ríkari og fullar eldmóði fyrir Íslandsmótinu sem haldið verður í Egilshöllinni í lok nóvember.


Autumn Classic International

Í síðustu viku tóku þær Eva Dögg Sæmundsdóttir og Júlía Grétarsdóttir úr Listskautadeild Bjarnarins þátt á Autumn Classics International sem haldið var í Oakville í Kanada. Mótið er hluti af ISU Challenger series mótaröðinni og eru þær fyrstu íslensku keppendurnir sem tekið hafa þátt á þessari mótaröð. Margir af bestu skauturum heims tóku þátt og öttu íslensku stúlkurnar meðal annars kappi við Evgeniu Medvedeva sem vann til tvennra silfurverðlauna á Ólympíuleikunum fyrr á þessu ári. Eva og Júlía stóðu sig með mikilli prýði og hafnaði Eva Dögg í 21. sæti og Júlía í því 22.


Haustmót 2018

Haustmót ÍSS var haldið á Akureyri um helgina. Tuttugu keppendur frá Listskautadeild Bjarnarins tóku þátt á mótinu. Keppt var í 8 keppnisflokkum og átti Björninn keppendur í öllum flokkum. Stelpurnar stóðu sig með mikilli prýði á mótinu. Úrslit flokkanna voru:

Intermediate Ladies

1. Eva Björg Halldórsdóttir SA

2. Hildur Hilmarsdóttir SB

3. Hugrún Anna Unnarsdóttir SA

Basic Novice

1. Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir SA

2. Kristín Jökulsdóttir SR

3.  Vilborg Gróa Brynjólfsdóttir SR

Intermediate Novice

1. Harpa Karin Hermannsdóttir SB

2. Valdís María Sigurðardóttir SB

3. Ingunn Dagmar Ólafsdóttir SR

Advanced Novice

1. Herdís Heiða Jing Guðjohnsen SR

2. Rebekka Rós Ómarsdóttir SR

3. Júlía Sylvía Gunnarsdóttir SB

Junior:

1. Viktoría Lind Björnsdóttir SR

2. Aldís Kara Bergsdóttir SA

3. Herdís Birna Hjaltalín SB

Senior:

1. Eva Dögg Sæmundsdóttir SB