Verkefnastjóri óskast

Ungmennafélagið Fjölnir óskar eftir að ráða drífandi og kraftmikinn verkefnastjóra á skrifstofu félagsins í Egilshöllinni í Grafarvogi.

Við leitum að skipulögðum einstaklingi með frumkvæði og góða samskiptahæfni sem hefur áhuga á að taka virkan þátt í fjölbreyttum verkefnum félagsins.

Helstu verkefni og ábyrgð:

🔹Umsjón með skráningu iðkenda og innheimtu æfingagjalda
🔹Aðstoð og upplýsingagjöf til stjórna deilda vegna daglegs reksturs
🔹Samskipti við og upplýsingagjöf til samtaka innan íþróttahreyfingarinnar
🔹Skipulagning og aðstoð við viðburði og önnur verkefni á vegum félagsins
🔹Greiðsla reikninga í samvinnu við framkvæmdastjóra
🔹Umsjón með innkaupum á rekstrarvöru
🔹Móttaka, símsvörun og almenn skrifstofustörf

Hæfniskröfur og menntun:

🔹Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfinu
🔹Reynsla af störfum innan íþróttahreyfingarinnar er kostur
🔹Þekking á iðkendakerfum eins og XPS eða Abler er æskileg
🔹Góð kunnátta í íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
🔹Hreint sakavottorð

Umsóknarfrestur:

Umsóknir berist í gegnum Alfreð – https://alfred.is/…/verkefnastjori-oskast-a-skrifstofu…
Umsóknarfrestur er til og með 27. apríl 2025.
Óskað er eftir ferilskrá og kynningarbréfi.
Athugið að unnið verður úr umsóknum jafnóðum og þær berast.