Handboltinn aftur af stað !
Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra frá því á föstudaginn mun handboltastarf Fjölnis hjá krökkum og unglingum fæddum 2005 og síðar hefjast á miðvikudaginn. Það eru mikil gleðitíðindi !
Allir iðkendur í 4. – 8.flokki karla og kvenna geta því mætt aftur á æfingar. Allir þjálfarar hafa sett inn færslur inn í facebook-hópa hjá flokkunum sínum um æfingabyrjunina en einnig kemur nákvæm dagskrá inn í XPS.
Við vonum að allir krakkarnir sem æfðu hjá okkur fyrir æfingabannið mæti til baka og fleiri til enda frábært starf sem unnið er hjá deildinni. Allar upplýsingar um starfið er hægt að finna á heimasíðu Fjölnis, fjolnir.is en einnig er hægt að senda tölvupóst á handbolti@fjolnir.is ef frekari upplýsinga er þörf.
Engir klefar verða í boði, þannig að iðkendur geta geymt fötin sín við veggina í íþróttahúsunum. Inngangurinn inn í Fjölnishöllina er að aftan (austanmegin).
Sjáumst í handbolta, áfram Fjölnir !