Meistaraflokkur Fjölnis kvenna er nýkominn úr frábærri æfingarferð frá Pinatar á Spáni

Meistaraflokkur Fjölnis kvenna er nýkominn úr frábærri æfingarferð frá Pinatar á Spáni. Liðið æfði í 26 gráðu hita og sól vikuna 10 til 17.mars. Ferðin var vel nýtt, æfingar voru daglega frá því að lent var á Spáni og stundum tvisvar á dag þar sem ítarlega skipulagaðar æfingar voru í allt að tvær klukkustundir í einu. Æfingarnar fóru fram á glæsilegum æfinga- og keppnisvöllum Pinatar. Þá var einnig nýliðavíxla, skemmtanakvöld, go-kart kappaksturskeppni, strandarferð, verslunarferð og lokakvöldið fóru allir út að borða saman. Glæsilegur 20 manna hópur meistaraflokks ásamt þjálfurum sótti ferðina en þó nokkrir leikmenn meistaraflokksins náðu ekki að koma með vegna háskólanáms og annarra anna. Aðbúnaður var hinn besti, fjöldi æfingavalla, keppnisvöllur, glæsilegt hótel, kokkar elduðu matinn í allar máltíðir sem stundum var aðeins of hollur, flott og rúmgóð herbergi, góð sólbekkjaraðstaða og sundlaug, stutt á stöndina og á veitingastaði. Í alla staði fullkomið fyrir meistaraflokkinn.
Efsta röð: Gunnar Hauksson, Magnús Haukur Harðarson Kristinn Jóhann Laxdal . Miðröð: Marta Björgvinsdóttir, Elvý Rut Búadóttir, Lovísa María Hermannsdóttir, Petra Hjartardóttir, Eva María Smáradóttir, Elínóra Ýr Kristjánsdóttir, Guðlaug Ásgeirsdóttir og Oddný Sara Helgadóttir. Fremsta röð: Tinna Þórsdóttir, Alda Ólafsdóttir, Freyja Dís Hreinsdóttir, Aldís Tinna Traustadóttir, Ólöf Kristjana Þorvaldsdóttir, Harpa Sól Sigurðardóttir, Anna María Bergþórsdóttir og Guðrún Bára Sverrisdóttir.
ÁFRAM FJÖLNIR