Helgi Árnason fær fálkaorðuna

Helgi Árnason, formaður Skákdeildar Fjölnis og skólastjóri Rimaskóla, fékk afhenta fálkaorðuna, ridd­ara­kross úr hendi forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar  fyr­ir störf á vett­vangi skóla og skák­list­ar. Athöfnin fór fram að Bessastöðum á þjóðahátíðardaginn 17. júní. Helgi hefur gegnt formennsku í Skákdeild Fjölnis frá stofnun deildarinnar árið 2004 og eflt starfsemina ár frá ári þannig að Fjölnir er í hópi þriggja sterkustu skákfélaga landsins. Helgi er því að mati skákmanna vel að þessum heiðri kominn. Hann hefur jafnhliða byggt upp afar öflugt skákstarf í Rimaskóla en skáksveitir skólans hafa m.a. unnið Norðurlandameistaratitil barna-og grunnskólasveita í sex skipti og mun það vera einsdæmi á Norðurlöndum. Úr Rimaskóla hafa komið sterkir skákmenn eins og Hjörvar Steinn Grétarsson stórmeistariDagur Ragnarsson alþjóðlegur meistariOliver Aron Jóhannesson FIDE meistari og Nansý Davíðsdóttir landsliðskona í skák. Helgi hefur ávallt verið virkur skákhreyfingunni og sat samfellt í Stjórn Skáksambands Íslands í 10 ár og Skákakademíu Reykjavíkur frá stofnun árið 2008. Á 30 ára afmæli Fjölnis í febrúar 2018 var Helgi Árnason sæmdur gullmerki Fjölnis.

Við óskum Helga Árnasyni innilega til hamingju með þessa heiðursveitingu.

 

UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Opnunartími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Símatími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
10:00-11:30

Sími: 578-2700

Hafðu samband

skrifstofa@fjolnir.is

Translate »