Íþrótta- og tómstundastyrkur vegna áhrifa af Covid-19

Vinsamlegast ath. að umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 15. apríl og gildir fyrir skráningar á haustönn 2020 og vorönn 2021.

Félagsmálaráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir á íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem koma frá tekjulágum heimilum.

Markmiðið er að jafna tækifæri til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Styrkirnir eru óháðir hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga.

Við kynningu á styrknum sagði Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra: ,,Covid-19 faraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á allt íþrótta- og tómstundastarf í landinu. Þegar þrengir að fjárhag fjölskyldna er mikil hætta á að þær dragi úr þátttöku barna í íþrótta- og tómstundastarfi og það á sérstaklega við um fjölskyldur í neðri hluta tekjudreifingarinnar. Rannsóknir sýna að íþróttir og frístundir hafa forvarnargildi og því er gríðarlega mikilvægt að við gerum allt sem við getum til að koma í veg fyrir brottfall hjá krökkum í íþróttum og tómstundum vegna faraldursins.”

Svona má sækja um styrk

Hægt er að sækja um styrk fyrir börn sem fædd eru á árunum 2005-2014 og búa á heimili þar sem heildartekjur heimilisins voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars – júlí 2020. Styrkurinn er 45.000 kr. á hvert barn og um 13.000 börn eiga rétt á styrknum.

Afreiðsla styrkumsókna er á höndum sveitarfélaga landsins eftir að búið er að kanna rétt til styrksins inni á Island.is.
Nánari upplýsingar og leiðbeiningar má sjá hér.

Styrkina er m.a. hægt að nýta til niðurgreiðslu á þátttökugjöldum vegna íþróttaiðkunar. Sveitarfélög setja reglur um úthlutun stykjanna og getur fyrirkomulag verið breytilegt. Kynningarefni vegna styrksins hefur verið útbúið á fjölda tungumála.

Rannsóknir hafa sýnt að mikilvægt er að halda sem flestum börnum virkum í íþrótta- og frístundastarfi og tryggja jafnt aðgengi barna og unglinga að slíku starfi. Lögð hefur verið áhersla á að ná til sem flestra forráðamanna og hefur því verið komið af stað kynningarátaki á fjölda tungumála um íþrótta- og tómstundastyrkina.

Félagsmálaráðuneytið hefur gert myndbönd á níu tungumálum til kynningar á styrkjunum og má finna þau á linknum hér fyrir neðan / Ministry of Social Affairs has published videos in nine languages to introduce the subsidy and can be found on the link below:

https://www.youtube.com/channel/UC-Kaj_-DYRuKbbs_PKS2CqQ/videos


Fréttir af Vormóti ÍSS og Kristalsmóti

Það er heldur betur viðburðarík helgi hjá okkur á skautasvellinu um helgina. Um 110 keppendur voru skráðir til leiks á Kristalsmóti og Vormóti ÍSS og fór fyrri hluti mótanna fram í dag.

Keppni á Kristalsmótinu hófst kl. 08:00 í morgun og voru það keppendur í 6 ára og yngri og 8 ára og yngri sem fóru fyrstir inn á ísinn. Fjórir keppendur tóku þátt í flokki 6 ára og yngri. Í flokki 8 ára og yngri voru 10 keppendur, Perla Gabriela Giraldo Ægisdóttir var okkar fulltrúi í þeim hópi og stóð sig með prýði. Næst tók við keppni í flokki 10 ára og yngri voru 14 keppendur skráðir til leiks og áttum við þar 4 keppendur, Örnu Dís Gísladóttur, Margréti Ástrósu Magnúsdóttur, Selmu Kristínu S. Blandon og Unu Lind Otterstedt, sýndu þær æfingar sýnar af miklu öryggi og stóðu sig vel. Keppendur í flokkum 6, 8 og 10 ára og yngri fengu viðurkenningar fyrir þátttöku en ekki er raðað í verðlaunasæti í þeim flokkum. Því næst tók við keppni í flokki 12 ára og yngri og voru þar skráðar til leiks 11 stúlkur og 1 drengur, Líva Lapa og Ísabella Jóna Sigurðardóttir úr Fjölni kepptu í þeim flokki og stóðu sig mjög vel og hreppti Ísabella Jóna fyrsta sætið. Að lokum tók við keppni í SO flokkum og voru þar skráðar til leiks 12 stúlkur og 1 drengur. Eftir það var gert hlé á Kristalsmóti þangað til í fyrramálið.

Eftir hádegi var komið að keppni á Vormóti ÍSS. Keppni hófst á skylduæfingum hjá Advanced Novice, þar voru aðeins þrír skautarar. Tanja Rut Guðmundsdóttir úr Fjölni var önnur á ísinn og gekk ágætlega, hún endaði í þriðja sæti eftir fyrri daginn með 21,45 stig. Næst tóku við skylduæfingar hjá Junior Ladies þar sem voru einnig aðeins þrír skautarar. Þar áttum við tvo fulltrúa, þær Júlíu Sylvíu Gunnarsdóttur og Lenu Rut Ásgeirsdóttur. Lena var fyrst á ísinn og skautaði gott prógram náði nýju persónulegu meti í stuttu prógrammi með 27,76 stig. Júlía Sylvía var næst á ísinn og gekk ágætlega og endaði með 32,88 stig eftir fyrri daginn. Eru þær í öðru og þriðja sæti eftir fyrri keppnisdag. Næst á ísinn komu Senior Ladies með skylduæfingar og voru þar tveir skautarar skráðir til leiks, Herdís Birna Hjaltalín tók þátt á sínu fyrsta móti sem Senior skautari. Herdísi gekk nokkuð vel og endaði með 31,35 stig og í fyrsta sæti eftir stutt prógram.

Næst tók við keppni í Basic Novice, þar voru 13 keppendur og áttum við tvær Fjölnisstelpur í þeim flokki, þær Elvu Íseyju Hlynsdóttur og Írisi Maríu Ragnarsdóttur. Stelpurnar stóðu sig nokkuð vel en ansi mjótt var á milli stiga hjá keppendum í flokknum. Endaði Íris María í 8. sæti með 19,34 stig og Elva Ísey í 3. sæti með 24,10 stig. Næst stigu á ísinn keppendur í Intermediate Novice þar sem 5 skautarar tóku þátt, þar áttum við þrjá keppendur þær, Rakel Söru Kristinsdóttur, Andreu Marín Einarsdóttur og Söndru Hlín Björnsdóttur, stóðu stelpurnar sig vel og lenti Rakel Sara í öðru sæti með 24,04 stig. Sandra Hlín og Andrea Marín áttu ekki jafn góðan dag, en eiga nóg inni fyrir okkur næst. Að lokum var keppni í Intermediate Ladies og tók þar 1 skautari þátt. Eftir það var gert hlé á keppni þangað til í fyrramálið.

Á sunnudeginum hélt Kristalsmótið áfram og byrjaði á keppni í flokki 14 ára og yngri þar sem voru 7 keppendur, þar áttum við tvo skautara, Ástu Lovísu Vilhjálmsdóttur og Kaylu Amy Eleanor Harðardóttur. Stóðu þær sig vel og lenti Ásta Lovísa í fyrsta sæti í flokknum. Næst var keppni í flokkum 15 ára og eldri og 25 ára og eldri, en þar voru tveir keppendur í sitthvorum flokknum. Alrún María Skarphéðinsdóttir keppti í flokki 25 ára og eldri og skautaði gott prógram og var hún í fyrsta sæti. Þar með var keppni á Kristalsmótinu 2021 lokið.

Þá var komið að seinnihluta Vormóts ÍSS. Fyrst var keppni í yngri flokkunum Chicks og Cubs, en ekki eru veitt verðlaun eða birt úrslit í þeim flokkum. Í flokki Chicks voru 5 skautarar, þar á meðal okkar Ermenga Sunna Víkingsdóttir sem stóð sig vel. Gaman var að sjá fjölgun í flokknum milli móta. Næsti var keppni í Cubs flokkum, þar voru 7 skautarar, 6 stúlkur og 1 drengur. Okkar skautarar, Arína Ásta og Elín Katla stóðu sig vel. Að því loknu var komið að keppni í frjálsu prógrammi hjá Advanced Novice, Junior og Senior sem skautuðu stutta prógrammið með skylduæfingunum á laugardeginum. Tönju Rut skautaði gott prógram með minniháttar mistökum í Advanced Novice og fékk hún 36,85 stig fyrir frjálsa prógramið og endaði hún með 58,30 í heildarstig fyrir bæði prógröm og í þriðja sæti í flokknum. Lena Rut var aftur fyrst á ísinn í Junior Ladies og gekk ágætlega og endaði hún með 41.65 stig fyrir frjálsa prógramið og endaði hún með 69,41 í heildarstig fyrir bæði prógröm og í þriðja sæti í flokknum. Júlía Sylvía var önnur á ísinn og og gekk ágætlega, átti m.a. góða tilraun í þrefalt salchow og endaði hún með 55,37 stig fyrir frjálsa prógramið og endaði hún með 88,25 í heildarstig fyrir bæði prógröm og í öðru sæti í flokknum. Að lokum var keppni í Senior Ladies og var Herdís Birna önnur á ísinn, gekk henni vel þó stökkin hafi aðeins verið að stríða henni. Fékk hún 66,40 stig fyrir frjálsa prógramið og fékk hún samanlagt 97,75 fyrir bæði prógröm og endaði í 2. sæti á mótinu.

Yfir heildina gekk Fjölnisskauturum mjög vel og mátti sjá miklar framfarir frá seinasta móti, þá sérstaklega í Félagalínunni þar sem ekki hefur verið mót síðan í september. Við þökkum kærlega fyrir samveruna á mótinu, þá keppendum, þjálfurum, foreldrum, sjálfboðaliðum og starfsfólki.

 

Myndir frá mótinu má nálgast hér


Ofurhetjumót Gróttu

Ofurhetjumót Gróttu fór fram um helgina og átti Fjölnir bæði stúlkur og stráka sem tóku þátt á mótinu.

Iðkendur Fjölnis skemmtu sér vel á mótinu og stóðu sig eins og hetjur.
Það verður gaman að fylgjast með þessum flottu iðkendum keppa á næsta móti :)


Hressir fótboltakrakkar á morgunæfingu

Í mars stendur iðkendum í 3. og 4. flokki karla og kvenna hjá @fjolnir_fc til boða að mæta á morgunæfingar inni í Egilshöll. Frábært þjálfarateymi tekur á móti iðkendum með fjölbreyttum æfingum og léttri morgunhressingu í lok æfinga. 4. flokkur reið á vaðið í vikunni og mættu rétt rúmlega 50 hressir og metnaðarfullir iðkendur sem létu ljós sitt skína.

#FélagiðOkkar


Aðalfundur Fjölnis 2021

Aðalfundur Fjölnis fer fram þriðjudaginn 9. mars kl. 17:00 í fundaraðstöðu félagsins í Egilshöll.

Skráning á fundinn fer fram HÉR.

Við verðum einnig með beint streymi frá fundinum. Smelltu HÉR til að fylgjast með streyminu.

Athugið að þeir sem horfa á streymið eru ekki beinir þátttakendur fundarins og hafa því ekki tillögu- eða atkvæðisrétt.

 

Dagskrá aðalfundar skal vera:
a) Skýrsla stjórnar
b) Reikningar félagsins
c) Lagabreytingar
d) Kjör formanns
e) Kjör stjórnarmanna
f) Kjör skoðunarmanna reikninga
g) Önnur mál

Tillaga að lagabreytingu hefur verið móttekin, sjá HÉR.

Lög Fjölnis er að finna hér: https://fjolnir.is/felagid-okkar/log-felagsins/

#FélagiðOkkar


Fjölnisstúlkur Bikarmeistarar í 3. þrepi

Fjölnisstúlkur urðu Bikarmeistarar í 3. þrepi um helgina.
Mótið fór fram í Gerplu og voru mörg flott lið mætt til leiks.
Óskum þeim innilega til hamingju með þennan flotta árangur.

Fjölnisstrákarnir sem kepptu í Frjálsum æfingum stóðu sig einnig vel um helgina en þeir lentu í 3. sæti samanlagt.


Fjölnir og Tryggja

Ungmennafélagið Fjölnir og Tryggja í samstarfi við Lloyd´s, bjóða tryggingu fyrir börn yngri en 22 ára í leik og starfi. Tryggingin gildir allan sólarhringinn á æfingum, keppnum og frítíma hvar sem er í heiminum. Þetta er algjörlega valfrjálst fyrir félög/foreldra en fyrir hverja áskrift fær félagið 1.000 kr. Fjölnir hvetur því félagsmenn að kynna sér þetta  en Tryggja mun sjá um alla úrvinnslu og standa skil á greiðslum.

  1. Vernda barnatrygging er ódýr sjúkra- og slysatrygging – 1990 kr. á mánuði.
  2. Styrkur til íþróttafélags.
  3. Ekkert heilsufarsmat.
  4. Gildir út um allan heim.
  5. Dagpeningar til foreldra við umönnun.
  6. Hæstu bætur við örorku.
  7. Tryggingin gildir:
    1. við æfingar
    2. í keppni
    3. í frítíma
    4. í leik og starfi

Smelltu á meðfylgjandi hlekk til að kaupa tryggingu: https://www.tryggja.is/vernda-barnatryggingar/sport.

“Tryggjum börnin okkar sérstaklega, það verðmætasta sem við eigum, alltaf, alls staðar í leik og starfi”

Nánari upplýsingar veitir Stefán Þórðarson stefanth@tryggja.is.


GK mótið í hópfimleikum 2021

Laugardaginn 20. febrúar fór fram GK mótið í hópfimleikum. Mótið fór fram í nýju og glæsilegu íþróttahúsi FIMA á Akranesi. Á mótinu líkt og öðrum mótum á COVID tímum voru áhorfendur ekki leyfðir. En FIMA í samstarfi við ÍA-TV streymdi mótinu og erum við ákaflega þakklát fyrir það. Enda útsending í frábærum gæðum og mjög vel unnin.

Fjölnir sendi til keppni lið í 2. flokk og í meistaraflokki kvenna og var árangurinn glæsilegur. 2. flokkurinn okkar stóð sig frábærlega en þær lentu í öðru sæti með 47.730 stig. Í fyrsta sæti hafnaði Gerpla 1 með 49.460 stig. Meistaraflokkurinn okkar stóð sig einnig mjög vel og hafnaði í fjórða sæti með 47.490 stig ekki langt á eftir Stjörnunni 2 sem lenti í þriðja sæti með 49.990 stig. Gaman er að segja frá því að sex lið frá fimm félögum voru skráð til leiks í kvennaflokki en mörg ár eru síðan jafn mörg lið og frá jafn mörgum félögum hafa verið skráð til keppni í meistaraflokki.

Hægt er að sjá upptöku af steyminu á þessum linkum:

2. flokkur: https://www.youtube.com/watch?v=iWmx9Jp4Zpc&t=793s

Meistaraflokkur: https://www.youtube.com/watch?v=XsJlq90_FnA

 


Mótatímabilið í áhaldafimleikum hófst um helgina

Mótatímabilið hófst loksins um helgina og ríkti mikil spenna meðal keppenda. Fjölnis stúlkurnar stóðu sig mjög vel og nutu þess    keppa á  

Þær stúlkur sem náðu 5. þrepi voru: María Kristín, Nicole, Dagbjört, Elísa Ósk, Laufey Björk, Andrea, Diljá Harpa og Svandís Eva.  

Þær stúlkur sem náðu 4. þrepi voru: Sigrún Erla, Ída María, Telma Guðrún, Laufey Birta og Guðrún. 

Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.