Fjölnir 37 ára

🎉 Við eigum afmæli! 🎉
Í dag, 11. febrúar, eru 37 ár síðan Ungmennafélagið Fjölnir var stofnað!💙💛
Í 37 ár hefur Fjölnir verið hjarta íþróttalífsins í Grafarvogi, staðið fyrir samstöðu, metnaði og óteljandi minningum fyrir iðkendur á öllum aldri. Við erum stolt af samfélaginu okkar – iðkendum, þjálfurum, sjálfboðaliðum og stuðningsaðilum sem gera félagið að því sem það er í dag.
Takk fyrir að vera hluti af þessari ótrúlegu vegferð með okkur! 💛💙 Við hlökkum til margra fleiri ára af gleði, æfingum og sigrum saman!