Sumarstörf Fjölnis fyrir 17-25 ára

Við höfum opnað fyrir umsóknir í sumarstörf Fjölnis 2025 fyrir 17-25 ára!

Við bjóðum upp á fjölbreytt störf fyrir 17-25 ára. Í boði er að vinna á íþróttasvæðinu í Dalhúsum, á sumarnámskeiðum deilda ásamt fjölgreinanámskeiði félagsins. Umsækjendur geta hakað við það starf sem þeir óska eftir, það er í boði að velja fleiri en eitt starf, t.d. að starfa á knattspyrnu- og listskautanámskeiðum.

Vinnutímabil fyrir 17-25 ára fer eftir nánara samkomulagi þegar ráðning liggur fyrir.

Sækja þarf um hér: https://forms.office.com/e/xQW1FM2gv5

Umsækjendur þurfa einnig að sækja um hjá Hinu Húsinu hér: https://jobs.50skills.com/reykjavik/is/34337

Laun eru greidd út samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborgar.

Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofa Fjölnis á sumarnamskeid@fjolnir.is.

Umsóknarfrestur er til 18. apríl

Öllum umsóknum verður svarað.

*Umsóknir fyrir sumarstörf fyrir unglinga hjá Vinnuskólanum opna á næstu dögum!

 

#FélagiðOkkar