Páskamót Fjölnis
Frjálsíþróttadeild Fjölnis hélt sitt árlega Páskamót fyrir 6-10 ára iðkendur deildarinnar í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal sunnudaginn 24. mars. Var iðkendum frá Aftureldingu einnig boðið að taka þátt í mótinu. Keppt var í 60m spretthlaupi, langstökki, skutlukasti og 200m hlaupi. Alls tóku um 20 krakkar þátt í mótinu og heppnaðist það mjög vel. Góð stemning var á mótinu og greinilegt að mikið er af efnilegu íþróttafólki hjá þessum félögum. Að mótinu loknu fengu krakkarnir viðurkenningaskjal með upplýsingum um árangur sinn á mótinu og páskaegg frá Freyju. Mótið var styrkt af Landsbankanum.
Á myndinni er hópurinn ásamt þjálfurum.