Nýtt yfirþjálfarateymi yngri flokka knattspyrnudeildar Fjölnis
Nýtt yfirþjálfarateymi yngri flokka knattspyrnudeildar Fjölnis
Knattspyrnudeild Fjölnis er á fullu að skipuleggja næsta knattspyrnu ár og á komandi tímabili verða breytingar á yfirþjálfarateymi 8.-2. flokka Fjölnis er Luka Kostic og Björn Breiðfjörð Valdimarsson taka saman við keflinu.
Björn hefur sinnt yfirþjálfarastarfinu ásamt Arngrími Jóhanni Ingimundarsyni frá því í byrjun sumars, eftir að hafa komið sterkur og metnaðarfullur inn í Fjölnisstarfið sem þjálfari haustið 2021. Hann er uppalinn leikmaður hjá Gróttu og spilaði sjálfur upp alla flokka í því félagi. Björn er með A þjálfaragráðu UEFA og þrátt fyrir fyrir ungan aldur hefur hann mikla reynslu sem þjálfari og hefur meðal annars starfað sem yfirþjálfari hjá yngri flokkum Gróttu og þjálfað alla flokka í því félagi að meistaraflokki undanskildum. Hjá Fjölni hefur Björn þjálfað 3., 4. og 6. flokk karla.
Luka Kostic kemur nýr inn í félagið en býr að áratuga reynslu úr knattspyrnuheiminum. Sem atvinnumaður hefur hann spilað 112 leiki i meistaraflokki og unnið fjölda titla með ÍA. Luka hefur þjálfað U-16, U-17 og U-21 landslið karla , meistaraflokka Grindavíkur, Hauka, Þórs A., KR og Víkings og yngri flokka KR og Hauka auk þess að hafa boðið upp á einstaklingsþjálfun sem fjöldi núverandi og fyrrverandi atvinnumanna og -kvenna hafa nýtt sér. Hann hefur þróað metnaðarfull tól til knattspyrnuþjálfunar einstaklinga sem og liða og sótt sér menntun og þekkingu m.a. til KSÍ og UEFA.
Luka og Björn munu saman hafa yfirumsjón með þjálfun, afreksþjálfun og tækniþjálfun, sem kynnt verður betur á komandi vetri, karla og kvenna í 8.-2. flokkum félagsins. Þannig er stuðlað að auknu jafnrétti á milli kynja og sama krafa um gæði og markmið æfinga hjá karla- og kvennaflokkum. Í samvinnu við frábært þjálfarateymi Fjölnis er markmiðið að byggja enn frekar upp félagið, iðkendur og liðsheild.
Við bjóðum Luka hjartanlega velkominn í Fjölni og hlökkum til áframhaldandi samstarfs með Birni.
Jafnframt þökkum við Arngrími Jóhanni Ingimundarsyni, fráfarandi yfirþjálfara samstarfið og fyrir frábærlega vel unnin störf.
Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar fagnar þessu nýja skipulagi og hlakkar til næsta knattspyrnuárs með metnað, virðingu, samkennd og heilbrigði að leiðarljósi.
Stjórn Barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar Fjölnis
Norðurlandamót í áhaldafimleikum fullorðinna og unglinga
Norðurlandamót í áhaldafimleikum fullorðinna og unglinga fer fram hjá Gerplu í Versölum næstu helgi, dagana 2.-3. Júlí. Allt fremsta fimleikafólk Norðurlandanna verður á staðnum og keppir um titla í liðakeppni, fjölþraut, einstaklinga og á einstökum áhöldum.
Frá kl 8:30-13:10 á laugardaginn verður keppt í unglingaflokki.
Frá kl 14:30-20:40 á laugardaginn verður keppt í fullorðinsflokki.
Sunnudaginn verður keppt frá kl 10-16 í fullorðins- og unglingaflokki.
Okkur er sönn ánægja að greina frá því að strákarnir okkar, Davíð Goði og Sigurður Ari, voru valdir í unglingalandsliðið fyrir Norðurlandamótið. Sigurður Ari hefur einnig verið valinn til að taka þátt í EYOF sem fram fer í Slóvakíu 24.-30. Júlí og svo Evrópumótinu sem fram fer í Munhen 11.-14. ágúst.
Innilega til hamingju strákar!
Körfuboltabúðir 27. júní - 1. júlí
Körfuboltabúðir Fjölnis verða vikuna 27. júní - 1. júlí með Aroni Guðmundi.
Skráning fer fram á fjolnir.felog.is
Nánari upplýsingar: karfa@fjolnir.is