Sundfólk Reykjavíkur 2020
Sundfólk Reykjavíkur 2020 útnefnt af Sundráði Reykjavíkur
Sundkona Reykjavíkur:
Eygló Ósk Gústafsdóttir, Fjölni (Jacky Pellerin tók við verðlaunum fyrir hana)
Sundkarl Reykjavíkur:
Kristinn Þórarinsson, Fjölni
Sundkona Reykjavíkur í flokki fatlaðra:
Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR
Sundkarl Reykjavíkur í flokki fatlaðra:
Kristján Helgi Jóhannsson, Fjölni
Landslið Sundsambandsins
Þessir tveir öðlingar, Ingvar Orri og Kristinn eru fulltrúar sunddeildarinnar í landsliðsverkefnum Sundsambandsins. Æfingadagur landsliða verður haldinn í Reykjanesbæ laugardaginn 16. janúar. Yfirþjálfarinn okkar mun fylgja þeim í verkefnið
Stundaskrá Sunddeildar Fjölnis
*Birt með fyrirvara um breytingar.
Hér er svo tafla með viðmiðun fyrir hvaða aldur hver flokkur er en þetta fer eftir getu hvers og eins sundamans. Hægt er að sjá betur á heimasíðu Fjölnis hvað þarf að kunna / geta fyrir hvern hóp á https://fjolnir.is/sund
Hópur | Aldur |
Garpar | 18 ára og eldri |
A – hópur Hákarlar | 10-15 ára |
B – hópur Háhyrningar | 8-12 ára |
C – hópur Höfrungar | 7-11 ára |
D – hópur Sæljón | 7-9 ára |
Selir | 6-8 ára |
Skjaldbökur | 5-6 ára |
Sæhestar | 4-5 ára |
Síli með foreldrum | 2-3 ára |
Keppni í armbeygjum
Í dag tóku sundmenn úr afrekshópum deildarinnar áskorun yfirþjálfarans sem fólst í því að gera 3000 armbeygjur á innan við klukkutíma. Ellefu sundmenn tóku þátt og urðu armbeygjurnar 3275 í heildina. Bæði eldri og yngri sundmenn úr Afrekshópunum tóku þátt og má sjá hér fyrir neðan hvað hver og einn tók margar armbeygjur.
Áskorunin var í boðsundsformi þ.e. að hver sundmaður átti að taka 15 armbeygjur í einu og svo tók næsti sundmaður við og svo næsti og svo framvegis. Gríðarlegt skemmtilegt framtak hjá þessum flottu krökkum og þjálfaranum þeirra.
Sunddeild Fjölnis hefur gert samning við Aquasport
Sunddeild Fjölnis hefur skrifað undir styrktarsamning við Aquasport sem gefur iðkenndum sund íþróttar góð kjör og styrki hjá Aquasport en þeir eru innflutnings aðili að sundfatnaði frá TYR sem er eitt af leiðandi merkjum sundfatnaðar í heiminum.
Æfingahelgi landsliða SSÍ
Fyrsta æfingahelgi landsliða SSÍ verður haldin dagana 26-27. september nk. Æfingahelgin fer fram í Reykjanesbæ og verður hópurinn við æfingar í Vatnaveröld og gistir á Hótel Keflavík.
Hópurinn er valinn út frá þvi hverjir tóku þátt í landsliðsverkefnum á þessu ári, þ.e.a.s Tenerife æfingabúðum og mælingum með Ragnari Guðmundssyni í febrúar auk þeirra sem komin voru með lágmörk á EM, EMU og NÆM á árinu. Þá var það sundfólk valið sem náð hafði lágmörkum í 50m laug í framtíðarhópinn frá 1. janúar 2020.
Eyleifur Jóhannesson, yfirmaður landsliðsmála hjá SSÍ, Steindór Gunnarsson, yfirþjálfari ÍRB og Arna Þórey Sveinbjörnsdótttir, yfirþjálfari Breiðabliks stjórna æfingum.
Sunddeild Fjölnis á tvo frábæra fulltrúa í þessum hópi þá Ingvar Orra Jóhannesson og Kristinn Þórarinsson
Samið við þjálfara sunddeildar Fjölnis
Það er okkur mikil ánægja að geta sagt frá því að deildin hefur náð samningum við þlálfarateymið okkar fyrir næsta tímabil. Þau Jacky, Elfa og Birkir ætla að standa á bakkanum með okkur sem er mikið fagnaðarefni. Gabríela ætlar að draga sig í hlé og sinna námi næsta vetur en var tilbúin að vera okkur innan handar ef okkur vantar, það kunnum við vel að meta en þökkum henni frábært starf undanfarin ár.
Við förum því glöð og kát í smá sumarfrí eftir næstu helgi með þetta flotta fólk í brúnni