Fjölnir í 4. sæti
Bikarkeppni FRÍ fór fram í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika laugardaginn 2. mars. Fjölnir sendi sameiginlegt lið með Aftureldingu á mótið. Í heildina varð liðið í 4. sæti en 9 lið tóku þátt í keppninni. Í karla og kveppakeppninni varð liðið einnig í 4. sæti. Er það sannarlega góður árangur.
Daði Arnarson náði 2. sæti í 1500m hlaupi og Bjarni Anton Theódórsson náði 3. sæti í 400m hlaupi.
Vilhelmína Þór Óskarsdóttir náði 3. sæti í 400m hlaupi og Helga Þóra Sigurjónsdóttir náði 3. sæti í hástökki.
Öll úrslit mótsins eru hér.
Hér má sjá stigastöðuna.