Júlía á Junior Grand Prix

Núna hefur Júlía lokið keppni á tveimur mótum í Junior Grand Prix mótaröðinni.

Fyrst fór hún til Ostrava, Tékklandi sem fór fram 31. ágúst-3. september síðastliðin og fékk þar 34,01 fyrir stutta prógramið og 50,28 fyrir frjálsa prógramið, samanlögð stig voru þá 84,29.

Núna 12. – 15. október fór hún Júlía til Egna, Ítalíu stóð sig með prýði. Hún fékk þar 40,50 fyrir stutta prógramið og 58,74 fyrir frjálsa prógramið, samanlögð stig voru þá 99,24.

Hægt er að sjá mikla bætingu á milli móta hjá henni og munum við fylgjast vel með henni á tímabilinu og í komandi framtíð.

Við viljum óska henni Júlíu innilega til hamingju með árangurinn og okkur hlakkar til að sjá meira frá henni.