Fjölnishlaup Olís 2024
Hið árlega Fjölnishlaup Olís var ræst í 36. sinn á Uppstigningardag 9. maí í blíðskaparveðri frá íþróttamiðstöðinni við Dalhús. Fjölnishlaup Olís er partur af mótaröð sem kallast Gatorade Sumarhlaupin, en mótaröðin var fyrst sett á laggirnar sumarið 2009 og er þetta því í sextánda sinn sem hún er haldin. Fjölnishlaupið sjálft er þó einn elsti viðburður opinn almenningi á vegum Fjölnis og í ár var boðið var upp á þrjár vegalengdir; 1,4 km skemmtiskokk, 5 km hlaup og 10 km hlaup. Það verður ekki annað sagt en að veðrið hafi leikið við hlaupara og aðra í Grafarvoginum og var stemmingin frábær. Þátttaka í ár var góð en 272 tóku þátt í hlaupinu í þetta sinn og skiptust keppendur niður í 3 greinar. 59 keppendur tóku þátt í 10km hlaupi, 72 keppendur hlupu 5km og alls 141 hlaupari lauk 1,4km skemmtiskokki í ár.
Verðlaunahafar árið 2024:
10km hlaup kvenna
- sæti – Íris Anna Skúladóttir FH á 00:37:10
- sæti – Elín Edda Sigurðardóttir ÍR á 00:38:16
- sæti – Fríða Rún Þórðardóttir ÍR á 00:39:50
10km hlaup karla:
- sæti – Arnar Pétursson Breiðablik á 00:33:32
- sæti – Hugo Landron FH á 00:34:29
- sæti – Sigurgísli Gíslason FH á 00:34:44
5km hlaup kvenna
- sæti – Dalrós Ingadóttir á 00:21:27
- sæti – Eva Skarpaas á 00:22:22
- sæti – Henný Dröfn Davíðsdóttir á 00:24:06
5km hlaup karla:
- sæti – Sigurður Karlsson ÍR á 00:17:40
- sæti – Vilhjálmur Þór Svansson ÍR á 00:18:14
- sæti – Sigurður Júlíusson á 00:18:13
Auk þessa fengu öll börn sem tóku þátt í skemmtiskokkinu glaðning frá Olís.
Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt og hlökkum til að sjá ykkur öll á næsta ári!
Heiður Karlsdóttir æfir með A-landsliði í sumar




Katie Sullivan gengur til liðs við Fjölni!
Katie Sullivan gengur til liðs við Fjölni!
Fjölnir hefur samið við markvörðinn Katie Sullivan um að leika með Fjölni í 2. deild kvenna í knattspyrnu en samningurinn gildir út keppnistímabilið 2024. Katie kemur frá Chicago en hún spilaði í Florida Gulf Coast University.
Við erum gríðarlega spennt að fá hana en hún spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið í Mjólkurbikanum gegn ÍA og stóð sig frábærlega.
Velkomin í 112 Katie!
#FélagiðOkkar
Átta frá Fjölni í lokahópi yngri landsliða í körfubolta!
Átta frá Fjölni í lokahópi yngri landsliða í körfubolta! 




Sumarnámskeið 2024
Fimmtíu krakkar tefldu um fimmtán páskaegg á páskaskákæfingu Fjölnis
- Emilía Embla 6. bekk
- Walter 6. bekk
- Óskar 5. bekk
- Ómar Jón 5. bekk
- Unnur 6. bekk
- Helgi Tómas 3. bekk
- Sævar Svan 1. bekk
- Elsa Margrét 6. bekk
- Sigrún Tara 6. bekk
- Arthur 5. bekk
- Alexander Felipe 3. bekk
- Atlas 2. bekk
- Elma 6. bekk
- Karen Birta
- Magnea Mist 6. bekk
Bryndís Rósa til UC Patriots
Bryndís Rósa Armesto Nuevo tenniskona hjá tennisdeild Fjölnis skrifaði á dögunum undir samning hjá University of the Cumberlands í Kentucky, Bandaríkjunum. Bryndís er að fara út að læra Business Administration og verður úti í fjögur ár en hún mun spila tennis með UC Patriots.
Bryndís segist vera ótrúlega spennt fyrir þessu mikla ævintýri en játar þó að hún sé frekar stressuð því hún veit að hún mun sakna bæði fjölskyldu og vina heima á Íslandi.
Bryndís byrjaði að æfa tennis þegar hún var fimm ára og æfði þangað til hún var 11 ára, þegar hún ákvað að taka sér pásu og einbeita sér að dansi. Þegar hún var 15 ára ákvað hún að byrja aftur í tennis og hefur æft að fullu síðan þá sem hefur greinilega borgað sig en Bryndís fór með landsliðinu í tennis á heimsmeistaramót árið 2022 og 2023.
Við óskum henni innilega til hamingju og velfarnaðar úti!
#FélagiðOkkar
Hanna Jóhannsdóttir nýr formaður UMF Fjölnir
Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir er nýr formaður UMF Fjölnir, fyrst kvenna, en aðalfundur félagsins var haldinn þriðjudaginn þann 19. mars. Á aðalfund mættu hátt í fjörutíu manns þar sem áttu sér stað bæði líflegar og heitar umræður um starf íþróttafélaga í dag.
Átta Fjölniskonur í landsliðinu í íshokkí!
Jón Gíslason aðalþjálfari kvennalandsliðs Íslands hefur valið leikmannahópinn sem leikur fyrir Íslands hönd í heimsmeistarakeppni IIHF í byrjun apríl. Leikið verður í Canillo í Andorra 7. til 13. apríl.








Aðalfundur Fjölnis
Aðalfundur Fjölnis fer fram þriðjudaginn 19. mars kl. 17:30.
Fundurinn verður í Miðjunni, félagsaðstöðu Fjölnis í Egilshöll.
Framboð stjórnarmanna þarf að berast til gummi@fjolnir.is eigi síðar en 15. mars.
Tillögur til breytinga á lögum félagsins, undirritaðar af flutningsmönnum, skulu sendar aðalstjórn félagsins eigi síðar en 15. mars.
Dagskrá aðalfundar verður:
a) Skýrsla stjórnar
b) Reikningar félagsins
c) Lagabreytingar
d) Kjör formanns
e) Kjör stjórnarmanna
f) Kjör skoðunarmanna reikninga
g) Önnur mál
8. grein
Stjórn félagsins er skipuð sjö mönnum og allt að tveimur til vara. Kosning til stjórnar skal fara þannig fram:
a) kosning formanns til eins árs,
b) kosning sex meðstjórnenda til tveggja ára, þannig að þrír eru kosnir á hverju ári,
c) kosning tveggja manna í varastjórn til eins árs.
Varamenn taka sæti í stjórn ef aðalmaður forfallast í sömu röð og þeir eru kosnir. Bjóði meðstjórnandi sig fram til formanns áður en kjörtímabili hans líkur, tekur varamaður sæti í stjórn fram að næsta aðalfundi.
Allir félagsmenn félagsins sem eru fjárráða geta boðið sig fram til formanns. Formaður félagsins getur ekki samtímis verið formaður deildar. Tilkynningar um framboð til formanns og meðstjórnenda félagsins skulu berast framkvæmdarstjóra félagsins minnst 5 dögum fyrir boðaðan aðalfund.
Formaður er kosinn beinni kosningu á aðalfundi, en að öðru leyti skiptir stjórnin sjálf með sér verkum. Stjórn fer með umboð og vald aðalfundar á milli aðalfunda án heimildar til lagabreytinga.
Á aðalfundi skulu einnig kosnir tveir skoðunarmenn reikninga en í þeirra stað má kjósa einn löggiltan endurskoðanda.
Lög Fjölnis má finna hér
https://fjolnir.is/felagid-okkar/log-felagsins/