Ásgeir Frank Ásgeirsson ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu
Ásgeir Frank Ásgeirsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Fjölni til næstu tveggja ára. Ásgeir, sem er alinn upp í Fossvoginum, lék upp yngri flokkana hjá Víkingum í Reykjavík ogi lék með þeim 2 leiki í Bestu deildinni með uppeldisfélaginu.
Þess utan lék Ásgeir í 3 ár með liði Aftureldingar sem fór upp í efstu deild nú í haust auk þess sem hann þjálfaði lið Hvíta Riddarans í fyrra. Ásgeir á að baki 5 leiki fyrir U-19 ára landslið karla.
Er þetta mikill fengur fyrir Fjölni að fá svona sterkan einstakling og karakter í Grafarvoginn enda mun Ásgeir einnig vinna þvert á flokka og verða leiðandi í afreksstarfi Fjölnis í samstarfi við yfirþjálfara félagsins og þjálfara 2. og 3. flokks karla.
Vill félagið á sama tíma þakka fráfarandi aðstoðarþjálfara félagsins, Einari Jóhannesi Finnbogasyni, fyrir samstarfið undanfarin ár. Einar hefur verið afar vinsæll meðal Fjölnismanna eftir að hafa verið hægri hönd Úlla bæði í 2. flokki karla og í meistaraflokki sl 7 ár.
Eva Karen Sigurdórsdóttir semur við Fjölni

Harpa Sól framlengir við Fjölni
Miðjumaðurinn Harpa Sól Sigurðardóttir hefur framlengt samning sinn við Fjölni til næstu tveggja ára.
Harpa sem er afar öflugur og kraftmikill miðjumaður hefur leikið 39 leiki með félaginu í deild og bikar og skorað í þeim 14 mörk.
Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir félagið því Harpa er ekki bara mikilvægur hlekkur í liðinu heldur uppalin hjá félaginu og hluti af þeirri uppbyggingu sem á sér stað innan þess.
#FélagiðOkkar 💛💙
Lokahóf meistaraflokka í knattspyrnu 2024
Staða borða 17.10.24 kl. 18:00
Staða seldra borða á Þorrablót Grafarvogs fimmtudaginn 17. október kl. 18:00
Borðapantanir fara fram á vidburðir@fjolnir.is
Þorrablót Grafarvogs 2025




Úlfur framlengir við Fjölni

Fjölnir býður nýjan framkvæmdastjóra velkominn til starfa

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu - Fjölnir - KH, 5:1
Fjölnir - KH, 5:1
Síðasti leikur tímabilsins byrjaði rólega hjá Fjölniskonum og leikurinn var jafn fyrstu 20 mínúturnar. Eftir það tók liðið okkar yfir leikinn og skoraði 2 mörk í fyrri hálfleik. Liðið byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og skoraði snemma mark. Við héldum andstæðingunum á þeirra vallarhelmingi og vorum nálægt fjórða markinu en í staðinn tókst KH að byggja upp skyndisókn og skora mark. Við brugðumst vel við þessari áskorun og náðum að bæta við 2 mörkum til viðbótar.
Jákvæður endir á löngu og erfiðu tímabili fyrir liðið.
Við viljum þakka stelpunum úr 5 flokkunum okkar og sjálfboðaliðum fyrir hjálpina í kringum leikinn. Einnig viljum við þakka fyrir góðan og jákvæðan stuðning úr stúkunni.
Markaskorarar:
Emilia Lind Atladóttir - 2 mörk
Harpa Sól Sigurðardóttir - 2 mörk
Ester Lilja Harðardóttir - 1 mark
Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu: Sindri - Fjölnir, 3:1
Laugardaginn 7. september héldu Fjölniskonur alla leið á Höfn í Hornafirði. Því miður voru spilin ekki okkur hag þennan daginn en okkur vantaði fjóra leikmenn og endurspeglaði það því miður leikinn. Byrjunin gekk brösulega þrátt fyrir góð færi en við náðum því miður ekki að nýta þau nógu vel. Í staðinn tókst Sindrakonum að notfæra sér mistök okkar og tók þannig forystuna. Í seinni hálfleik varð liðið árásargjarnara og náði að setja góða pressu á andstæðinginn. Þar náðist að skora eitt mark en því miður voru þau ekki fleiri okkar megin. Sindri náði að nýta færin sín og voru heilt yfir betri þennan daginn. Þetta var því fyrsta tap Fjölniskvenna í B úrslitum.
Í þessum leik léku tvær af okkar ungu og efnilegu leikmönnum sinn fyrsta leik fyrir Fjölni:
Agnes Liv Pétursdóttir Blöndal, fædd 2007
Helena Fönn Hákonardóttir, fædd 2010
Markaskorari leiksins:
Eva Karen Sigurdórsdóttir
Síðasti leikur tímabilsins er næsta laugardag, 14. september kl. 14:00 á Extra vellinum gegn KH. Við viljum því hvetja alla til að koma og styðja liðið í þessum síðasta leik!