Eva Karen Sigurdórsdóttir semur við Fjölni

Eva Karen Sigurdórsdóttir hefur snúið aftur heim til Fjölnis og gert tveggja ára samning við félagið.
Eva hefur spilað í Lengjudeildinni með Fram, HK og Gróttu en þar fyrir utan á hún 49 leiki með félaginu í Lengjudeild og 2. deild kvenna.
Það er mikið gleðiefni fyrir félagið að fá Evu heim því hún er afar öflugur miðjumaður sem þekkir vel til innan félagsins.
Eva á að baki 2 leiki með U17 ára landsliði Íslands.
#FélagiðOkkar 💛💙