Verkefnastjóri óskast
Ungmennafélagið Fjölnir óskar eftir að ráða drífandi og kraftmikinn verkefnastjóra á skrifstofu félagsins í Egilshöllinni í Grafarvogi.
Við leitum að skipulögðum einstaklingi með frumkvæði og góða samskiptahæfni sem hefur áhuga á að taka virkan þátt í fjölbreyttum verkefnum félagsins.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Umsjón með skráningu iðkenda og innheimtu æfingagjalda
Aðstoð og upplýsingagjöf til stjórna deilda vegna daglegs reksturs
Samskipti við og upplýsingagjöf til samtaka innan íþróttahreyfingarinnar
Skipulagning og aðstoð við viðburði og önnur verkefni á vegum félagsins
Greiðsla reikninga í samvinnu við framkvæmdastjóra
Umsjón með innkaupum á rekstrarvöru
Móttaka, símsvörun og almenn skrifstofustörf
Hæfniskröfur og menntun:
Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfinu
Reynsla af störfum innan íþróttahreyfingarinnar er kostur
Þekking á iðkendakerfum eins og XPS eða Abler er æskileg
Góð kunnátta í íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
Hreint sakavottorð
Umsóknarfrestur:
Umsóknir berist í gegnum Alfreð – https://alfred.is/…/verkefnastjori-oskast-a-skrifstofu…
Umsóknarfrestur er til og með 27. apríl 2025.
Óskað er eftir ferilskrá og kynningarbréfi.
Athugið að unnið verður úr umsóknum jafnóðum og þær berast.