Baldur Már Stefánsson tekur við meistaraflokki karla í körfubolta
Að auki hefur Baldur komið víða við í þjálfun, þar á meðal hjá Stjörnunni og Breiðablik síðustu ár, sem og starfað sem aðstoðarþjálfari hjá yngri landsliðum Íslands á síðustu árum og unnið með ungum og efnilegum leikmannahópum.
,,Ég er gríðarlega spenntur fyrir verkefninu, ég átti tvö frábær ár hérna í Grafarvoginum og líður mjög vel að koma aftur inn í Dalhús. Þetta er skemmtilegur leikmannahópur og ég hlakka mikið til að hefjast handa og byrja að vinna með þessum strákum," sagði Baldur við tilefnið.
Við bjóðum Baldur Má velkominn á ný í Grafarvoginn!
Tveir ungir leikmenn semja við körfuknattleiksdeild Fjölnis
Körfuknattleiksdeild Fjölnis hefur samið við tvo unga og efnilega leikmenn félagsins, þá Kjartan Karl Gunnarsson og Garðar Kjartan Norðfjörð, um að leika með meistaraflokki á komandi tímabili.
Báðir leikmenn hafa verið hluti af meistaraflokki Fjölnis á síðustu misserum og spilað alla yngri flokka félagsins með miklum árangri.
Kjartan, sem hefur leikið með Fjölni frá unga aldri, hefur sýnt ótrúlegan þrótt og hæfileika á vellinum.
Garðar, einnig með djúpar rætur í félaginu, hefur einnig skarað fram úr í yngri flokkum.
Þeirra framlag til yngri flokka hefur verið mikilvægt og hafa báðir sýnt og sannað góðan leikskilning og hæfni á vellinum og gert þá að lykilmönnum í sínum árgöngum.
Við hlökkum til að fylgjast með þeim Kjartani og Garðari í vetur og sjá þá taka þátt í spennandi verkefni meistaraflokks Fjölnis.
Fjölnir semur við Sæþór Elmar Kristjánsson
Sæþór Elmar Kristjánsson hefur skrifað undir samning við Fjölni um að leika með liðinu í 1. deild á komandi leiktíð.
Sæþór Elmar lék á síðasta tímibili með Hetti Egilsstöðum. Sæþór er uppalinn í ÍR þar sem hann hefur leikið lengst af sínum ferli.
„Það er mikill heiður að fá Sæþór til okkar,“ sagði Borche Ilievski þjálfari Fjölnis. „Hann er reynslumikill leikmaður sem er þekktur fyrir frábæra skothæfileika sína og við erum spenntir að fá hann í okkar leikmannahóp.“
Fjölnir býður Sæþór kærlega velkominn í Grafarvoginn!
Arnþór Freyr og Gunnar komnir aftur heim!
Körfuknattleiksdeild Fjölnis hefur gert samninga við tvo uppaldna Fjölnismenn, Arnþór Freyr Guðmundsson (Addú) og Gunnar Ólafsson, sem munu leika með liðinu í 1. deild karla á komandi tímabili. Báðir leikmenn skrifuðu undir samninga við félagið í dag.
Gunnar Ólafsson kemur til liðsins frá Fryshuset Basket í Svíþjóð þar sem hann hefur leikið síðustu tvö ár. Fyrir þá tíma lék Gunnar með Stjörnunni á tímabilinu 2019-2022, ásamt því að spila fyrir LEB Oro clun Oviedo CB á Spáni. Hann hefur einnig leikið tvö tímabil fyrir Keflavík, það fyrra 2013-2014 áður en hann hélt í bandaríska háskólaboltann þegar hann lék með St. Francis College í fjögur ár, og það síðara að námi loknu tímabilið 2019-2020. Gunnar spilaði fyrir íslenska landsliðið á árunum 2017 til 2019.
Addú, sem einnig er uppalinn í Fjölni, lék með Stjörnunni frá árinu 2015 eftir að hafa leikið fyrir Tindastól sama ár. Addú lék einnig á árum áður í EBA deildinni á Spáni þegar hann spilaði bæði með Albacete og Alcázar þar í landi áður en hann snéri aftur til Fjölnis tímabilið 2014-2015.
Báðir leikmenn eru vel stemmdir fyrir komandi tímabili. “Ég er virkilega ánægður að vera kominn heim í Grafarvoginn. Mér líst vel á hópinn og er spenntur fyrir komandi tímabili og hlakka til að taka þátt í því verkefni að koma Fjölni upp í efstu deild, þá sérstaklega fyrir hann Matta heitinn,” sagði Addú. Gunnar var því sammála og sagðist spenntur fyrir tímabilinu: “Ég er mjög ánægður að vera kominn heim í uppeldisfélagið.”
Borche Ilievski þjálfari liðsins var að vonum ánægður með fréttir dagsins og sagði þá Addú og Gunnar styrkja liðið til muna. “Strákarnir eru frábær viðbót fyrir Fjölni. Addú er mikill leiðtogi innan sem utan vallar og munum við stóla á hann til að móta andrúmsloftið á vellinum og vera yngri og eldri leikmönnum innan handar. Hann er einnig mikill "playmaker" og góður varnarmaður auk þess sem hann getur skotið vel utan af velli. Gunnar er frábær varnarmaður og gríðarlega mikilvæg viðbót í liðið okkar því hann getur auk þess skotið vel að utan sem og keyrt á körfuna. Hann hefur verið einn af betri varnarmönnum landsins í efstu deild og hæfni hans til að verjast í mörgum stöðum og vinna úr ógnunum verður ómetanlegt fyrir okkur.”
Fjölnir býður þá Gunnar og Arnþór velkomna aftur í Grafarvoginn!
#FélagiðOkkar
Átta frá Fjölni í lokahópi yngri landsliða í körfubolta!
Átta frá Fjölni í lokahópi yngri landsliða í körfubolta!
Sumarstörf Fjölnis 2024
Við bjóðum upp á fjölbreytt störf fyrir 15-25 ára. Í boði er að vinna á íþróttasvæðinu í Dalhúsum, á sumarnámskeiðum deilda ásamt fjölgreinanámskeiði félagsins. Umsækjendur geta hakað við það starf sem þeir óska eftir, það er í boði að velja fleiri en eitt starf, t.d. að starfa á knattspyrnu- og listskautanámskeiðum.
Vinnutímabil fyrir 15-16 ára er samtals 105 tímar. Samið er um vinnutíma þegar ráðning liggur fyrir. Umsækjendur þurfa einnig að sækja um hjá Vinnuskólanum.Vinnutímabil fyrir 17-25 ára fer eftir nánara samkomulagi þegar ráðning liggur fyrir. Umsækjendur þurfa einnig að sækja um hjá Hinu Húsinu.
Laun eru greidd út samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborgar.
Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofa Fjölnis á sumarnamskeid@fjolnir.is.
https://forms.office.com/pages/responsepage.aspx?id=tQYbx3SIz0emX0cicrdwf9xPGYOlIM5Fo5kx7iGGC7RUN1pFRlBEM1dJS0NIM1BMTllKTU9JU0NZTS4u
#FélagiðOkkar
Fulltrúar Fjölnis í æfingahópum yngri landsliða í körfubolta
Það gleður okkur að tilkynna að eftirtaldir leikmenn okkar hafa verið valdir áfram í næstu æfingahópa yngri landsliða KKÍ. Þar hafa verið valdir minni æfingahópar í kjölfar æfinganna í desember sl. hjá fyrstu stóru hópunum en næst verða æfingar hjá liðunum 16.-18. febrúar.
Um er að ræða leikmenn liða U15, U16, U18 drengja og stúlkna auk U20 karla og kvenna.
Við vorum að fá þessar gleðilegu fréttir inn á borð hjá okkur í körfunni og sendum hamingjuóskir á okkar frábæru iðkendur sem eru nú einu skrefi nær lokaúrtaki í verkefni sumarsins hjá yngri landsliðunum.
Við erum ótrúlega stolt af okkar unga fólki og metnaðnum þeirra
Áfram Fjölnir!
Fulltrúar Fjölnis í æfingahópum yngri landsliða í körfubolta
**Uppfært** Á upptalninguna vantaði Guðmund Aron Jóhannesson í U20 og Helenu Rut Ingvarsdóttur í U15
Þjálfarar landsliða U15, U16, U18 drengja og stúlkna og U20 karla og kvenna hafa nú valið og boðað sína fyrstu æfingahópa sem æfa um miðjan desember. Þetta eru fyrstu stóru æfingahóparnir hjá hverju liði en upp úr þessum hópum verður svo valið í næstu minni æfingahópa sem koma til æfinga í febrúar næstkomandi.
Öll liðin hafa verkefni á komandi sumri en þá munu U15 liðin fara í mót eða verkefni með Norðurlöndunum og svo eru U16, U18 og U20 öll að fara á NM í lok júní og byrjun júlí og svo halda þau öll á EM mót FIBA hvert um sig í kjölfarið. Öll íslensku liðin leika í B-deild Evrópumótsins nema U20 karla sem leika í A-deild líkt og í fyrra. Í A-deildum eru eingöngu topp 16 landsliðin í hverjum árgangi ár hvert og 2-3 lið fara upp og niður milli ára, og þá eru öll önnur lönd í B-deildunum, auk nokkurra í C-deildum.
Innilega til hamingju og gangi ykkur vel!
Körfuknattleiksdeild Fjölnis semur við Raquel Laneiro
Körfuknattleiksdeild Fjölnis semur við Raquel Laneiro
Raquel er 22 ára bakvörður. Kemur frá portúgal og er 170cm á hæð. Hún er landsliðsmaður í sínu heimalandi ásamt að hafa spila fyrir yngri flokka landsliðs
Raquel spilaði fyrir Njarðvík á síðasta tímabili og gerði þar vel. Hún var með 16 stig að meðaltali 5 fráköst og 6 stoðsendingar
Bjóðum Raquel velkomna í voginn
Körfuknattleiksdeild Fjölnis semur við Kristófer Má Gíslason
Fjönir hefur krækt í Kristófer Má Gíslason sem er 26 ára vængmaður sem hefur leikið stórt hlutverk með liði Skallagríms. Hann spilaði með Ármanni á síðustu leiktíð, er verulega góð þriggja stiga skytta og alhliða leikmaður.
Hann kemur til með styrkja ungt og gott lið Fjölnis mikið með reynslu sinni úr úrvalsdeildinni og 1. deild.
Nú er myndin að skýrast í Grafavoginum og Kristófer púsl í þeirri mynd að gera Fjölni að sterku liði næsta tímabil í 1. deildinni.
Við bjóðum Kristófer Má velkominn til okkar og væntum mikils af honum fyrir komandi átök.