Fræðslufyrirlestraröð hjá handboltanum

Undanfarnar vikur hefur barna- og unglingaráð Fjölnis boðið iðkendum sínum upp á áhugaverða fræðslu frábærra fyrirlesara. Hreiðar Haraldsson frá Haus hugarþjálfun ræddi um afrekshugarfar við 3. og 4.flokk félagsins, Arnar Sölvi Arnmundsson íþróttanæringarfræðingur fór yfir hvernig næring getur skipt miklu máli í íþróttum fyrir 4. og 5.flokk og loks ræddi Pálmar Ragnarsson við 5. og 6.flokk um jákvæð samskipti til að byggja upp sterka liðsheild og öfluga leiðtoga.
Við þökkum fyrirlesurunum kærlega fyrir fræðsluna og vonum að iðkendurnir okkar muni nýta sér þessa fyrirlestraröð til að verða enn betri íþróttamenn.