Bjarni Þór Hafstein framlengir við Fjölnir

Bjarni Þór Hafstein framlengir við Fjölnir

Bjarni Þór Hafsteinn hefur framlengt samning sinn við Fjölni

Bjarni Þór, sem er uppalinn hjá Breiðablik, kom til liðsins frá Víkingi Ólafsvík vorið 2022. Í sumar lék hann 22 leiki með Fjölni og skoraði í þeim 5 mörk. Bjarni Þór er tæknilega sterkur leikmaður sem getur bæði spilað sem bakvörður og kantmaður, en í sumar lék hann helst sem kantmaður.

Það er mikil ánægja að sjá Bjarna Þór framlengja við Fjölni og hafði Birgir Birgison, rekstarstjóri knattspyrnudeildar þetta að segja um málið: “Bjarni er einfaldlega frábær leikmaður og gefur liðinu okkar einstök gæði. Hann er sterkur í klefanum og mikilvægur hlekkur innan innan liðsins. Þetta eru frábærar fréttir að sjá hann framlengja við liðið”.

Við hlökkum til að sjá meira af Bjarna Þór á vellinum næsta sumar! Áfram Fjölnir!


Kristófer Dagur í Val

Kristófer Dagur í Val

Kristófer Dagur hefur kvatt Fjölni en hann samdi í dag við Knattspyrnufélagið Val.

Kristófer Dagur, sem er uppalin Fjölnismaður, spilaði 18 leiki og skoraði í þeim fimm mörk síðasta sumar. Auk þess að hafa spilað fyrir Fjölni síðustu ár spilaði hann einnig með venslafélagi liðsins, Vængjum Júpíters, þar sem hann steig sín fyrstu skref í meistaraflokki.

Við þökkum Kristófer Degi kærlega fyrir hans framlag til félagsins og óskum honum góðs gengis á nýjum vettvangi.


Fréttir af meistaraflokki karla

Fréttir af meistaraflokki karla

Á laugardaginn lék liðið æfingaleik í Kórnum gegn HK þar sem Fjölnir vann öruggan 3–1 sigur. Viktor Andri skoraði tvö marka okkar og Einar Örn bætti við því þriðja.

Á sunnudeginum tók liðið svo þátt í seinni umferð Íslandsmótsins í futsal. Liðið vann alla leiki í fyrri umferðinni og bætti við tveimur sigrum og einu tapi núna um helgina. Með þeim árangri tryggði Fjölnir sér efsta sæti riðilsins og þar með sæti í undanúrslitum í janúar. Í riðlinum voru Ísbjörninn, Afríka og sameiginlegt lið Skallagríms og Kára.

Næsti leikur strákanna er í Reykjavíkurmótinu og fer fram í Egilshöll næstkomandi mánudag gegn Fram. Leikurinn hefst kl. 19:45 og verður auglýstur nánar þegar nær dregur.


Skötuveisla knattspyrnudeildar

Skötuveisla knattspyrnudeildar fer fram 22. desember

Sunnudaginn 22. desember blæs knattspyrnudeild Fjölnis til heljarinnar skötuveislu frá klukkan 18:00 til 20:00 í skrifstofuhúsnæði gömlu áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi, Gufunesvegi 17. Boðið verður upp á skötu og saltfisk með öllu tilheyrandi.

Miðaverð er 5990 krónur fyrir fullorðna og 3990 krónur fyrir 16 ára og yngri.

Við hvetjum alla til að kíkja á þennan viðburð!

Kaupa miða

Sigurjón Daði og Árni Elvar yfirgefa Fjölni

Sigurjón Daði og Árni Elvar yfirgefa Fjölni

Nú á dögum héldu þeir Sigurjón Daði og Árni Elvar á ný mið.

Árni Elvar kom til liðsins fyrir síðasta tímabil frá Þór og spilaði 12 leiki fyrir liðið í deild og bikar síðasta sumar. Sigurjón Daði, sem er uppalinn í Fjölni, spilaði 13 leiki í Lengjudeildinni síðasta sumar. Hann hefur verið hluti af meistaraflokki félagsins síðustu ár og á þeim tíma spilað 88 leiki í deild og bikar.

Við þökkum báðum leikmönnum fyrir þeirra framlag til félagsins og óskum þeim góðs gengis á nýjum vettvangi.


Viktor Andri Hafþórsson semur við Fjölni

Viktor Andri Hafþórsson semur við Fjölni

Viktor Andri, sem er uppalin Fjölnismaður, hefur samið við Fjölni en hann kemur til félagsins frá Þrótti Reykjavík.

Viktor Andri er 24 ára sóknarmaður sem hefur spilað 152 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 27 mörk. Viktor Andri spilaði upp alla yngri flokka Fjölnis og spilaði með meistaraflokki félagsins til ársins 2022 þegar hann gekk til liðs við Keflavík. Síðustu tvö tímabil hefur hann spilað með Þrótti Reykjavík.

Viktor Andri kemur með mikla reynslu inn í lið Fjölnis, en hefur hann til að mynda spilað 37 leiki í efstu deild, þar af 19 með Fjölni.

Beint úr Rima

Fjölnir er og verður alltaf minn klúbbur

Aðspurður um félagsskiptin og ástæðuna fyrir heimkomu hafði Viktor Andri þetta að segja: “Ég er gríðarlega ánægður með að vera kominn aftur heim í Fjölni. Ég valdi Fjölni vegna þess að það er minn klúbbur og verður alltaf minn klúbbur. Ég var farinn að sakna þess að klæðast gulu treyjunni og mig langar að taka þátt í þessu verkefni sem framundan er og hjálpa liðinu að komast aftur á þann stað sem það á heima.”

Það er mikil ánægja að sjá fleiri uppalda Fjölnisstráka koma heim og vinna að því að koma Fjölni aftur á þann stað sem það á að vera. Birgir Birgison, rekstarstjóri knattspyrnudeildar hafði þetta að segja: “Fyrir Fjölni þá er það meiriháttar viðurkenning að fá drenginn heim og til þess að taka þátt í þessu verkefni með okkur. Viktor er magnaður leikmaður og góður drengur sem gefur liðinu feykilega mikið.”

Þá bætti Gunnar Mári, þjálfari Fjölnis við: “Við höfum haft augastað á Viktori í lengri tíma og er það frábært að hann velji okkur á þessum tímapunkti og komi heim í Fjölni að taka þátt í uppbyggingunni aftur. Viktor er mjög góður leikmaður sem ég bind miklar vonir við. Það verður gaman að sjá hann aftur í Fjölnistreyjunni að skora mörk fyrir okkur”

Allir hjá Fjölni bjóða Viktor Andra velkominn heim og hlakka til að sjá hann spila í gulu næsta sumar.
#112innaðbeini


Kristín Gyða framlengir við Fjölni

Kristín Gyða framlengir við Fjölni

Kristín Gyða Davíðsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning.

Það er ánægjulegt að tilkynna að Kristín Gyða, sem spilaði stórt hlutverk í liði Fjölnis í sumar hefur skrifað undir nýjan samning. Kristín Gyða spilaði 15 leiki fyrir liðið í sumar og skoraði í þeim 5 mörk.

Kristín Gyða, sem er 22 ára, er fjölhæfur leikmaður sem mun nýtast liðinu vel á komandi tímabili. Við hlökkum til að sjá hana halda áfram að þróast, taka til sín stærra hlutverk og setja enn meiri svip á leik Fjölnis á næsta tímabili.


Borgarstjórn í heimsókn - mikilvægt framhald í aðstöðumálum Fjölnis

Borgarstjóri í heimsókn - mikilvægt framhald í aðstöðumálum Fjölnis

Borgarstjóri Reykjavíkur, Heiða Björg, kom í heimsókn til Fjölnis í gær í framhaldi af fundi sem var haldin í síðustu viku þar sem farið var yfir stöðu aðstöðumála í knattspyrnunni.

Heimsóknin var hluti af hverfisdögum borgarinnar en í heimsókninni skoðaði borgarstjóri helstu innviði í Egilshöll og fékk skýra mynd af því sem brýnast þarf að bæta. Við í Fjölni erum þakklát fyrir ánægjulega heimsókn en dagurinn í gær undirstrikaði brýna þörf fyrir bættri aðstöðu, þar sem eini völlur félagsins fyrir utan Egilshöll, var frosinn og því ekki nothæfur fyrir æfingar. Vegna þess þurfti að aflýsa flestum æfingum deildarinnar, en á sama tíma var Egilshöllin sjálf í notkun annarra félaga.

Næstu vikur ættu að leiða í ljós hvenær farið verður í frekari uppbyggingu og hvaða staðsetning verður fyrir valinu Egilshöll eða Dalhús, en Fjölnir heldur áfram að þrýsta á skýra stefnu og betri aðstöðu fyrir alla iðkendur.


Fjölnir og Happatreyjur í samstarf

Fjölnir og Happatreyjur í samstarf

Stækkaðu treyjusafnið á geggjuðu verði!

Fjölnir og Happatreyjur bjóða nú upp á í samstarfi ekta treyjur á 25% afslætti auk þess sem hluti af ágóða rennur beint til knattspyrnudeildarinnar. Þú færð óvænta treyju í hverjum pakka og allar treyjur eru ekta treyjur!
Pantanir sem berast fyrir lok miðvikudags eru tilbúnar til afhendingar næsta mánudag. Síðasti pöntunardagur: 15. desember.
Hægt er að panta í netverslun: https://stubb.is/fjolnir/shop


Sterkur vilji til lausna: Fjölnir fundaði með borgarstjóra

Sterkur vilji til lausna: Fjölnir fundaði með borgarstjóra

Fulltrúar knattspyrnudeildar Fjölnis ásamt formanni og framkvæmdastjóra félagsins heimsóttu nýverið borgarstjóra til að ræða aðstöðumál deildarinnar og þær áskoranir sem félagið hefur staðið frammi fyrir á síðustu misserum. Fundurinn fór mjög vel og ríkti jákvætt andrúmsloft meðal fundargesta.

Á fundinum kynnti knattspyrnudeildin sínar tillögur að úrbótum og var þeim tekið með opnum huga. Borgarstjóri sýndi málefninu skýran skilning og lýsti vilja borgarinnar til að finna farsælar lausnir á næstu mánuðum.

Í kjölfarið hefst nú vinna við að skoða mögulegar útfærslur sem geta bætt aðstöðu knattspyrnunnar verulega og stutt við áframhaldandi vöxt og þróun deildarinnar. Markmiðið er að niðurstaðan verði Fjölni til heilla og styrki starf félagsins bæði til skemmri og lengri tíma.

Knattspyrnudeild Fjölnis lýsir ánægju með þetta uppbyggilega samtal og er reiðubúin í áframhaldandi samstarf við borgina til að tryggja að aðstöðumálin fái þá lausn sem leikmenn, þjálfarar og samfélagið allt eiga skilið.

Á meðfylgjandi mynd að ofan má sjá fulltrúa borgarinnar ásamt fulltrúum Fjölnis.


UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Opnunartími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Símatími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
10:00-11:30

Sími: 578-2700

Hafðu samband

skrifstofa@fjolnir.is

Translate »