Fjölnir A sveit eru Íslandsmeistarar skákfélaga
Íslandsmót Skákfélaga fór fram í Rimaskóla um helgina. Fyrir lokaumferðina var ljóst að Fjölnir yrði Íslandsmeistari í fyrsta sinn og það með töluverðum yfirburðum.
Fór svo að Fjölnismenn unnu sigur í öllum tíu viðureignum sínum á Íslandsmótinu 2023/24 og fengu því 20 stig – einstakt afrek hjá þéttri og vel samsettri sveit.
Þetta er í fyrsta skipti sem Fjölnir er Íslandsmeistari í skák og það á 20. afmælisári!
Fjölnir B vann einnig 3. deildina og teflir því í 2. deild á næsta keppnisári!
Við erum afskaplega stolt af flotta skákfólkinu okkar.
Áfram Skákdeild Fjölnis
Íslandsmeistarar Fjölnis ásamt Helga Árnasyni liðsstjóra og formanni Skákdeildarinnar.
Efsta röð f.v.: Paulius, Tomas, Kaido, Oliver Aron Jóhannesson.MIðröð: Dagur Ragnarsson, Tómas Björnsson og Héðinn Hedinn Steingrimsson .
Fremsta röð f.v.: Sigurbjorn J. Bjornsson, Helgi Árnason, og Valery.