Þríþrautardeild Fjölnis er nýjasta viðbót félagsins 🏊‍♀️🚴‍♀️🏃
Hún er sú tólfta í röðinni.
Ólíkt öðrum deildum heyrir hún beint undir aðalstjórn félagsins sem fer með stjórn deildarinnar.
Æfingar í sundi og hlaupum eru í samstarfi við Garpahóp sunddeildar og hlaupahóp frjálsíþróttadeildar. Unnið er að því að geta boðið upp á hjólaæfingar.
Félagsaðild kostar 6.500 kr. fyrir árið.
Námskeiðskostnaður er ekki innifalinn í félagsaðild en í boði er að skrá sig í Garpahópinn og hlaupahópinn.
Skráning fer fram á fjolnir.felog.is.
Allar nánari upplýsingar er að finna á fjolnir.is/felagid-okkar/thrithraut/ og á netfangið skrifstofa@fjolnir.is.