SPILAÐI SINN FYRSTA MEISTARAFLOKKSLEIK

Inga Júlíana Jónsdóttir spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik í kvöld, þegar Fjölnir mætti Grindavík í æfingaleik félagana.

Inga Júlíana kom inn á í seinni hluta leiksins og var fljót að grípa sína stöðu og koma af krafti inn í leikinn. Inga Júlíana hefur æft hjá félaginu upp alla yngri flokka félagsins og er hraður og öflugur miðvörður.

Leikurinn var annar æfingaleikur vetrarins hjá meistaraflokki kvenna og var nokkuð jafn leikur á móti Lengjudeildarliði Grindavíkur þó mótherjarnir hefðu haft betur í kvöld. Fjölnir mun spila í 2. deild í sumar og er stefnan að sjálfsögðu tekin að komast upp í Lengjudeildina.

Í leiknum í dag var öflugur hópur Fjölnis leikmanna: Hrafnhildur Árnadóttir, Anna Kolbrún Ólafsdóttir, Aldís Tinna Traustadóttir, Lovísa María Hermannsdóttir, Aníta Björg Sölvadóttir, Tinna Sól Þórsdóttir, Elínóra Ýr Kristjánsdóttir, Guðlaug Ásgeirsdóttir, Ásdís Birna Þórarinsdóttir, Ólöf Kristjana Þorvaldsdóttir, Freyja Dís Hreinsdóttir, Guðrún Bára Sverrisdóttir, Þórunn Eva Ármann, Hjördís Erla Björnsdóttir, Oddný Sara Helgadóttir, Íris Brynja Sigurdórsdóttir og María Eir Magnúsdóttir.

ÁFRAM FJÖLNIR