Skráning hafin á sumarnámskeið Fjölnis 2025!
Skráning hafin á sumarnámskeið Fjölnis 2025!
Sumarið nálgast – og við hjá Fjölni bjóðum börnum að taka þátt í líflegum og fjölbreyttum sumarnámskeiðum í Egilshöll. Námskeiðin eru ætluð börnum fædd 2015–2019 og fara fram í júní undir stjórn okkar færustu þjálfara og góðra aðstoðarmanna.
Fjölbreytt úrval íþrótta
Við bjóðum upp á fjölmargar íþróttagreinar, þar sem börnin fá tækifæri til að prófa sig áfram í mismunandi greinum, styrkja hreyfifærni og byggja upp sjálfstraust – allt í gegnum leik og gleði.
Það er tilvalið að skrá börn í bæði fyrir- og síðdegisnámskeið, og njóta þar með heillar dagskrár með heitum hádegismat í hádeginu.
SUMARNÁMSKEIÐ
Fyrir börn fædd 2015–2018





• 10.–13. júní
• 16.–20. júní
• 23.–27. júní
FJÖLGREINANÁMSKEIÐ
Fyrir börn fædd 2016–2019




ATHUGIÐ!
Skráning fer fram á abler.io/shop/fjolnir
Það er mjög mikilvægt að forráðamenn sæki Abler appið til að fylgjast með tilkynningum og upplýsingum tengdum námskeiðunum.
Fjölnir sér um að halda stuðinu uppi í allt sumar – við hlökkum til að sjá sem flest börn taka þátt í frábæru og hreyfiríku sumri!