Fréttabréf Listskautadeildar
Fréttabréf Listskautadeildar
Northern Lights Trophy
Dagana 30. október til 1. nóvember fór alþjóðlega mótið Northern Lights Trophy fram í Egilshöll í annað sinn.
Basic Novice
• Maxime Hauksdóttir – 3. sæti, 34,68 stig
• Ermenga Sunna Víkingsdóttir – 4. sæti, 31,89 stig
• Elsa Kristín Konráðsdóttir – 18. sæti af 25, 24,45 stig
Advanced Novice
• Elín Katla Sveinbjörnsdóttir – 1. sæti, 119,75 stig
• Arna Dís Gísladóttir – 9. sæti, 74,77 stig
Glæsilegur árangur hjá öllum okkar keppendum!
Við viljum þakka sjálfboðaliðum kærlega fyrir ómetanlegt framlag þeirra yfir mótið.
Í kjölfarið hélt Skautasamband Íslands afreksbúðir þar sem landsliðsskautararnir okkar, Elín Katla og Arna Dís, tóku þátt.
Hægt er að lesa meira um mótið HÉR
Keppnisferðir erlendis
Í október fóru Advanced Novice og parið í keppnisferð til Katowice í Póllandi á Diamond Spin.
Umfjöllun um keppnina má lesa hér:
– Elín Katla með sigur og Íslandsmet
– Júlía Sylvía og Manuel með gullverðlaun
Júlía Sylvía og Manuel kepptu einnig á Swiss Ice Skating Open í Lausanne og enduðu í 5. sæti.
Í nóvember fóru fjórir iðkendur frá okkur á Volvo Open Cup í Riga, Lettlandi, og Hópur 1 og parið fóru til Innsbruck í Austurríki á Eiscup/Cup of Innsbruck.
Niðurstöður – Riga
• Marinó Máni – 1. sæti
• Karlina – 1. sæti
• Una Lind – 3. sæti
• Steinunn Embla – 12. sæti
Niðurstöður – Innsbruck
• Maxime – 3. sæti (Basic Novice)
• Ermenga Sunna – 4. sæti (Basic Novice)
• Elín Katla – 5. sæti (Advanced Novice)
• Arna Dís – 18. sæti (Advanced Novice)
• Júlía Sylvía og Manuel – 3. sæti
Til hamingju með frábæran árangur! Hreint út sagt glæsilegt hjá okkar fólki.
Fjölskylduskautar
Þann 8. nóvember fengu skautaskólinn og Hópur 5 að bjóða fjölskyldum sínum á svellið. Sjálfboðaliðar sáu um veitingasölu og var þetta virkilega skemmtileg stund fyrir bæði iðkendur og fjölskyldumeðlimi.
Íslandsmót og Íslandsmeistaramót
Íslandsmót og Íslandsmeistaramót Skautasambands Íslands fer fram í Laugardal dagana 28.–30. nóvember.
Öll keppnislínan okkar tekur þátt og hvetjum við alla til að mæta og styðja okkar frábæru iðkendur í baráttunni um titilinn.
Grunnpróf og alþjóðlegi skautadagurinn
Fjöldi iðkenda stefnir á að þreyta grunnpróf dagana 12.–14. desember.
Grunnprófin eru næsta skref eftir hvítu næluna og eru hluti af lágmarkskröfum fyrir keppnisrétt í keppnislínu ÍSS.
14. desember er síðan alþjóðlegi skautadagurinn og hvetjum við alla, unga sem aldna, til að skella sér á skauta þann dag!
Jólasýning 21. desember
Árlega jólasýningin verður haldin sunnudaginn 21. desember og í ár er þemað:
🎄 Íslensk jól og jólasveinarnir 🎅
• Sýning 1: Skautaskólinn og hópar 1–4
• Sýning 2: Framhaldshópar
Á staðnum verður sjoppa og hvetjum við alla til að mæta tímanlega, kaupa sér góðgæti og styðja þannig við deildina. Jólasýningarnar eru okkar stærsta fjáröflun ársins.
Jólabúðir
Í jólafríinu verða haldnar æfingabúðir fyrir þau sem vilja taka þátt.
Nánari upplýsingar verða sendar út síðar.
Þjálfarabreytingar

Viktória hefur sagt upp störfum hjá deildinni. Hún hefur lokið meistaragráðu í lögfræði og hyggst flytja heim til Slóvakíu. Þetta er þriðji vetur hennar hjá deildinni og erum við afar þakklát fyrir allt sem hún hefur lagt til starfsins.
Viktória vill koma því á framfæri að hún muni sakna félagsins — og sérstaklega krakkanna.
Takk fyrir frábært starf, Viktória – við óskum þér alls hins besta í framtíðinni.
Við erum jafnframt mjög heppin að Ilaria Nogaro tekur við og kemur inn í okkar teymi. Ilaria hefur mikla reynslu og hefur verið yfirþjálfari SR í mörg ár.
Velkomin til Fjölnis, Ilaria – við hlökkum til að vinna með þér!
Listskautadeild Fjölnis á Nova-svellinu
Listskautadeild Fjölnis verður með glitrandi sýningu við opnun Nova-svellsins föstudaginn 21. nóvember kl. 18.
Við hlökkum til að sjá ykkur ❄️







🌟 Elín Katla setti þrjú Íslandsmet á Northern Lights Trophy í Egilshöll 🌟

🌟 Elín Katla setti þrjú Íslandsmet á Northern Lights Trophy í Egilshöll 🌟
Alþjóðlega listskautamótið Northern Lights Trophy fór fram um helgina í Egilshöll og tókst afar vel.
Mótið er haldið af Listskautadeild Fjölnis og Skautasambandi Íslands og skiptist í tvo hluta – annars vegar alþjóðlegt mót (Advanced Novice, Junior og Senior) og hins vegar Interclub-mót, þar sem fjölmargir íslenskir skautarar tóku þátt og stóðu sig frábærlega.
Ísland átti fjóra keppendur í alþjóðlega hluta mótsins. Í Advanced Novice Women kepptu Elín Katla Sveinbjörnsdóttir, Arna Dís Gísladóttir og Ylfa Rún Guðmundsdóttir. Ylfa Rún endaði í 10. sæti og Arna Dís í 9. sæti.
Elín Katla sigraði keppnisflokkinn með yfirburðum, 19 stigum á undan næsta keppanda. Elín Katla setti jafnframt nýtt Íslandsmet í bæði stuttu prógrammi, frjálsu prógrammi og í heildarstigum. Stigin hennar fyrir stutta prógrammið voru 42.26.
Fyrra met í stuttu prógrammi átti Ísold Fönn frá árinu 2018. Stigin hennar fyrir frjálsa prógrammið voru 77.49 og heildarstigin 119.75. Þetta er í annað sinn á fáeinum vikum sem hún setur nýtt met, en nú bætti hún heildarstigametið um 10 stig.
Í Junior Women keppti Sædís Heba Guðmundsdóttir. Hún endaði í 4. sæti, einungis 1,5 stigum frá þriðja sætinu.
Í Basic Novice flokki á Interclub-mótinu hafnaði Elysse Marie í öðru sæti og Maxime í þriðja sæti, glæsilegur árangur hjá þeim báðum.
Northern Lights Trophy er árlegt, alþjóðlegt mót sem veitir íslenskum skauturum dýrmæta keppnisreynslu á heimavelli.
Listskautadeild Fjölnis og Skautasamband Íslands þakka keppendum, þjálfurum, dómurum og sjálfboðaliðum fyrir vel heppnað mót og glæsilega þátttöku 💛💙
Fréttabréf Listskautadeildar Fjölnis
Fréttabréf Listskautadeildar Fjölnis – Haust 2025
Upphaf tímabils
Tímabilið hefur farið vel af stað þrátt fyrir tæknilega örðugleika með nýtt tölvukerfi – allt er að smella saman. Æfingar hafa gengið vel og var gaman að hefja leik að nýju eftir sumarfrí. Iðkendur leggja sig fram og stefna á að bæta sig fyrir veturinn framundan.
Skautaskóli
Í september var haldinn Vinadagur skautaskólans. Fjöldi barna mætti og prófaði íþróttina – mikil gleði og stuð einkenndi daginn.
Iðkendur eru einnig að vinna sér inn skautanælur sem veittar eru þegar ákveðinni færni er náð. Með því geta þau fært sig upp í hópa þar sem flóknari æfingar bíða.
Haustmót
Fyrsta mót vetrarins, Haustmótið í Laugardal, fór fram um helgina. Margir kepptu með ný prógröm, í nýjum flokkum og sumir í fyrsta sinn.
Helstu úrslit:
-
Félagalínan:
-
8 ára og yngri: Hildur Ósk, Amalía Tía, Amelía Rós
-
10 ára og yngri: Steinunn Margrét, Rakel Vala, Dagný Día, Amelia Julia, Lísa Björg
-
12 ára og yngri: Unnur, Harpa Lind, Linda María, Aníta Rós, Margrét Magdalena, Amelia Lind, Júlía Rós
-
14 ára og yngri: Una Lind (🥈), Inga Dís, Steinunn Embla
-
15 ára og eldri: Lilja (🥇 kvennaflokkur), Marínó Máni (🥇 karlaflokkur)
-
-
Keppnislínan:
-
Cubs: Karlina, Elisabeth Rós – þátttökuverðlaun
-
Basic Novice: Ermenga Sunna (🥇 39,62 stig), Maxime (🥉 31,19 stig), Elsa Kristín (19,7 stig – fyrsta mót)
-
Advanced Novice: Elín Katla (🥇 106,4 stig – tvö Íslandsmet), Arna Dís (🥈 77,64 stig) – báðar tryggðu sér áframhald í hæfileikamótun landsliðsins.
-
Einnig hafa Júlía Sylvía Gunnarsdóttir og Manuel Pizza hafið sitt keppnistímabil. Þau settu bæði persónuleg met á dögunum og kepptu á úrtökumóti fyrir Ólympíuleikana í Beijing. Þau náðu ekki inn á leikana en tryggðu sér keppnisrétt á EM og vantar aðeins 5,51 stig í lágmörk fyrir HM.
Við óskum öllum keppendum innilega til hamingju með frábæran árangur!
Framundan – Northern Lights Trophy
Dagana 30. október – 2. nóvember fer fram alþjóðlega mótið Northern Lights Trophy í Egilshöll. Þar keppa iðkendur alls staðar að og er mótið mikilvæg reynsla fyrir okkar fólk.
Við hvetjum alla til að mæta, hvetja okkar keppendur áfram og njóta skemmtilegrar íþróttahátíðar. Aðgangur er ókeypis. Munum þó að við þurfum sem flesta sjálfboðaliða til að hjálpa til – skráning er hafin!
Þakkir og viðurkenning
Við viljum þakka öllum sjálfboðaliðum sem þegar hafa lagt hönd á plóg og vonumst til að sjá enn fleiri bætast í hópinn.
Þann 25. september var haldinn alþjóðlegur dagur þjálfarans og við notum tækifærið til að þakka frábæru þjálfurunum okkar fyrir ómetanlegt starf.
Skautahlaup – Haustönn 2025
Fjölnir býður upp á skautahlaupsæfingar í Egilshöll, Grafarvogi – fyrir byrjendur sem vana. Æfingar fara fram á föstudögum kl. 06:30–07:30, dagana 3. október – 19. desember (11 æfingar).
Þetta er tilvalin leið til að hefja daginn með orku og gleði. Þjálfari er Andri Freyr Magnússon.
🌟 Við hlökkum til framhaldsins og minnum á að fylgjast með fréttum deildarinnar á heimasíðu og samfélagsmiðlum Fjölnis.
Fréttabréf Listskautadeildar
Fréttabréf Listskautadeildar
Kæru iðkendur, foreldrar og stuðningsfólk,
Við viljum byrja á því að þakka sjálfboðaliðum okkar fyrir frábæra aðstoð. Starf eins og okkar byggist að stórum hluta á sjálfboðavinnu og væri einfaldlega ekki mögulegt án ykkar! Takk fyrir ykkar ómetanlega framlag 💛💙
Kristalsmótið endurvakið
Kristalsmótið var endurvakið í ár og haldið 5. apríl. Um er að ræða félagalínumót sem gekk mjög vel og skapaði skemmtilega stemningu á svellinu. Við vonumst til að gera þetta að árlegum viðburði á næsta tímabili.
Grunnpróf í apríl
Nokkrir skautarar þreyttu grunnpróf í apríl. Þetta eru próf sem hægt er að taka eftir að hafa lokið Skautum regnbogans og sýna getustig iðkenda með tilliti til keppnisþátttöku. Vel gert öll sem tóku prófin!
Keppnisferð til Riga
Í maí fór hópur skautara í keppnisferð til Riga í Lettlandi til að taka þátt í Volvo Open Cup. Fyrir marga var þetta fyrsta keppnisferðin til útlanda og fengu þau dýrmæta reynslu sem mun nýtast þeim áfram á skautasviðinu.
Þátttaka í starfi Skautasambandsins
Skautaþing ÍSS fór fram í maí og er mikilvægt að Fjölnir eigi virka fulltrúa í stjórnum og nefndum innan Skautasambands Íslands. Þjálfarar og afrekshópur tóku einnig þátt í afreksbúðum Skautasambandsins og ISU Visiting Coach verkefni – mikill lærdómur og innblástur þar að fá.
Vorhátíð og Disney á ís
Föstudaginn 30. maí héldum við vorhátíð í Gufunesbæ með grilli og leik. Mæting var frábær og veðrið með besta móti – kærar þakkir til allra sem komu og gerðu daginn einstakan.
Tveimur dögum síðar, sunnudaginn 1. júní, héldum við árlega vorsýningu deildarinnar. Þemað í ár var Disney á ís og tóku iðkendur frá öllum getustigum þátt – frá skautaskólanum upp í afrekshóp. Atriði úr Aladdín, Litlu hafmeyjunni, Hin ótrúlegu, Inside Out og fleiri kvikmyndum voru flutt og sýningarnar voru báðar troðfullar. Takk öll sem mættuð og studduð iðkendurna okkar!
Sumarbúðir og námskeið
Í júní höldum við sumarbúðir í samstarfi við Skautafélag Reykjavíkur (SR). Boðið er upp á þriggja vikna námskeið og er skráð í hverja viku fyrir sig.
-
Vika 1: Gestaþjálfarar eru Alexander Majorov og Anita Östlund
-
Vikur 2 & 3: Bibiána Poliačková Srbecká
Skráning fyrir framhaldshópa 1–4 og hóp 5 fer fram á:
👉 https://xps.is/shop/fjolnir
Athugið að kennt er á rauðum dögum – um er að ræða þrjár fimm daga vikur. Hópar 1–4 geta einnig skráð sig í hádegismat í gegnum XPS.
Skautaskólinn heldur einnig áfram með sumarnámskeið fyrir börn í 1.–4. bekk:
👉 https://www.abler.io/shop/fjolnir
Dagskrá haustannar (með fyrirvara um breytingar)
-
Haustmót, Laugardalur: 26.–28. september
-
NLT, Egilshöll: 23.–26. október (eða 30. okt. – 1. nóv.)
-
Íslandsmót, Laugardalur: 28.–30. nóvember
-
Afreksbúðir í kjölfar Íslandsmóts
-
Norðurlandamót, Danmörku: 27. jan. – 1. feb. 2026
-
Vormót, Akureyri: 27.–29. mars
-
Skautaþing: maí 2026
Æfingar hefjast aftur eftir verslunarmannahelgi – nánari upplýsingar koma síðar.
Að lokum viljum við þakka ykkur öllum fyrir frábært tímabil og hlökkum til að sjá ykkur hress og kát á nýju tímabili!
Með kærri þökk,
Listskautadeild Fjölnis 💛💙
Fjögur ný námskeið hjá skautadeild
Námskeið í skautahlaupi
Langar þig að bæta hraðann, tækni og þol á skautum? Komdu og æfðu skautahlaup með okkur í vor! Þetta námskeið er fyrir alla sem vilja styrkja sig á skautasvellinu, bæta færni sína og njóta skemmtilegra æfinga í góðum hópi.
Listskautadeild Fjölnis í samstarfi við Skautasamband Íslands heldur námskeið í skautahlaupi fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.
Farið er yfir helstu atriði tengslum við skautahlaup og hvað helst þarf að hafa í huga við skautaiðkun.
Hlaupanámskeiðin henta vel sem grunnur fyrir byrjendur eða lengra komna sem langar til að fræðast og ná meiri hraða og úthaldi.
Námskeiðið er líka frábær viðbót fyrir alla þá sem stunda listskauta og íshokkí til að byggja upp hraða og snerpu.
Þjálfari er Andri Freyr Magnússon, er hann fyrir löngu búinn að byggja upp langan þjálfara feril í íshokkí SA-SR-Fjölni sem og listskauta hjá Öspinni.
- Tímabil: 23. apríl – 28. maí
- Fyrir: Skautara fædda 2000 og eldri
- Æfingatímar:
- Miðvikudagar 21:00-21:40
- Föstudagar 6:30-7:30
- Staðsetning: Skautasvellið í Egilshöll
- Verð: 28.310 kr
Frábært tækifæri til að þróa skautahreyfingar, þol og hraða undir handleiðslu þjálfara!
Ekki er gerð krafa á að vera á skautahlaupsskautum
Tökum hraðann á þetta – sjáumst á svellinu!


6 vikna skautanámskeið fyrir byrjendur og lengra komna! 
Viltu bæta þig á skautum eða prófa eitthvað nýtt? Þetta 6 vikna námskeið er fyrir fædda 2011 og eldri, bæði byrjendur og þá sem vilja þróa færni sína enn frekar í skemmtilegu og hvetjandi umhverfi!
Tímabil: 23. apríl – 31. maí (6 vikur)
Staðsetning: Skautasvellið í Egilshöll
Verð: Frá 15.000 kr
Fyrir: 2011 og eldri
Æfingatímar:
Miðvikudagar
20:00-20:50 (afís)
21:00-21:40 (á svellinu)
Hægt er að velja námskeið með eða án afís æfinga!
Á námskeiðinu verður unnið með:
Grunnatriði skauta- og jafnvægistækni
Tækniæfingar fyrir stöðugleika og stjórn á hreyfingum
Framfarir út frá færnistigi hvers og eins
Skemmtilegar og fjölbreyttar æfingar fyrir alla- Skautar og hjálmar eru í boði fyrir þá sem vilja fá lánað!
Hvort sem þú ert að stíga þín fyrstu skref eða vilt bæta þig enn frekar, þá er þetta námskeið fyrir þig! Komdu með og finndu gleðina á ísnum! ![]()
![]()
Skautaskólinn – 6 vikna námskeið hefst 23. apríl!
Langar barninu þínu að læra að skauta? Skautaskólinn er fullkominn fyrir börn á aldrinum 3-12 ára sem vilja læra grunnatriðin á ísnum í skemmtilegu og öruggu umhverfi! ![]()
Tímabil: 23. apríl – 31. maí (6 vikur)
Staðsetning: Skautasvellið í Egilshöll
Verð frá 15.000 kr
Fyrir börn fædd 2012-2021
Æfingatímar:
Miðvikudagar kl. 16:20-17:00
Laugardagar kl. 12:20-13:00
Hægt er að skrá sig á miðvikudaga, laugardaga eða báða daga!
Skráning fer fram á XPS!
Í skautaskólanum læra börn:
Fyrstu skrefin á ísnum
Jafnvægisæfingar
Að skauta áfram og aftur á bak
Að stoppa á öruggan hátt
Skautar og hjálmar eru í boði fyrir öll sem vilja fá lánað!
Komdu og prófaðu – skautagleðin bíður! ![]()
![]()


Námskeið í samhæfðum skautadansi (Synchro)! 
Langar þig að prófa samhæfðan skautadans? Nú hefur þú tækifæri til að læra og bæta þig í þessari skemmtilegu og lifandi íþrótt!
Tímabil: 23. apríl – 31. maí
Fyrir: Skautara fædda 2000-2012
Æfingatímar:
Miðvikudagar
19:15-19:45 (afís)
20:05-21:00 (á svellinu)
Laugardagar
9:40-10:30 (á svellinu)
Verð: 35.813 kr
Komdu og taktu þátt í frábæru námskeiði þar sem við vinnum saman í liðsheild, skemmtilegum mynsturum og öflugri tækni!
Við hlökkum til að sjá þig á svellinu! ![]()
![]()
Fréttabréf listskautadeildar
Paraskautun á EM
Júlía Sylvía og Manuel tóku þátt fyrir Íslands hönd á Evrópumóti sem fór fram í Tallin 28. janúar til 2. febrúar. Með þátttökunni voru þau fyrsta skautaparið til að keppa fyrir hönd Íslands á Evrópumóti í listskautum. Enduðu þau í 18. sæti með 48,58 stig í stutta prógramminu sínu og komust því miður ekki áfram en 16 efstu komust áfram til að taka frjálsa prógrammið. Þrátt fyrir að hafa ekki komist áfram mega þau vera stolt af frammistöðu sinni og fengu þau dýrmæta reynslu fyrir framhaldið.
Skautahlaup og Samhæfður skautadans/Synchro
Í lok janúar byrjuðu námskeið hjá Fjölni bæði í samhæfðum skautadans og einnig í skautahlaupi. Voru námskeiðin til lok febrúar og verður það endurtekið núna eftir páska og verður námskeiðin frá 23.apríl og út maí. Skráning er hafin inn á XPS
Norðurlandamót 2025
5. – 9. febrúar fór fram Norðulandamót sem var haldið í Asker í Noregi. Tveir keppendur frá Fjölni, Arna Dís og Elín Katla, fóru fyrir hönd Íslands. Góð reynsla fyrir þessa skautara og náði Elín þeim árangri að fá hæstu heildarstig sem íslenskur skautari hefur fengið í Advanced Novice flokki á Norðurlandamóti. Nánar er hægt að lesa um mótið hér: Norðurlandamót 2025 – Ungmennafélagið Fjölnir – fjolnir.is
Vormót ÍSS og Bikarmeistarar
Helgina 28. febrúar til 2. mars fór fram Vormót ÍSS á Akureyri. Fóru 24 keppendur frá Fjölni sem tóku þátt. Bendum á færsluna um mótið hér: Fjölnir Bikarmeistarar í listskautum! – Ungmennafélagið Fjölnir – fjolnir.is
Stóðu allir keppendur Fjölnis sig með príði og voru félaginu til fyrirmyndar að öllu leiti. Viljum við nýta tækifærið og þakka þeim sjálfboðaliðum sem hjálpuðu til á Akureyri í þessari ferð.
Með þeim árangri sem okkar skautarar náðu á þessu móti sem og fyrri mótum náði félagið þeim glæsilega árangri að tryggja sér bikarmeistaratitilinn árið 2025. Var þetta þriðja árið í röð sem Fjölnir verður bikarmeistari í listskautum!
Öskudagsball
Á öskudaginn héldum við öskudagsball á skautasvellinu og var góð og skemmtileg stemming sem skapaðist þar. Þökkum öllum sem gerðu sér leið á ballið og gerðu þetta að þeirri skemmtun sem þetta var.
Sonja Henie Trophy 2025
Sonja Henie Trophy fór fram í Osló dagana 6.mars – 9.mars og átti Fjölnir keppendur á mótinu. Ermenga Sunna tók þátt í Basic Novice Girls á meðan að Arna Dís og Elín Katla tóku þátt í Advanced Novice Women.
Ermenga hóf keppni af okkar keppendum og með sínu prógrammi fékk hún 30,51 stig sem skilaði henni 14.sæti af 47 keppendum.
Í stutta prógramminu fékk Elín Katla 33,70 stig sem skilaði henni 5.sæti eftir fyrri daginn. Arna Dís fékk 25,28 stig fyrir sitt stutta prógram og var hún í 19. sæti að loknum fyrsta degi.
Á seinni keppnisdeginum var frjálsa prógrammið á dagskrá og fékk Arna Dís 53,86 stig fyrir það. Skilað það henni upp um tvö sæti eða í 17. sætið með 79,14 heildarstig.
Elín Katla fékk 64,91 stig fyrir sitt frjálsa prógramm og endaði hún því með heildarstig upp á 98,61 stig og endaði hún í 5. sæti með þeim stigafjölda.
Frábært árangur og reynsla fyrir báða keppendur og stóðu þær sig með prýði.
Mannabreytingar í stjórn og starfskrafti
Þann 6. mars var haldinn aðalfundur listskautadeildar. Á þeim fundi urðu breytingar á stjórn deildarinnar. Nýir meðlimir í stjórn eru Fanndís Ýr Brynjarsdóttir og Evelina Kreislere. Við þökkum fráfarandi stjórnar meðlimum kærlega fyrir sitt framlag í stjórnarstarfinu seinasta árið!
Einnig er breyting hjá starfsmönnum deildarinnar en Leifur sem hefur starfað sem skautastjóri síðan í ágúst 2023 mun færa sig um set innan Fjölnis og því ekki starfa lengur sem skautastjóri fyrir deildina. Seinasta árið hefur hann sinnt stöðu íþróttastjóra Fjölnis meðfram skautastjóra stöðunni en mun hann alfarið færa sig yfir á skrifstofu félagsins þar sem hann mun þó auðvitað ennþá vera innan handar fyrir listskautadeildina eins og aðrar deildir félagsins ef eitthvað er. Hægt er að senda tölvupóst á skautastjori@fjolnir.is eða listskautar@fjolnir.is ef hafa þarf samband vegna einhverra mála er við kemur listskautadeildinni.
Framundan
Næsta laugardag, 5.apríl, mun Kristalsmótið vera haldið af okkur í Fjölni á skautasvellinu í Egilshöll. Og af þeim sökum verða ekki æfingar en við hvetjum alla til að mæta og fylgjast með mótinu. Upplýsingar um dagskrá er hægt að finna á hér á heimasíðu Fjölnis: Kristalsmót 2025 – Dagskrá og keppnisröð – Ungmennafélagið Fjölnir – fjolnir.is
Fjölskyldudagur skautaskóla er svo á dagskrá 12.apríl og eiga upplýsingar um það að koma þegar nær dregur.
Nú er að koma mikið af rauðum dögum í tengslum við t.d. páskana og minnum við því á að á rauðum dögum er heilt yfir frí á æfingum nema annað sé tekið fram.
Grunnpróf fer einnig fram í apríl og verða upplýsingar sendar með það til þeirra sem eiga að skoða það, en einnig er hægt að ræða við þjálfara um það mál ef þið hafið einhverjar spurningar.
Stefnt er að halda vorsýninguna árlegu þann 31.maí en frekari upplýsingar um það munu koma þegar nær dregur.



Fjölnir Bikarmeistarar í listskautum!

Kristalsmót Fjölnis - mótstilkynning
Kristalsmót Fjölnis
Mótshaldari: Fjölnir
Staðsetning móts: Egilshöll, laugardaginn 5. apríl
Mótsstjóri: Kristel Björk Þórisdóttir
Aðstoðarmótsstjóri: Halldóra Hrund Guðmundsdóttir
Keppnisflokkar
| Félagalína | 15 ára og eldri, drengir og stúlkur | Special Olympics og Adaptive Skating | |
| 6 ára og yngri unisex | 25 ára og eldri, menn og konur | Level I | Parakeppni |
| 8 ára og yngri unisex | Level II | SO | |
| 10 ára og yngri unisex | Level III | Unified | |
| 12 ára og yngri, drengir og stúlkur | Level IV | ||
| 14 ára og yngri, drengir og stúlkur | Level V |
Keppnisreglur sem notaðar verða:
Keppniskerfi félaganna, notast við Stjörnukerfi.
Keppniskerfi Special Olympics og Adaptive Skating, notast við Stjörnukerfi SO/AS.
Dómarakerfi sem notuð verða:
( ) Kerfi A ( ) Kerfi B (x ) Kerfi C ( x) Kerfi D ( ) Kerfi E
Skráning og skil gagna
Félag sendir inn tilkynningu um þjálfara og liðsstjóra:
Senda þarf nöfn þjálfara og liðsstjóra á kristelbjork@gmail.com í síðasta lagi 29. mars 2024. Senda þarf nöfn, símanúmer og netföng þeirra.
Skráning og greiðsla keppnisgjalda:
Skráning og greiðsla keppnisgjalda skulu berast eigi síðar en 29. mars 2025 í tölvupósti á kristelbjork@gmail.com og á og á meðfylgjandi eyðublaði.
Á eyðublaðinu skal koma fram fullt nafn keppanda, kennitala, keppnisflokkur og keppnisgjald.
Keppnisgjald að fjárhæð kr. 4.500 skal greiðast fyrir hvern keppanda eigi síðar en 29. mars 2025.
Greiða skal inn á reikning Fjölnis, 114-26-7013, kt: 631288-7589.
Vinsamlegast setjið í skýringu: mótið, keppnisgjöld félags. Staðfesting greiðslu sendist á listgjaldkeri@fjolnir.is og leifur@fjolnir.is
Tónlist:
Tónlist skal skila í rafrænu formi inn á drive möppu sem Fjölnir mun deila með félögunum. Einnig þurfa keppendur að hafa tónlist á rafrænu formi með sér til vara.
Skil á tónlist: 29. mars 2025
Upplýsingar um mót
Birting keppendalista:
Dregið í keppnisröð og dagskrá birt á heimasíðu Fjölnis www.fjolnir.is þann 1. apríl 2025
Birting úrslita:
Úrslit verða birt að móti lokni á heimasíðu Fjölnis, www.fjolnir.is
Verðlaun og þátttökuviðurkenningar:
Í keppnisflokkum 6, 8 og 10 ára og yngri eru ekki gefin upp verðlaunasæti. Allir keppendur fá þátttökuviðurkenningu. Í öðrum keppnisflokkum eru veittir verðlaunapeningar fyrir efstu þrjú (3) sætin. Þátttökuviðurkenningar eru veittar til annarra keppenda.
Drög að dagskrá:
Laugardagurinn kl. 8-16, nánari dagskrá verður birt þegar skráningu líkur.
Forföll:
Foröll skulu tilkynnast á netfangið kristelbjork@gmail.com. Einungis er hægt að sækja um endurgreiðslu vegna keppnisgjalda hafi forföll verið tilkynnt áður en keppandi átti að keppa. Endurgreiðsla nemur helmingi keppnisgjalda.
Persónuverndarákvæði (GDPR)
Með skráningu á mótið gerir skautari og/eða forráðamaður sér grein fyrir því að upplýsingar um gegni skautara á mótinu eru gerðar opinberar og geymdar hjá Fjölni og Skautasambandi Íslands. Þá gerir skautari/forráðamaður sér grein fyrir að teknar eru ljósmyndir af skauturum á mótinu og þær birtar opinberlega og mögulega í fjölmiðlum.
Fyrir hönd mótshaldara:
Mótsstjóri: Kristel Björk Þórisdóttir
Dags: 21.02.2025
Netfang: kristelbjork@gmail.com
Símanúmer: 895-0284
Norðurlandamót 2025
Norðurlandamót 5. – 9. feb
Norðurlandamótið á listskautum fór fram í Asker í Noregi dagana 5. – 9. febrúar og átti Fjölnir tvo fulltrúa af fjórum sem tóku þátt. Voru það þær Arna Dís Gísladóttir og Elín Katla Sveinbjörnsdóttir. Einnig fór Benjamin Naggiar yfirþjálfari með sem þjálfari í ferðina.
Fyrri keppnisdagur
Fyrsti keppnisdagur var fimmtudagurinn 6. febrúar og var keppt í stutta prógramminu. Af íslensku skauturunum var Arna Dís fyrst á ísinn. Eftir sitt prógram fékk hún 24,05 stig og endaði fyrsta daginn í 17. sæti.
Elín Katla fór seinust af íslensku keppendum inn á svellið til að taka sitt stutta prógramm. Endaði hún í 8. sæti á fyrsta deginum með 32,86 stig fyrir sína frammistöðu.
Seinni Keppnisdagur
Á seinni keppnisdeginum sem var á föstudeginum fór Arna Dís inn á svell þriðja af íslendingunum. Fyrir sitt frjálsa prógram fékk hún 48,75 stig og með því endaði hún í 72,80 stig í heildarstigum. Með þessum árangri náði hún 14. sætinu í heildastigum.
Seinust íslendinganna inn á svellið til að taka frjálsa prógrammið var Elín Katla. Fyrir frjálsa prógrammið fékk Elín 61,32 stig sem skilaði Elínu í 96,18 stig og 6. sætinu í heildarstigum.
Hæstu stig á Norðurlandamóti
Með sínum 96,18 heildarstigum náði Elín Katla þeim glæsilega árangri að fá hæstu heildarstig sem íslenskur skautari hefur fengið í Advanced Novice flokki á Norðurlandamóti. Óskum henni til hamingju með þann árangur.



































