Fréttabréf listskautadeildar

Upphaf tímabils

Upphaf tímabilsins hefur gengið vel og gaman að koma til baka eftir sumarfríið. Æfingar hafa gengið vel fyrir sig og eru iðkendur að leggja mikið á sig til að bæta sig fyrir komandi vetur.

Ef þið eigið eftir að skrá ykkur þá er það gert inn á XPS appinu eða þá að fara í gegnum fjolnir.is og klára skráninguna þar.

Nýjir þjálfarar

Nýir þjálfarar hófu störf hjá okkur á þessari önn en það eru Elísabet sem er yfirþjálfari skautaskólans og Diljá sem sér um danskennslu hjá okkur. Er þetta frábær viðbót við okkar starf og vonumst við eftir farsælu og góðu samstarfi með þeim báðum.

Skautaskóli: Vinadagur og almennt

Vinadagur skautaskólans var haldinn 7. september og var gaman að sjá vonandi framtíðar iðkendur skautaskólans koma og prófa íþróttina. Mikil gleði og stuð var á þessum degi.

Einnig hafa iðkendur verið að spreyta sig í því að fá skautanælur. En nælurnar eru gefnar þeim sem hafa náð ákveðinni hæfni og þegar iðkandi hefur safnað nægilega mörgum nælum er hægt að færa sig upp um hóp þar sem flóknari æfingar eru framkvæmdar. Styttist því í það hjá nokkrum að hægt sé að taka næsta skref í skautaferlinu.

Haustmót

Fyrsta mót haustsins var Haustmótið sem haldið var í Laugardal helgina 27.-29. september. Fjölnis skautarar stóðu sig alveg hreint glæsilega: Í flokknum Cubs kepptu Elsa Kristín, Karlína og Elisabeth Rós, en í þeim fólki eru ekki gefin upp stig og fengu þær allar þátttökuverðlaun. Í flokkkum Basic Novice lentu báðir okkar keppendur á palli en Ermenga Sunna endaði með 30,82 stig sem skilaði silfur medalíunni og Maxime fékk 29,80 stig og fékk brons. Í flokknum Intermediate Woman tók Elva Ísey fyrsta sætið með 31,94 stig og í flokknum Advanced Novice landaði Elín Katla fyrsta sæti með 98,16 stig og Arna Dís því öðru með 81,89 stig. Þetta var fyrsta mótið hennar Örnu Dísar í þessum keppnisflokki en með þessum stigafjölda náði hún landsliðsviðmiðum og óskum við henni til hamingju með þann frábæra árangur. Í félagalínunni 10 ára og yngri kepptu Linda Maria og Unnur, en í þeim fólki eru ekki gefin upp stig. Í flokknum 12 ára og yngri kepptu Lea Elisabeth, Steinunn Embla, Inga Dís og Perla Gabríela sem landaði þriðja sætinu. Í flokknum 14 ára og yngri fékk Guðríður Ingibjörg brons og í flokknum 15 ára og eldri fékk Líva gullið.

Óskum við öllum sem tóku þátt til hamingju með flottan árangur og hlökkum til að sjá næstu mót!

Framundan og þakkir

Alþjóðlegt mót

Helgina 25. – 27. október fer fram alþjóðlegt mót í Egilshöllinni sem ber nafnið Northern Lights Trophy. Koma keppendur allsstaðar að til að keppa og verður þetta frábær skemmtun og reynsla fyrir alla sem á því taka þátt. Munum við þurfa alla hjálp sem í boði er í kringum það mót. Einnig hvetjum við alla til að mæta og fylgjast með og hvetja stelpurnar okkar. Aðgangur er ókeypis. Nokkrir keppendur eru einnig þjálfarar í Skautaskólanum og gaman fyrir yngri iðkendur að fylgjast með þjálfurunum sínum keppa.

Hrekkjavökuball

Á laugardeginum 2. nóvember verður hrekkjavökuball listskautadeildar Fjölnis haldið. Munu frekari upplýsingar um það ball koma þegar nær dregur en endilega takið daginn frá!

Þakkir

Að lokum viljum við þakka öllum þeim sjálfboðaliðum sem hafa nú þegar hjálpað til við hin ýmsu verkefni og vonumst við eftir því að enn fleiri hjálpi til í komandi verkefnum.

Þann 25.september var alþjóðlegur dagur þjálfarans og viljum við vekja athygli á góðu starfi þjálfaranna okkar og þakka þeim fyrir sín störf.


Fréttabréf listskautadeildar

Vorsýning

Sunnudaginn 26. maí héldum við hina árlegu vorsýningu listskautadeildar. Við viljum þakka öllum sem mættu og styrktu deildina með kaupum á miðum sem og í sjoppunni okkar. Einnig þökkum við öllum sjálfboðaliðum sem hjálpuðu til við undirbúning á sýningunni sem og að vera innan handa á sýningunni sjálfri. Án ykkar væri ekki hægt að gera þessar sýningar eða aðra viðburði.

Þema sýningarinnar að þessu sinni var hinn bleiki heimur Barbie. Um 122 iðkendur tóku þátt í sýningunni frá öllum getustigum – allt frá skautaskólakrökkum til afrekshóps og svo einnig þjálfarar deildarinnar. Var svellið fyllt af allskyns útgáfum af Barbie og Ken sem sýndu flotta takta í takt við tónlist úr nýlegri kvikmynd um Barbie.

Alls voru um 400 sem lögðu leið sína á báðar sýningarnar og var stemmingin mjög góð á þeim báðum. Við þökkum öllum þeim sem mættu á sýningarnar til að fylgjast með og styðja við iðkendur og deildina.

Kökubasar var á staðnum og gekk það mjög vel og þökkum við öllum þeim sem bökuðu fyrir basarinn ásamt þeim sem keyptu köku til stuðnings Listskautadeildarinnar. Frábært að sjá hvað var tekið vel í þennan kökubasar.

Í sjoppunni var í boði að kaupa sér vöfflur, popp og bleikt candyfloss sem sló heldur betur í gegn hjá börnunum sem og þeim fullorðnu.

Við viljum þakka styrktaraðilum sýningarinnar fyrir að hjálpa okkur í þessu ferli. Hafið Fiskverslun, Kids Coolshop, Myllan, Orkan, Rent-A-Party, World Class og Ölgerðin.

Eldri fréttir

Á föstudeginum fyrir sýninguna var hópur 1 boðið að koma fram á opnunarhátíð Ice Cup í tengslum við Special Olympics. Tóku þær því boði og sýndu atriðið úr vorsýningunni og stóðu sig mjög vel. Einnig voru iðkendur frá okkur fánaberar við inngöngu á hátíðinni. Var þetta skemmtileg reynsla fyrir hópinn sem fékk svo að hitta Guðna Th. Jóhannesson forseta.

Þann 20. apríl héldum við fjölskyldudag skautaskólans og heppnaðist hann mjög vel. Er þetta eitthvað sem við munum klárlega stefna á að gera aftur og sjáum fyrir okkur að þetta geti heppnast líka vel hjá öðrum hópum hjá okkur.

Fyrstu helgina í maí fór hópur frá okkur í keppnisferð til Riga í Lettlandi til að taka þátt í Volvo Open Cup. Mikil og góð reynsla sem keppendur fengu í þessari ferð og mun klárlega nýtast hópnum í framtíðarverkefnum.

Sumarbúðir

Deildin verður með sumarbúðir í júní og er skráning í gangi inn á XPS og eru hægt að nálgast upplýsingar HÉR og HÉR.

Boðið er upp á 3 vikur af námskeiðum og er skráð í hverja viku fyrir sig. Í annarri vikunni kemur Matteo Rizzo sem gestaþjálfari til okkar og erum við mjög spennt fyrir komu hans til okkar.

Svo munu nokkrir iðkendur fara erlendis í æfingabúðir erlendis í júlí og verður gaman að sjá hvað þau fá út úr þeirri ferð sem verður vonandi góð og skemmtileg ferð.

Næsta tímabil

Áætlað er að byrja æfingar á næstu önn fyrr heldur en venjan hefur verið. Nákvæm útfærsla er ekki komin en hún verður send út með eins miklum fyrirvara og við getum og reynum við að hafa það tilbúið sem allra fyrst.

Á næsta tímabili mun vera nýtt alþjóðlegt mót haldið hjá okkur í Egilshöllinni helgina 25.-27. október og verður mjög gaman að sjá það verða að veruleika hjá okkur.

Íslandsmót verður svo haldið í Egilshöllinni 29. nóvember til 1. desember og verður gaman að takast á við það verkefni og sjá hvar okkar skautarar standa miða við aðra iðkendur á Íslandi.

Sjálfboðaliðar

Við viljum byrja á því að þakka aftur kærlega fyrir þá sjálfboðaliða sem hjálpuðu til við að gera vorsýninguna að því sem hún varð. Takk kærlega fyrir.

Nú á næstunni er slatti sem að við þurfum aftur hjálp við frá ykkur frábæru sjálfboðaliðum. Tölvupóstar hafa verið sendir út á forráðamenn varðandi það að hjálpa til í kringum útihlaup á vegum m.a. ÍBR og þökkum við þeim sem hafa skráð sig nú þegar kærlega fyrir en ef það eru ennþá einhverjir sem vilja og hafa ekki skráð sig þá sláum við hendinni ekki á móti því.

Svo eins og komið var inn á fyrir ofan erum við að halda tvö stór mót með frekar stuttu millibili í Egilshöllinni og mun okkur vanta sjálfboðaliða á það. Það væri því frábært ef þið gætuð haft það bakvið eyrun þegar að því kemur að skrá sig sem sjálfboðaliða á þessi mót að við þurfum mjög margar hendur til að geta haldið þetta á þeim standardi sem þarf í svona mótum.

Þakkir fyrir tímabilið

Að lokum viljum við þakka kærlega fyrir tímabilið og sjáumst hress og kát í sumar og/eða í haust!


Fréttabréf Listskautadeildar

Norðurlandamót 

Keppni á Norðurlandamóti fór fram 1.-4. febrúar í Borås í Svíþjóð. Keppendur sem fóru frá Fjölni að keppa fyrir Íslands hönd voru Júlía Sylvía, Lena Rut, Berglind Inga og Elín Katla. 

Berglind Inga og Elín Katla hófu keppnina í Advanced Novice Girls flokki og voru þær báðar að taka þátt á sínu fyrsta Norðurlandamóti. 

Berglind Inga fékk 24,60 stig fyrir stutta prógrammið sitt og 18. sætið. Fyrir frjálsa prógrammið fékk hún 43,60 stig. Samanlagt skilaði þetta því Berglindi 68,20 stig og 18. sætinu í keppninni. 

Elín Katla byrjaði á því að fá 28,43 stig fyrir stutta prógrammið sitt og dugði það til 13. sætis eftir þann dag. Í frjálsa prógramminu fékk Elín svo 48,89 stig sem gaf henni 16. sætið með 77,32 heildarstig. 

Lena Rut í Junior Women flokki byrjaði á því að fá 29,01 stig fyrir sitt stutta prógram og skilaði það henni í 19. sætinu. Í frjálsa prógramminu sínu fékk Lena 58,57 stig sem gerir 87,58 heildarstig. Með þessu náði Lena Rut 18. sætinu í sínum flokki. 

Í þetta skiptið var Júlía Sylvía að keppa í fyrsta skipti í flokki Senior á Norðurlandamóti. Í stutta prógramminu fékk Júlía Sylvía 45,28 stig sem skilaði 8. sætinu. Þegar kom að frjálsa prógramminu fékk Júlía 75,70 stig fyrir. Með þessu fékk hún samanlagt 120,98 stig sem skilaði henni 9. sætinu að lokum. Má taka það fram að þetta eru hæstu stig sem íslenskur skautari hefur fengið á Norðurlandamóti. 

Að móti loknu fór fram sýning (e. Exhibition) þar sem skautaklúbburinn í bænum sá um sýningu og gesta skautarar sem keppt höfðu á Norðurlandamótinu tóku þátt. Júlía Sylvía fékk boð um að taka þátt í sýningunni og stóð hún sig frábærtlega þegar hún skautaði við útgáfu Kaleo af Vor í Vaglaskóg. 

Stjórnarskipti 

Þann 20. febrúar fór fram aðalfundur listskautadeildar Fjölnis. Á þessum aðalfundi fóru fram stjórnarskipti fyrir deildina. 

Nýja stjórn skipa:
Halldóra Hrund Guðmundsdóttir, formaður.
Ólöf Sólveig Björnsdóttir, gjaldkeri.
Guðrún Lillý Eyþórsdóttir, meðstjórnandi.
Gunnar Traustason, meðstjórnandi.
Ingibjörg G. Jónsdóttir, meðstjórnandi.
Tanya Helgason, meðstjórnandi. 

Úr fyrri stjórn minnkaði Gunnar Traustason við sig og fór hann úr formannsstöðu í meðstjórnenda. Einnig steig Tinna Arnardóttir til hliðar úr fyrri stjórn. 

Við þökkum fráfarandi stjórn kærlega fyrir þeirra framlag til listskautadeildarinnar og sjáum ykkur í kringum æfingar og keppnir! 

Vormót ÍSS  

Fyrstu helgina í mars fór fram Vormót ÍSS á Akureyri. Fjölnir fór í hópferð sem heppnaðist vel og skemmtu skautararnir sér mjög vel saman. Alls voru 14 keppendur í félagalínu og 10 keppendur ÍSS sem fóru fyrir hönd Fjölnis norður. 

Allir keppendur lögðu sig hart fram í að gera eins vel og þau gátu og voru félaginu til mikilla sóma á mótinu. Eins og áður að þá er ekki gefið upp í hvaða sæti keppendur lenda í í öllum keppnisflokkum. Í flokkum 6 ára-, 8 ára- og 10 ára og yngri eru ekki gefin upp úrslit en fá allir þátttökuviðurkenningu. 

Í flokki stúlkna 14 ára og yngri náði Lilja Harðardóttir að komast á pall og náði 2.sætinu. Marinó Máni vann flokkinn 15 ára og yngri drengir. 

Í Basic Novice lenti Arna Dís í 1. sæti með 31,85 stig eftir sína keppni. 

Í Advanced Novice voru tveir skautarar sem komust á pall frá okkur. Berglind Inga skilaði stutta prógrammi upp á 27,29 stig og frjálsa prógrammi upp á 42,48. Gerði þetta að verkum að hún fékk 69,77 stig og náði 2. sætinu. Elín Katla náði í 31,65 stig í sínu stutta prógrammi og 57,46 stig í því frjálsa. Með þessu náði hún 89,11 stig og 1.sæti í Advanced Novice 

Í Junior Women keppti Lena Rut. Hún fékk 41,17 stig í stutta prógramminu sínu og bætti við það 73,99 stigum í því frjálsa. Náði hún því 115,16 stigum og 1. sætinu í Junior Women. 

Við óskum öllum sem tóku þátt til hamingju með þá áfanga sem náðust og erum spennt að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér hjá okkar flottu skauturum. 

Bikarmeistarar 

Þar sem að okkar skautarar hafa staðið sig mjög vel á þessu tímabili höfum við verið að safna nóg af stigum í bikarkeppni félagana sem er í gangi yfir tímabilið. Efsti skautari frá hverju félagi í hverjum keppnisflokk safnar stigum fyrir sitt félag á ÍSS mótum yfir veturinn.  

Það er skemmst frá því að segja að með öllum þeim árangri sem skautarar Fjölnis náðu yfir veturinn að Fjölnir varð bikarmeistari tímabilið 2023-2024! 

Er þetta annað árið í röð sem listskautadeild Fjölnis nær þeim áfanga að vera bikarmeistari í listskautum og fá bikarinn til okkar í Egilshöllina!  

Eru allir skautarar og þjálfarar mjög vel að þessu komin og óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn! 

Sonia Henie Trophy 

Nú um liðna helgi fór fram Sonia Henie Trophy í Osló, Noregi. Voru sjö skautarar frá Fjölni sem kepptu á þessu móti. 

Í Basic Novice voru Arna Dís, Ermenga Sunna og Sóley Björt. Í Advanced Novice voru það Elín Katla, Berglind Inga og Elva Ísey sem tóku þátt og í Junior Women var Lena Rut frá Fjölni. 

Í basic novice var Arna Dís með 34,40 stig fyrir sitt prógramm sem skilaði henni í 5.sæti á mótinu. Ermenga Sunna fékk 32,89 stig og með því 6.sætið. Sóley Björt fékk 16,01 stig og endaði í 25.sætinu. 

Berglind Inga fékk 23,62 stig fyrir stutta prógrammið og 42,87 fyrir frjálsa prógrammið. Skilaði þetta henni 25.sætinu með 66,49 stig. 

Elva Ísey fékk fyrir sitt stutta prógram 19,23 stig og fyrir frjálsa prógrammið fékk hún 35,65 stig sem skilaði henni 28.sæti með 54,88 stig. 

Elín Katla byrjaði stutta prógrammið með 29,85 stig og fékk hún svo 51,99 stig fyrir frjálsa prógrammið sitt sem skilaði henni 11. sætinu með 81,84 stig. 

Í Junior Women byrjaði Lena með því að fá 34,20 stig í stutta prógramminu. Í frjálsa prógramminu fékk hún svo 73,79 stig sem skilaði henni 18. sæti með 107,99 stig. 

Óskum þeim öllum til hamingju með árangur sinn. 

Framundan hjá deildinni 

Svellið í Egilshöll verður lokað í kringum páskana og því verða ekki æfingar frá fimmtudeginum 28.mars til og með mánudeginum 1.apríl. Byrja því æfingar eftir páska á venjulegu prógrammi þann 2.apríl. 

Helgina 20.-21.apríl mun SR halda mót og mun tilkynning koma von bráðar þar sem óskað er eftir upplýsingum um hverjir vilja taka þátt sem og upplýsingar um greiðslu fyrir það mót.

Mikið líf og fjör hefur verið á æfingum hjá skautaskólanum núna eftir áramót og er gaman að sjá hversu flottir krakkar eru að æfa og hafa gaman hjá okkur í þessum tímum. Það verður svakalega spennandi að sjá hvernig þessir krakkar munu vaxa og dafna í íþróttinni og vonum við eftir því að sem flest af þeim muni taka þátt í vorsýningunni okkar. 

Nú fer allt að fara á fullt að undirbúa vorsýninguna okkar í Fjölni en hún fer fram sunnudaginn 26. maí á skautasvellinu í Egilshöll. 

Bráðlega verður send út tilkynning á forráðamenn þar sem að hægt er að skrá þá skautara sem að vilja taka þátt í sýningunni. Mun það vera krafa á þá skautara sem ætla sér að taka þátt að þau séu skráð á ákveðið margara æfingar til að ná öllum breytingum og öllu sem kemur að sýningunni. En þessar upplýsingar munu koma fram í skráningarpóstinum sem verður sendur út. 

Einnig er verið að undirbúa sumarnámskeið á svellinu og er planið að vera 3 vikur í júní. Þegar allar upplýsingar eru komnar til okkar til að vinna úr að þá verður send út tilkynning með öllum upplýsingum. 


Fjölnir Bikarmeistarar ÍSS 23-24

Fjölnir eru bikarmeistarar ÍSS í listskautum 2023-24! 🏆⛸️

Vormót ÍSS fór fram í Skautahöllinni á Akureyri 1-3. mars. Mótið var síðasta mót tímabilsins og voru Bikarmeistarar krýndir í lok móts eins og vant er orðið. Félög safna stigum á mótum ÍSS yfir keppnisveturinn og tekur efsti keppandi frá hverju félagi stig fyrir félag sitt sem eru svo lögð saman eftir veturinn. Það félag sem stendur uppi með flest stig er bikarmeistari. Þegar búið var að skoða úrslit mótsins var ljóst að listskautadeild Fjölnis stóð uppi sem sigurvegari Bikarmótaraðar 2024 með 116 stig. Þetta er í annað sinn sem Fjölnir fær bikarinn!

Við óskum ykkur innilega til hamingju með árangurinn!!

#FélagiðOkkar 💛💙


Sumarstörf Fjölnis 2024

Við höfum opnað fyrir umsóknir í sumarstörf Fjölnis 2024. Öllum umsóknum verður svarað.

Við bjóðum upp á fjölbreytt störf fyrir 15-25 ára. Í boði er að vinna á íþróttasvæðinu í Dalhúsum, á sumarnámskeiðum deilda ásamt fjölgreinanámskeiði félagsins.
Umsækjendur geta hakað við það starf sem þeir óska eftir, það er í boði að velja fleiri en eitt starf, t.d. að starfa á knattspyrnu- og listskautanámskeiðum.

Vinnutímabil fyrir 15-16 ára er samtals 105 tímar. Samið er um vinnutíma þegar ráðning liggur fyrir. Umsækjendur þurfa einnig að sækja um hjá Vinnuskólanum.Vinnutímabil fyrir 17-25 ára fer eftir nánara samkomulagi þegar ráðning liggur fyrir. Umsækjendur þurfa einnig að sækja um hjá Hinu Húsinu.

Laun eru greidd út samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborgar.

Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofa Fjölnis á sumarnamskeid@fjolnir.is.

 

Skráning fer fram hér:

https://forms.office.com/pages/responsepage.aspx?id=tQYbx3SIz0emX0cicrdwf9xPGYOlIM5Fo5kx7iGGC7RUN1pFRlBEM1dJS0NIM1BMTllKTU9JU0NZTS4u

#FélagiðOkkar

 

 


Janúar fréttabréf - RIG, Nordics og byrjun annar

RIG 2024

Advanced Novice Women

Það voru þrír keppendur frá Fjölni sem kepptu í Advanced Novice flokki sem innihélt einnig skautara frá Hollandi, Ítalíu og Frakklandi. Voru alls 11 keppendur í flokkinum. Berglind Inga, Elín Katla og Elva Ísey voru keppendurnir sem hófu keppni á föstudeginum með stutta prógramminu og kláruðu svo frjálsa prógrammið á laugardeginum.

Berglind Inga byrjaði föstudaginn á því að fá 23.45 stig fyrir sitt prógram á föstudeginum. Á laugardeginum fékk Berglind svo 43.79 stig fyrir frjálsa prógrammið og endaði því með 67.23 heildarstig.

Elín Katla fékk 29.29 stig fyrir sitt stutta prógram á föstudeginum. Í frjálsa prógramminu á laugardeginum fékk hún 53.71 stig fyrir sitt framlag á svellinu og endaði hún því á að fá 83.00 stig sem tryggði henni 3.sætið á mótinu!

Elva Ísey tók föstudaginn og fékk 20.56 stig fyrir stutta prógrammið. Á laugardeginum tók hún ásamt öðrum frjálsa prógrammið og fékk fyrir það 31.85 stig og endaði því með 52.41 heildarstig.

Junior Women

Lena Rut var okkar fulltrúi í Junior Women flokki þar sem að 7 keppendur frá Finnlandi, Filipseyjum, Argentínu, Bretlandi og Danmörku tóku þátt. Á laugardeginum hóf Junior flokkur keppni á RIG með stutta prógramminu. Fékk Lena 39.25 stig fyrir sitt stutta prógramm. Á sunnudeginum tók hún svo frjálsa prógrammið þar sem hún fékk 65.54 stig. Með þessu endaði hún með heildarstig upp á 104.79 stig sem skilaði henni 4.sætinu á mótinu.

Senior Women

Fulltrúi Fjölnis í Senior Women flokki var Júlía Sylvía og keppti hún ásamt 3 öðrum keppendum frá Indlandi, Hollandi og Danmörkur. Stutta prógrammið var tekið á laugardeginum og fékk Júlía 40.35 stig fyrir sitt prógram. Á sunnudeginum var svo frjálsa prógrammið tekið þar sem að Júlía fékk 87.92 stig. Með þessu fékk hún 128.27 heildarstig. Með því náði hún að tryggja sér sigur á seinni degi og endaði í 1.sæti í Senior Women.

Er þetta í fyrsta skipti sem að íslenskur skautari fær gullverðlaun í Senior flokki á alþjóðlegu móti á listskautum!

Interclub

Það voru sex skautarar frá Fjölni sem tóku þátt í Interclub móti RIG. Arna Dís, Ermenga Sunna og Sóley Björt tóku þátt í Basic Novice Girls flokki. Maxime og Suri Han tóku þátt í Cubs flokki og svo var Elisabeth Rós í Chicks flokki.

Allir þessir flokkar fóru fram á föstudeginum og var það Elisabeth Rós í Chicks flokk sem tók á skarið fyrir okkar hóp. Næsti hópur þar á eftir var svo Cubs flokkur þar sem að Maxime og Suri fóru á svellið og sýndu sína takta. Efnilegir skautara sem voru þarna á ferðinni og góð reynsla fyrir framtíðina þeirra.

Næst var það Basic Novice flokkurinn sem innihélt 15 keppendur frá Íslandi, Frakklandi, Hollandi, Ítalíu og Danmörku. Arna Dís fór fyrst á svellið og stóð sig með mikill príði og endaði með 33.20 stig sem skilaði henni 3.sæti í sínum flokki og þar af leiðandi sæti á verðlaunapallinum. Sóley Björt var næst af okkar skauturum á svellið og endaði hún á að fá 18.84 stig fyrir sitt prógram sem skilaði henni 14.sæti. Seinust var Ermenga Sunna sem tók sitt prógram og fékk hún 30.17 stig fyrir það og endaði í 4.sæti.

Góð reynsla fyrir okkar skautara og óskum við þeim til hamingju með árangur sinn!

Norðurlandamót

Næst á dagskrá er Norðurlandamót í Svíþjóð sem fer fram 1.-4. febrúar. Í þeirri ferð er Fjölnir með fjóra keppendur og eru það Elín Katla og Berglind Inga sem taka þátt í Advanced Novice Women, Lena Rut sem tekur þátt í Junior Women og Júlía Sylvía sem tekur þátt í Senior Women. Hvetjum við ykkur til að fylgjast með á okkar miðlum sem og miðlum Skautasambandsins (skatingicelandofficial á instagram; Skautasamband Íslands – ÍSS á Facebook).

Byrjun annar

Rétt eftir áramót hófst ný önn hjá okkur og hefur hún farið vel af stað. Fjöldinn allur af ungum og efnilegum skauturum hafa lagt leið sína í skautaskólann. Allt frá algerum byrjendum og yfir í skautara sem eru við það að komast í næsta hóp.

Fyrir þau sem eru að spá í að skrá sig er hægt að fá allar upplýsingar um hvernig það er gert hér.

Eins til að fá upplýsingar um æfingartíma hjá okkur er hægta að ýta hér.


Desember fréttabréf listskautadeildar

Jólasýningin

Við viljum byrja á því að þakka öllum sem gáfu sér tíma í að koma á jólasýninguna okkar seinast liðinn laugardag. Þar sem að þessar sýningar eru fjáröflun fyrir deildina okkar þá var frábært að sjá hversu margir mættu að fylgjast með og skemmta sér með okkur á þessari jólasýningu. Mætingin það góð að það þurfti að bregðast við þar sem að stúkan fylltist og enn þá einhverjir sem áttu eftir að koma inn og var stólum komið inn í Íssal og fyrir ofan stúkan svo dæmi sé tekið.

Einnig þökkum við öllum fyrir sem tóku þátt í happdrættinu hjá okkur og var þátttakan þar einnig mjög flott.

Síðast en alls ekki síst viljum við þakka þeim sjálfboðaliðum sem hjálpuðu okkur að láta þessa sýningu verða að veruleika. Án sjálfboðaliða í svona verkefnum væri ekki hægt að setja upp svona flotta dagskrá og vonum við að sem flestir gefi kost af sér í framtíðar verkefni hjá okkur! Takk þið!

Skautarar ársins.

Nú á dögunum var valið íþróttafólk ársins hjá Fjölni og hefur verið komið inn á það á síðum tengt félaginu. Í ár var það hún Lena Rut Ásgeirsdóttir sem var valin skauta kona ársins hjá okkur í Fjölni. Við óskum Lenu innilega til hamingju með það!

Einnig var Skautasamband Íslands að velja skautara ársins og var það hún Júlía Sylvía Gunnarsdóttir sem fékk þann heiður þetta árið. Við óskum Júlíu innilega til hamingju með það!

RIG og Nordics

26.-28. Janúar munu RIG leikarnir fara fram í Laugardalnum og verðum við að sjálfsögðu með keppendur þar. Við munum kynna þá keppendur til leiks þegar nær dregur.

Beint á eftir því eða 1.-4. Febrúar munu Nordics fara fram í Svíþjóð og voru fjórir keppendur valdir frá Fjölni til þess að taka þátt. Þau sem munu fara eru Júlía Sylvía í Senior Women, Lena Rut í Junior Women, Elín Katla og Berglind Inga i Advanced novice.

Hátíðarkveðjur

Að lokum viljum við þakka öllum fyrir komandi tímabil og hlökkum til að sjá alla aftur hjá okkur á næstu önn. Við óskum ykkur öllum gleðilegra hátíðar og gleðilegt nýtt ár. Vonandi að þið munið hafa það mjög gott um hátíðirnar og sjáumst fersk eftir áramót!


Íslands- og Íslandsmeistaramót ÍSS á Akureyri 24.-26.nóv

Íslands- og Íslandsmeistaramót ÍSS á Akureyri 24.-26.nóv

Seinustu helgi fór fram Íslands- og Íslandsmeistaramót ÍSS á Akureyri og að sjálfsögðu voru keppendur frá Fjölni á staðnum. Í þetta skiptið voru 10 keppendur sem kepptu fyrir okkar hönd. Elisabeth Rós tók þátt í Chicks flokkinum og Suri Han í Cubs flokki. Í Basic Novice voru það Arna Dís, Ermenga Sunna og Sóley Björt sem fóru fyrir Fjölnis hönd. Ísabella Jóna og Tanja Rut tóku þátt í Intermediate Women flokki. Advanced Novice keppendur voru Berglind Inga, Elva Ísey og Elín Katla. Lena Rut tók þátt í Junior Women flokki og Júlía Sylvía var í Senior Women flokkinum.

Á laugardeginum voru Basic Novice, Intermediate Women sem kláruðu sína keppni. Í Basic Novice lenti Ermenga Sunna í 2. sæti og Arna Dís náði 1.sætinu. Í Intermediate Women náði Tanja Rut 2. Sætinu. Allir keppendur í Basic Novice bættu sig frá haustmótinu sem var haldið í september.

Iðkendur Fjölnis í Cubs og Chicks tóku sinn keppnisdag á sunnudeginum og stóð þær sig með mikilli prýði.

Advanced Novice, Junior Women og Senior Women tóku stutta prógrammið sitt á laugardeginum og var árangurinn þar flottur. Eftir að Chicks og Cubs höfðu lokið sér af á sunnudeginum tók við frjálsa prógrammið hjá Advanced Novice, Junior Women og Senior Women.

Eftir frjálsu prógrömmin var komin heildarmynd hjá þessum flokkum. Í Advanced Novice endaði Berglind Inga í 3.sæti og Elín Katla tók 2.sætið. Elín Katla, Berglind og Elva Ísey bættu sig frá því á haustmótinu í september.

Eftir fyrri daginn var Lena Rut í fyrsta sæti í Junior Women flokkinum og eftir frjálsa prógrammið þá hélt hún fyrsta sætinu örugglega og bætti árangur sinn í heildarstigum frá Haustmótinu sem var haldið í september. Með þessu varð Lena því Íslandsmeistari í Junior flokki árið 2023!

Júlía Sylvía lokaði sunnudeginum með því að taka frjálsa prógrammið í Senior Women og stóð sig mjög vel og bætti hún sig í heildarstigum frá Haustmótinu frá því í september. Júlía Sylvía endaði sem Íslandsmeistari í Senior Women flokki árið 2023!

Við óskum öllum keppendum til hamingju með árangur sinn þessa helgi og fylgjumst spennt með næstu skrefum!

#FélagiðOkkar


Fréttabréf Listskautadeildar

Landsliðsfréttir

Um miðjan október var landsliðsverkefni á vegum ÍSS á Diamond Spin mótinu í Katowice, Póllandi. Áttum við í Fjölni þrjá keppendur sem tóku þátt fyrir hönd Íslands á því móti en það voru Elín Katla í advanced novice flokki, Lena Rut í Junior flokki og Júlía Sylvía í Senior flokki.

Við óskum þeim til hamingju með valið í landsliðið!

Elín Katla endaði í 13.sæti með 77.25 stig í advanced novice flokkinum.
Lena Rut endaði í 12.sæti með 94.06 stig í Junior flokkinum.
Júlía Sylvía endaði í 3.sæti með 112.21 stig í Senior flokki.

Volvo Cup

Helgina 3.-5. nóvember fóru 8 keppendur á vegum Fjölnis á Volvo Cup í Riga, Lettlandi. Elva Ísey, Berglind Inga og Elín Katla kepptu í advanced Novice flokki. Ermenga Sunna, Sóley Björt og Arna Dís kepptu í basic Novice flokki. Lena Rut keppti í junior flokki og Júlía Sylvía í senior flokki.

Advanced Novice hópurinn fór fyrst á svellið af okkar keppendum. Berglind Inga endaði með því að fá 60.65 stig og endaði í 27.sæti, Elín Katla endaði með 83.27 stig og bætti sig frá bæði Haustmótinu sem haldið var í septmber sem og landsliðs verkefninu sem hún fór í í október. Endaði Elín í 10.sæti. Elva Ísey fékk 62.57 stig, bætti hún sig frá haustmótinu og endaði í 25.sæti á Volvo Cup.

Basic Novice hópurinn keppti á sunnudeginum. Arna Dís fékk 31.76 stig og endaði í 18.sæti, Ermenga Sunna var með 28.35 stig í 23.sæti og Sóley Björt fékk 19.04 stig í 29.sæti. Bættu þær sig allar frá því á Haustmótinu sem var haldið í september.

Junior og Senior flokkarnir fóru fram á föstudegi og laugardegi. Lena Rut fékk 106.10 stig og endaði hún í 19.sæti í Junior flokkinum. Júlía Sylvía fékk 127.94 stig og endaði í 8.sæti í Senior flokki. Bæði Lena og Júlía bættu sig frá haustmótinu sem og frá landsliðsverkefninu sem þær fóru í um miðjan október.

Allar stelpurnar fengu góða reynslu af þessum tveimur mótum seinasta mánuðinn og nýtist þeim klárlega fyrir framtíðarverkefni.

Skautaskólinn

Skautaskólinn hefur farið vel af stað og er góð stemming og góð mæting á þær æfingar. Algerir byrjendur eru að stíga sín fyrstu skref í listskautum í skautastkólanum ásamt þeim sem eru nýlega byrjuð og eru að þróa sína hæfni á skautum. Skautaskólinn er á miðvikudögum klukkan 16:20-17:00 og laugardaga klukkan 12:20-13:00. Hægt er að skrá sig í skautaskólann í gegnum XPS appið. Hægt er að nálgast upplýsingar um hvernig er hægt að skrá sig hér.

Halloween skautapartí

Laugardaginn 4.nóvember héldum við svo Halloween skautapartí á skautasvellinu í Egilshöll. Það var góð mæting og var mjög skemmtilegt og hræðilegt á sama tíma hjá okkur og þeim sem lögðu leið sína til okkar. Við þökkum öllum sem lögðu leið sína í Egilshöllina og höfðu gaman með okkur.

Hvað er framundan?

Það er nóg um að vera hjá okkur á næstunni fyrir utan auðvitað venjulegar æfingar. Íslandsmót ÍSS verður haldið á Akureyri helgina 24.-26. nóvember og munum við að sjálfsögðu senda keppendur þangað.

Það verður svo jólasýning hjá okkur 16. desember og vonumst við eftir því að sjá sem flest á þeirri sýningu. Hún verður auglýst þegar nær dregur og þá með meiri upplýsingum.

Nýr þjálfari

Eins og margir hafa vafalaust tekið eftir hóf nýr þjálfari störf hjá okkur í byrjun þessa tímabils. Hún Viktória Šabová kom til liðs við okkur frá Slóvakíu. Þar hafði hún verið að þjálfa seinustu ár ásamt því að hafa sjálf verið að æfa listskauta í yfir 12 ár.

Hún er ásamt því að vera þjálfari hjá okkur í fjarnámi í lögfræði við háskólann í Manchester.

Við erum mjög glöð með að hún hafi ákveðið að koma til liðs við okkur og er hún góð viðbót í þjálfara teymið okkar. Við bjóðum hana að sjálfsögðu velkomna til Íslands og í Fjölni!


Haustmót ÍSS - Úrslit

Um liðna helgi fór haustmót ÍSS fram í Egilshöll og gekk það vel fyrir sig. Margir keppendur voru frá Fjölni á mótinu og voru allir til fyrirmyndar fyrir félagið og sjálft sig.

Árangurinn var flottur og voru margir keppendur sem komust á pall eftir keppni helgarinnar.

  • Perla Gabríela tryggði sér 3.sætið í flokki 12 ára og yngri í félagalínunni.

Í flokkum ÍSS vantaði ekki upp á árangurinn.

  • Í Intermediet Women voru tveir keppendur á palli. Rakel Sara tók 2.sætið og Tanja Rut tryggði sér 1.sætið.
  • Arna Dís tryggði sér 2.sæti í Basic Novice.
  • Elín Katla tryggði sér 1.sætið í Advanced Novice.
  • Lena Rut tryggði sér 1.sætið í Junior Women.
  • Júlía Sylvía tryggði sér 1.sætið í Senior Women

Óskum við þeim öllum til hamingju með árangurinn.

Að lokum viljum við þakka öllum sem lögðu sér leið í Egilshöll að fylgjast með mótinu sem og sjálfboðaliðum fyrir þeirra vinnu.