Góður árangur á MÍ

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum var haldið í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika dagana 23. og 24. febrúar. Fjölnir átti 13 keppendur á mótinu sem stóðu sig mjög vel. Margir voru að ná góðum árangri og sumir að setja persónuleg met. Þau sem komust á verðlaunapall voru:

Daði Arnarson fékk silfur í 800m hlaupi á tímanum 1:56,36. Hann keppti einnig í 400m hlaupi og bætti sig í þeirri vegalengd.

Bjarni Anton Theódórsson fékk brons í 400m hlaupi á tímanum 50,11sek.

Hermann Orri Svavarsson fékk brons í langstökki með stökk uppá 6,57m og var það persónuleg bæting hjá honum. Hann keppni líka í 60m hlaupi og bætti sig þar einnig.

Vilhelmína Þór Óskarsdóttir fékk brons í 400m hlaupi á tímanum 57,86sek.

Helga Guðný Elíasdóttir fékk brons í 3000m hlaupi á tímanum 10:58,33.

Helga Þóra Sigurjónsdóttir fékk brons í hástökki með stökk yfir 1,64m.

Að lokum vann sveit Fjölnis brons í 4x400m boðhlaupi karla. Í sveitinni voru Hermann Orri Svavarsson, Daði Arnarson, Matthías Már Heiðarsson og Bjarni Anton Theódórsson.

Fleiri voru að bæta sinn persónulega árangur á mótinu. Bjartur Gabríel Guðmundsson keppti í þremur greinum; 60m hlaupi, 200m hlaupi og hástökki og bætti sig í öllum greinunum. Sara Gunnlaugsdóttir keppti í 200m hlaupi og bætti sig í þeirri vegalengd.

Öll úrslit mótsins eru hér.

Á myndinni er Daði Arnarson.