Sumarskákmót Fjölnis

Sumarskákmót Fjölnis í Rimaskóla laugardaginn 11.maí

 

Hið árlega sumarskákmót Fjölnis fer fram í hátíðarsal Rimaskóla laugardaginn 11.maí og hefst kl. 11:00. Mótinu lýkur með verðlaunahátíð og happdrætti kl. 13:15.

Keppt er um verðlaunagripi sem Rótarýklúbbur Grafarvogs gefur til mótsins og fjölda áhugaverðra vinninga; pítsur, bíómiða og 66°N húfur.

Mótið er ætlað öllum grunnskólabörnum og er þátttakan ókeypis.

Þátttakendum er bent á að mæta tímanlega til skráningar, 10 – 15 mínútum fyrir mót.

Tefldar verða 6 umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma.

Í skákhléi býðst þátttakendum og foreldrum að kaupa veitingar á 250 kr, drykkur, prins póló og kex.

Skákmót Fjölnis eru skemmtileg og allar aðstæður á keppnisstað einstaklega góðar fyrir keppendur og foreldra.

Fjölmennum á síðasta skákmót skólaársins. Mætum í Rimaskóla 11.maí kl. 11:00.

UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Opnunartími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Símatími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
10:00-11:30

Sími: 578-2700

Hafðu samband

skrifstofa@fjolnir.is

Translate »