Sara Montoro valin í U19 landslið kvenna

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna í knattspyrnu, hefur valið landsliðshóp sem æfir þessa vikuna á Selfossi.

22 leikmenn eru í hópnum og koma frá 12 félögum, þar á meðal Sara Montoro leikmaður okkar í meistaraflokki Fjölnis.

Þetta val er mikil viðurkenning fyrir Söru sem og kvennaknattspyrnuna í Fjölni, en Sara hefur farið vel af stað í sumar og er komin með 9 mörk í 4 leikjum í Íslandsmótinu.

Það verður spennandi að fylgjast með þessari frábæru fyrirmynd í sumar og á komandi tímabilum.

Sjá frétt af heimasíðu KSÍ

#FélagiðOkkar

UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Opnunartími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Símatími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
10:00-11:30

Sími: 578-2700

Hafðu samband

skrifstofa@fjolnir.is

Translate »