Happdrætti herrakvölds knattspyrnudeildar Fjölnis

HAPPDRÆTTI HERRAKVÖLDS KNATTSPYRNUDEILDAR FJÖLNIS!
Takk fyrir samveruna herramenn og vinir. Þvílíka veislan og stemmingin.
Um leið og við þökkum fyrir okkur þá má finna hér að neðan niðurstöðu úr happdrættinu góða.
Aðeins var dregið úr seldum miðum og má sjá vinningaskrá hér á mynd og fyrir neðan:
0731 - GJAFABRÉF FRÁ ICELANDAIR
0288 - GJAFABRÉF FYRIR ÍSLAND
0202 - BOSS ILMUR OG HÁRVÖRUR – H. JÓNSSON
1001 - GJAFABRÉF FRÁ HAFINU
0662 - GJAFABRÉF FRÁ BÚLLUNNI
Hægt er að vitja vinnnga á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll 🥳
Sjáumst sem allra fyrst!
Áfram Fjölnir!

Ásgeir Frank Ásgeirsson ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu

Ásgeir Frank Ásgeirsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Fjölni til næstu tveggja ára. Ásgeir, sem er alinn upp í Fossvoginum, lék upp yngri flokkana hjá Víkingum í Reykjavík ogi lék með þeim 2 leiki í Bestu deildinni með uppeldisfélaginu.

Þess utan lék Ásgeir í 3 ár með liði Aftureldingar sem fór upp í efstu deild nú í haust auk þess sem hann þjálfaði lið Hvíta Riddarans í fyrra. Ásgeir á að baki 5 leiki fyrir U-19 ára landslið karla.

Er þetta mikill fengur fyrir Fjölni að fá svona sterkan einstakling og karakter í Grafarvoginn enda mun Ásgeir einnig vinna þvert á flokka og verða leiðandi í afreksstarfi Fjölnis í samstarfi við yfirþjálfara félagsins og þjálfara 2. og 3. flokks karla.

Vill félagið á sama tíma þakka fráfarandi aðstoðarþjálfara félagsins, Einari Jóhannesi Finnbogasyni, fyrir samstarfið undanfarin ár. Einar hefur verið afar vinsæll meðal Fjölnismanna eftir að hafa verið hægri hönd Úlla bæði í 2. flokki karla og í meistaraflokki sl 7 ár.


Eva Karen Sigurdórsdóttir semur við Fjölni

Eva Karen Sigurdórsdóttir hefur snúið aftur heim til Fjölnis og gert tveggja ára samning við félagið.
Eva hefur spilað í Lengjudeildinni með Fram, HK og Gróttu en þar fyrir utan á hún 49 leiki með félaginu í Lengjudeild og 2. deild kvenna.
Það er mikið gleðiefni fyrir félagið að fá Evu heim því hún er afar öflugur miðjumaður sem þekkir vel til innan félagsins.
Eva á að baki 2 leiki með U17 ára landsliði Íslands.
#FélagiðOkkar 💛💙

Harpa Sól framlengir við Fjölni

Miðjumaðurinn Harpa Sól Sigurðardóttir hefur framlengt samning sinn við Fjölni til næstu tveggja ára.
Harpa sem er afar öflugur og kraftmikill miðjumaður hefur leikið 39 leiki með félaginu í deild og bikar og skorað í þeim 14 mörk.
Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir félagið því Harpa er ekki bara mikilvægur hlekkur í liðinu heldur uppalin hjá félaginu og hluti af þeirri uppbyggingu sem á sér stað innan þess.
#FélagiðOkkar 💛💙

 


Lokahóf meistaraflokka í knattspyrnu 2024

Lokahóf meistaraflokka Fjölnis í knattspyrnu fór fram í hátíðasalnum Dalhúsum laugardaginn 28. september síðastliðinn. Þar komu saman leikmenn, þjálfarar og stjórnamenn og konur til þess að loka nýliðnu tímabili en boðið var upp á mat og drykk auk skemmtiatriða.
Alls voru veittar sex viðurkenningar fyrir sumarið en Máni Austmann Hilmarsson og María Sól Magnúsdóttir voru markahæst, Jónatan Guðni Arnarson og Emilía Lind Atladóttir voru efnilegust og svo voru Hrafnhildur Árnadóttir og Halldór Snær Georgsson valin best.
Eins var Guðmundi Karli leikmanni karlaliðsins færð blóm fyrir öll árin og frábæran tíma hjá félaginu. Verður það mikil eftirsjá enda magnaður leikmaður og Fjölnismaður þar á ferð.


Úlfur framlengir við Fjölni

Knattspyrnudeild Fjölnis og Úlfur Arnar Jökulsson hafa framlengt samning Úlfs um
þjálfun Lengjudeildarliðs Fjölnis. Samningurinn gildir til tveggja ára.
"Við hjá Fjölni erum ákaflega ánægð með að hafa endurnýjað samninginn við Úlf.
Við höfum byggt upp ungt og skemmtilegt lið sem var nálægt því að vinna sig upp um deild.
Við munum áfram leggja áherslu á að ungir knattspyrnumenn eigi greiðan aðgang að meistaraflokkshópi
félagsins og að Fjölnir sé í fremstu röð í að búa til unga afreksleikmenn.
Þetta er í samræmi við afreksstefnu okkar. Í þessari vegferð gegnir Úlfur lykilhlutverki" segir
Björgvin Jón Bjarnason formaður knattspyrnudeildar Fjölnis í tilefni af framlengingu samningsins.
„Ég er bæði ánægður og stoltur að hafa endurnýjað samning minn sem þjálfari Fjölnis í meistaraflokki karla í knattspyrnu.
Fjölnir er minn uppeldisklúbbur og ég á þar sterkar rætur. Mér finnst mikill heiður að vera treyst fyrir áframhaldandi þjálfun Fjölnis.
Ég hlakka til að halda áfram að vinna með þessum frábæra hópi og byggja ofan á þann árangur sem náðist í sumar.
Ég er fullur tilhlökkunar að takast á við komandi tímabil af krafti og eldmóði og trúi því að við getum gert enn betur. Áfram Fjölnir!“ sagði Úlfur við sama tækifæri.
Fjölnir hefur gengið frá samningum við 6 15-16 ára knattspyrnumenn sem munu á næsta ári verða hluti af afreksstarfi félagsins.

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu - Fjölnir - KH, 5:1

Fjölnir - KH, 5:1

Síðasti leikur tímabilsins byrjaði rólega hjá Fjölniskonum  og leikurinn var jafn fyrstu 20 mínúturnar. Eftir það tók liðið okkar yfir leikinn og skoraði 2 mörk í fyrri hálfleik. Liðið byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og skoraði snemma mark. Við héldum andstæðingunum á þeirra vallarhelmingi og vorum nálægt fjórða markinu en í staðinn tókst KH að byggja upp skyndisókn og skora mark. Við brugðumst vel við þessari áskorun og náðum að bæta við 2 mörkum til viðbótar.

Jákvæður endir á löngu og erfiðu tímabili fyrir liðið.

Við viljum þakka stelpunum úr 5 flokkunum okkar og sjálfboðaliðum fyrir hjálpina í kringum leikinn. Einnig viljum við þakka fyrir góðan og jákvæðan stuðning úr stúkunni.

Markaskorarar:

Emilia Lind Atladóttir - 2 mörk

Harpa Sól Sigurðardóttir - 2 mörk

Ester Lilja Harðardóttir - 1 mark


Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu: Sindri - Fjölnir, 3:1

Laugardaginn 7. september héldu Fjölniskonur alla leið á Höfn í Hornafirði. Því miður voru spilin ekki okkur hag þennan daginn en okkur vantaði fjóra leikmenn og endurspeglaði það því miður leikinn. Byrjunin gekk brösulega þrátt fyrir góð færi en við náðum því miður ekki að nýta þau nógu vel. Í staðinn tókst Sindrakonum að notfæra sér mistök okkar og tók þannig forystuna. Í seinni hálfleik varð liðið árásargjarnara og náði að setja góða pressu á andstæðinginn. Þar náðist að skora eitt mark en því miður voru þau ekki fleiri okkar megin. Sindri náði að nýta færin sín og voru heilt yfir betri þennan daginn. Þetta var því fyrsta tap Fjölniskvenna í B úrslitum.

Í þessum leik léku tvær af okkar ungu og efnilegu leikmönnum sinn fyrsta leik fyrir Fjölni:

Agnes Liv Pétursdóttir Blöndal, fædd 2007

Helena Fönn Hákonardóttir, fædd 2010

Markaskorari leiksins:

Eva Karen Sigurdórsdóttir

Síðasti leikur tímabilsins er næsta laugardag, 14. september kl. 14:00 á Extra vellinum gegn KH. Við viljum því hvetja alla til að koma og styðja liðið í þessum síðasta leik!


Veselin Chilingirov (Vesko) ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu

Veselin Chilingirov (Vesko) hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu.

Vesko er með UEFA A þjálfargráðu og hann hefur einbeitt sér að kvennafótbolta síðustu 5 ár.
Áður en hann kom til Fjölnis þá þjálfaði hann meistaraflokk kvenna hjá Sindra, Höfn í Hornafirði, ásamt því að vera yfirþjálfari yngir flokka hjá þeim. Hann hefur líka starfað hjá Leikni, Reykjavík, og þjálfað meistaraflokk kk Stál Úlfur.
Á nýliðnu tímabili þá hefur hann þjálfaði 2. og 3. flokk kvenna Fjölnis. Undir lok keppnistímabilsins tók hann líka við þjálfun meistaraflokks og undir hans stjórn hefur liðið unnið 3 leiki og gert eitt jafntefli.

Það hefur verið gríðarleg ánægja með störf Vesko hjá Fjölni og alla hans nálgun á kvennastarfið. Knattspyrnudeildin býður hann velkominn til starfa og við hlökkum til samstarfsins á komandi tímabili.

Eins og Vesko sjálfur segir: "Fótbolti er leikur, tilgangur hvers leiks er að hafa gaman."

Fjölniskveðjur,

Meistaraflokksráð kvenna


Fjölnir - Augnablik, 0:0

Fjölnir - Augnablik, 0:0

Fimmtudaginn 29. ágúst mættust Fjölnir og Augnablik í Grafarvoginum. Erfiður leikur fyrir Fjölniskonur gegn skipulögðum andstæðingi. Við stjórnuðum leiknum og sköpuðum nokkur góð færi til að skora en þetta var ekki okkar dagur. Stelpurnar reyndu allt til enda og það er aðeins hægt að hrósa þeim fyrir það.

Þetta 1 stig tryggir Fjölni fyrsta sætið í B úrslitum á Íslandsmótinu í ár.

Við viljum þakka fyrir góðan stuðning sem liðið fékk úr stúkunni og sérstakar þakkir fá frábæru ungu stelpurnar úr 5 og 6 flokki sem hjálpuðu til með boltana um völlinn.

Næsti leikur er 7. september gegn Sindra á Höfn.