Karatekona Fjölnis 2023: Klara Ólöf Kristjánsdóttir

Klara Ólöf hóf nýverið að keppa fyrir alvöru og hefur fyrst og fremst einbeitt sér að keppni í kumite hluta karate. Í ár náði hún tvisvar á verðlaunapall á Íslandi. Fékk brons á Íslandsmeistaramóti unglinga í kumite í flokki 14-15 ára stúlkna og fékk einnig bronsverðlaun á 3. GrandPrix móti Karatesambands Íslands í sama flokki.

Klara keppti jafnframt á Kobe Osaka International í Skotlandi í haust og hlaut þar 3. sæti í kata 14-15 ára, 2. sæti í kumite 12-13 ára og sigraði Gladiator 14-15 ára!

Klara er meðlimur í Afrekshópi karatedeildarinnar. Metnaður er það gildi Fjölnis sem Klara  hefur lifað í starfi sínu innan deildarinnar.

 

Mynd: Kristján U Kristjánsson

UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Opnunartími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Símatími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
10:00-11:30

Sími: 578-2700

Hafðu samband

skrifstofa@fjolnir.is

Translate »