Framkvæmdastjóri óskast
Ungmennafélagið Fjölnir, Grafarvogi auglýsir til umsóknar spennandi og krefjandi starf framkvæmdastjóra félagsins.
Fjölnir er fjölgreina íþróttafélag með 13 deildum og er félagið fjölmennasta íþróttafélag landsins.
Við leitum að aðila með framúrskarandi samskiptahæfni, leiðtogafærni og óbilandi áhuga á að byggja upp rótgróið félag með ungmennafélagsandann að leiðarljósi.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Yfirumsjón og ábyrgð á daglegum rekstri félagsins
- Stýring fjármála, áætlanagerðar og kostnaðareftirlit
- Launavinnsla
- Tekjuöflun og markaðssetning félagsins
- Framkvæmd framtíðarsýnar og stefnu félagsins í samvinnu við aðalstjórn
- Mannauðsmál
- Samskipti við deildarstjórnir félagsins
- Samskipti við stjórnvöld, sveitarfélög, íþróttasambönd, sérsambönd, styrktaraðila og aðra hagsmunaaðila
- Yfirumsjón með undirbúningi og framkvæmd verkefna
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi
- Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni
- Frumkvæði og leiðtogafærni
- Þekking og reynsla á sviði fjármála æskileg
- Reynsla í stjórnun og samningagerð kostur
- Geta til að vinna undir álagi
Nánari upplýsingar veitir Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir, formaður félagsins í netfanginu formadur@fjolnir.is
Umsóknir berist í gegnum alfred.is. Óskað er eftir að feriskrá og kynningarbréf fylgi umsókn.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Umsóknarfrestur er til 26. ágúst 2024.