Fjölnir býður nýjan framkvæmdastjóra velkominn til starfa

Í dag hefur störf nýr framkvæmdastjóri Fjölnis, Guðmundur G. Sigurbergsson og er hann boðinn velkominn til starfa.
Guðmundur þekkir vel til í íþróttahreyfingunni en hann er m.a. gjaldkeri stjórnar UMFÍ og formaður stjórnar UMSK. Þá hefur hann á síðustu árum m.a. starfað sem fjármálastjóri Endurvinnslunnar og fjármála- og rekstrarstjóri Samhjálpar.
Aðalstjórn Fjölnis vill enn fremur þakka fráfarandi framkvæmdastjóra Guðmundi L. Gunnarssyni fyrir hans frábæru störf fyrir félagið en hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri í 12 ár og þar á undan átti hann sæti í aðalstjórn félagsins. Félagið hefur stækkað mikið á þeim tíma og á Gummi því sinn þátt í fjölbreyttu og umfangsmiklu starfi félagsins. Óskum við honum velfarnaðar í framtíðinni.