Jólasöfnun körfunnar

Góðan dag,

Nú hefst hin árlega Jólasöfnun Körfuknattleiksdeildar Fjölnis.

 

Við erum að selja flatkökur, klósett- og eldhúspappír, kaffi, egg, jólarósir og kerti og vegleg handklæði merkt Fjölni. Nýtt: Fjölnishandklæði

 

Sölublöðum og greiðslu er skilað eigi síðar en sunnudag 9. desember kl. 22:00. Afhending vara verður fimmtudaginn 13. desember.

 

Eins og áður safna iðkendur fyrir sjálfa sig um leið og þeir safna fyrir körfuboltadeildina. Iðkendur safna sér inn pening með því að selja ákveðinn fjölda af vörum (sjá blöð vegna Jólasöfnunar Fjölnis 2018).

 

Leitast verður við að dreifa blöðum Jólasöfnunar Fjölnis 2018 á næstu æfingum. Hvetjum alla til að byrja söluna sem allra fyrst og nota ljósmyndina af söluvörunum t.d. með því að dreifa til vina og vandamanna.

 

Blöð Jólasöfnunar Fjölnis má nálgast hér:  https://drive.google.com/file/d/1FoTsXoMWJyce0XiJFSiGQeLaxk-QA3j_/view?usp=sharing

UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Opnunartími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Símatími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
10:00-11:30

Sími: 578-2700

Hafðu samband

skrifstofa@fjolnir.is

Translate »