Það er mikið búið að vera um að vera síðastliðnar helgar. En mótahaldi Fimleikasambands Íslands þessa vorönnina lauk nú um helgina þegar Íslandsmót í hópfimleikum fór fram. Skemmst er frá því að segja að lið okkar í Kky sigraði sinn flokk mjög sannfærandi með 3.870 stigum á undan næsta liði, frábær árangur hjá þessum ungu strákum. Liðin okkar í 3. og 4. flokki höfnuðu í 2. sæti í sínum flokkum og 2. flokkurinn í því þriðja. Glæsilegur árangur og greinilegt að framtíðin er björt í Grafarvoginum.
Helgina 29. – 30. maí fór fram Vormót í B og C deildum. En þar átti Fjölnir fjögur lið í keppni. Í 4. flokki C röðuðu lið Fjölnis sér í tvö efstu sætin. Lið okkar í 5. flokki B sigraði einnig sinn flokk og 3. flokkur B stóð sig einnig vel í sinni keppni.
Sömu helgi var keppt á Þrepamóti 3. En sú breyting er orðin á að nú er verðlaunað fyrir að ná þrepi. Fjölnisstúlkur stóðu sig vel á mótinu og voru alls fimm stelpur sem náðu 5. þrepinu en það voru þær Ásrún Magnea, Elísbet Freyja, Ingunn Lilja, Ísabella og Sunneva Arney.
Við óskum öllu okkar keppendum til hamingju með árangurinn. Við minnum svo á að sumaræfingar hefjast mánudaginn 14. júní