Hanna Jóhannsdóttir nýr formaður UMF Fjölnir

Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir er nýr formaður UMF Fjölnir, fyrst kvenna, en aðalfundur félagsins var haldinn þriðjudaginn þann 19. mars. Á aðalfund mættu hátt í fjörutíu manns þar sem áttu sér stað bæði líflegar og heitar umræður um starf íþróttafélaga í dag.

 
Hanna er Fjölnisfólki góðkunn en hún hefur setið í stjórnum fimleikadeildar, handknattleiksdeildar og frjálsíþróttadeildar, var formaður meistaraflokksráðs karla í handknattleiksdeild frá 2019-2024 auk þess sem hún var formaður fimleikadeildar frá 2010-2018 og formaður handknattleiksdeildar frá 2018-2019. Auk þess hefur hún átt sæti í aðalstjórn félagsins í rúm 10 ár þar af sem varaformaður frá árinu 2021 og tekur nú við kefli formanns.
 
Hanna tekur við formennsku af Jóni Karli Ólafssyni sem hefur gegnt hlutverki formanns síðan árið 2009 en hann hefur setið í stjórn félagsins í hátt í tuttugu ár.
 
Fjölnir þakkar fráfarandi formanni fyrir ómetanlegt starf í gegnum árin og óskar nýjum formanni til hamingju og velfarnaðar í starfi.


Átta Fjölniskonur í landsliðinu í íshokkí!

Jón Gíslason aðalþjálfari kvennalandsliðs Íslands hefur valið leikmannahópinn sem leikur fyrir Íslands hönd í heimsmeistarakeppni IIHF í byrjun apríl. Leikið verður í Canillo í Andorra 7. til 13. apríl.

Átta frábærar Fjölniskonur eru í hópnum!
🏒 Berglind Rós Leifsdóttir
🏒 Elisa Dís Sigfinnsdóttir
🏒 Elín Darkoh
🏒 Eva Hlynsdóttir
🏒 Kolbrún María Garðarsdóttir
🏒 Laura-Ann Murphy
🏒 Sigrún Agatha Árnadóttir
🏒 Teresa Regína Snorradóttir
Fjölnir óskar þeim öllum til hamingju með valið og góðs gengis úti!

Aðalfundur Fjölnis

Aðalfundur Fjölnis fer fram þriðjudaginn 19. mars kl. 17:30.

Fundurinn verður í Miðjunni, félagsaðstöðu Fjölnis í Egilshöll.

Framboð stjórnarmanna þarf að berast til gummi@fjolnir.is eigi síðar en 15. mars.

Tillögur til breytinga á lögum félagsins, undirritaðar af flutningsmönnum, skulu sendar aðalstjórn félagsins eigi síðar en 15. mars.

Dagskrá aðalfundar verður:

a) Skýrsla stjórnar

b) Reikningar félagsins

c) Lagabreytingar

d) Kjör formanns

e) Kjör stjórnarmanna

f) Kjör skoðunarmanna reikninga

g) Önnur mál

8. grein

Stjórn félagsins er skipuð sjö mönnum og allt að tveimur til vara. Kosning til stjórnar skal fara þannig fram:

a) kosning formanns til eins árs,

b) kosning sex meðstjórnenda til tveggja ára, þannig að þrír eru kosnir á hverju ári,

c) kosning tveggja manna í varastjórn til eins árs.

Varamenn taka sæti í stjórn ef aðalmaður forfallast í sömu röð og þeir eru kosnir. Bjóði meðstjórnandi sig fram til formanns áður en kjörtímabili hans líkur, tekur varamaður sæti í stjórn fram að næsta aðalfundi.

Allir félagsmenn félagsins sem eru fjárráða geta boðið sig fram til formanns. Formaður félagsins getur ekki samtímis verið formaður deildar. Tilkynningar um framboð til formanns og meðstjórnenda félagsins skulu berast framkvæmdarstjóra félagsins minnst 5 dögum fyrir boðaðan aðalfund.

Formaður er kosinn beinni kosningu á aðalfundi, en að öðru leyti skiptir stjórnin sjálf með sér verkum. Stjórn fer með umboð og vald aðalfundar á milli aðalfunda án heimildar til lagabreytinga.

Á aðalfundi skulu einnig kosnir tveir skoðunarmenn reikninga en í þeirra stað má kjósa einn löggiltan endurskoðanda.

Lög Fjölnis má finna hér

https://fjolnir.is/felagid-okkar/log-felagsins/


Haukur Óli með U16! 

Haukur Óli með U16! 

Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið leikmannahóp til þátttöku í UEFA Development móti sem fram fer á Gíbraltar dagana 12. - 20. mars næstkomandi.

Haukur Óli markmaður 2. og 3.flokks karla hefur verið valinn í hópinn!

Liðið æfir á Íslandi mánudaginn 11. mars áður en haldið er til Gíbraltar þann 12. mars.

Íslenska liðið mætir Gíbraltar, Færeyjum og Litháen á UEFA mótinu.

 

Knattspyrnudeild Fjölnis óskar Hauki til hamingju með valið og óskar honum góðs gengis á mótinu!

 

#FélagiðOkkar 💛💙


Birgir og Jónatan með U17 í Finnlandi!

Íslenska karla landsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngri keppti í vikunni tvo æfingaleiki gegn U17 liði Finnlands.

Íslenska liðið vann fyrri leikinn 2-1 en tapaði svo seinni leiknum 4-1 gegn sterku liði Finna. Biggi og Jónatan tóku þátt í báðum leikjum og voru glæsilegir fulltrúar Fjölnis í ferðinni.

Knattspyrnudeild Fjölnis óskar drengjunum til hamingju með landsleikina og það verður spennandi að fylgjast með þessum efnilegu leikmönnum í sumar!

 

#FélagiðOkkar 💛💙


Fjölnir Bikarmeistarar ÍSS 23-24

Fjölnir eru bikarmeistarar ÍSS í listskautum 2023-24! 🏆⛸️

Vormót ÍSS fór fram í Skautahöllinni á Akureyri 1-3. mars. Mótið var síðasta mót tímabilsins og voru Bikarmeistarar krýndir í lok móts eins og vant er orðið. Félög safna stigum á mótum ÍSS yfir keppnisveturinn og tekur efsti keppandi frá hverju félagi stig fyrir félag sitt sem eru svo lögð saman eftir veturinn. Það félag sem stendur uppi með flest stig er bikarmeistari. Þegar búið var að skoða úrslit mótsins var ljóst að listskautadeild Fjölnis stóð uppi sem sigurvegari Bikarmótaraðar 2024 með 116 stig. Þetta er í annað sinn sem Fjölnir fær bikarinn!

Við óskum ykkur innilega til hamingju með árangurinn!!

#FélagiðOkkar 💛💙


Sumarstörf Fjölnis 2024

Við höfum opnað fyrir umsóknir í sumarstörf Fjölnis 2024. Öllum umsóknum verður svarað.

Við bjóðum upp á fjölbreytt störf fyrir 15-25 ára. Í boði er að vinna á íþróttasvæðinu í Dalhúsum, á sumarnámskeiðum deilda ásamt fjölgreinanámskeiði félagsins.
Umsækjendur geta hakað við það starf sem þeir óska eftir, það er í boði að velja fleiri en eitt starf, t.d. að starfa á knattspyrnu- og listskautanámskeiðum.

Vinnutímabil fyrir 15-16 ára er samtals 105 tímar. Samið er um vinnutíma þegar ráðning liggur fyrir. Umsækjendur þurfa einnig að sækja um hjá Vinnuskólanum.Vinnutímabil fyrir 17-25 ára fer eftir nánara samkomulagi þegar ráðning liggur fyrir. Umsækjendur þurfa einnig að sækja um hjá Hinu Húsinu.

Laun eru greidd út samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborgar.

Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofa Fjölnis á sumarnamskeid@fjolnir.is.

 

Skráning fer fram hér:

https://forms.office.com/pages/responsepage.aspx?id=tQYbx3SIz0emX0cicrdwf9xPGYOlIM5Fo5kx7iGGC7RUN1pFRlBEM1dJS0NIM1BMTllKTU9JU0NZTS4u

#FélagiðOkkar

 

 


Fjölnir Íslandsmeistari kvenna í íshokkí

Fjölnir er Íslandsmeistari kvenna árið 2024.

Fjölnir er Íslandsmeistari í Hertz-deild kvenna eftir 1-0 sigur á SA í fjórða leik liðanna í Egilshöll á laugardaginn. Eina mark leiksins skoraði Sigrún Árnadóttir á fjórðu mínútu.

Þetta var fyrsti titill Fjölnis en sá annar sem fer upp í Egilshöll því fyrir 18 árum, árið 2006, varð kvennalið Bjarnarsins Íslandsmeistari. SA-konur hafa haldið fast um bikarinn þessa 17 titla síðan þá – þar til nú.

Við erum ótrúlega stolt af þessum frábæru íþróttakonum og óskum þeim innilega til hamingju með titilinn!

 

Helgi Páll Þórisson, formaður ÍHÍ, afhendir Kristínu Ingadóttur, fyrirliða Fjölnis bikarinn. Ljósmynd: Bjarni Helgason


Fjölnir A sveit eru Íslandsmeistarar skákfélaga

Íslandsmót Skákfélaga fór fram í Rimaskóla um helgina. Fyrir lokaumferðina var ljóst að Fjölnir yrði Íslandsmeistari í fyrsta sinn og það með töluverðum yfirburðum.

Fór svo að Fjölnismenn unnu sigur í öllum tíu viðureignum sínum á Íslandsmótinu 2023/24 og fengu því 20 stig - einstakt afrek hjá þéttri og vel samsettri sveit.

Þetta er í fyrsta skipti sem Fjölnir er Íslandsmeistari í skák og það á 20. afmælisári!

Fjölnir B vann einnig 3. deildina og teflir því í 2. deild á næsta keppnisári!

Við erum afskaplega stolt af flotta skákfólkinu okkar.

Áfram Skákdeild Fjölnis

Gæti verið mynd af 7 manns, skegg og Texti þar sem stendur "10=70 ALSDE 1/7 1/5"

Íslandsmeistarar Fjölnis ásamt Helga Árnasyni liðsstjóra og formanni Skákdeildarinnar.

Efsta röð f.v.: Paulius, Tomas, Kaido, Oliver Aron Jóhannesson.MIðröð: Dagur Ragnarsson, Tómas Björnsson og Héðinn Hedinn Steingrimsson .
Fremsta röð f.v.: Sigurbjorn J. BjornssonHelgi Árnason, og Valery.

Gæti verið mynd af 9 manns og chess

KR-ingar "teknir í bakaríið" 7,5 - o,5

Gæti verið mynd af 6 manns

B sveitin sigraði 3. deildina. F.v. Emilía Embla (11 ára), Helgi Árnason liðsstjóri, Jóhann Arnar FinnssonOliver Aron JóhannessonTinna Kristín FinnbogadóttirLiss Acevedo Méndez


Fjölnisfólk Íslandsmeistarar barnaskólasveita 1.-3. bekkjar 2024

Íslandsmót barnaskólasveita 1.-3. bekkjar fór fram laugardaginn 26. febrúar í Rimaskóla. Tefldar voru sjö umferðir eftir svissneska kerfinu. Umhugsunartími 5+2 á hvern keppenda. Alls tóku 110 krakkar þátt á mótinu, eða 26 skáksveitir.

Fjölnisfólkið okkar í Rimaskóla kom, sá og sigraði – en Fjölnir sendi fjórar sveitir til keppni.

A sveit Rimaskóla landaði Íslandsmeistaratitlinum í síðustu umferð mótsins.

B sveit var efst B sveita og í 4. sæti yfirhöfuð.

D sveit var efst D sveita og í 6. sæti yfirhöfuð.

C sveit lenti í 12. sæti.

Helmingur þessara afrekssveita eru nemendur í 1. bekk og er augljóst að skákæfingar Fjölnis eru aldeilis að skila sér.

Við óskum öllum keppendum til hamingju með þennan frábæra árangur!

 

#FélagiðOkkar 💛💙

A sveit Rimaskóla Íslandsmeistarar barnaskólasveita 2024 ásamt Birni Ívari Karlssyni skákkennara. f.v. Patrekur, Alexander Leó, Alexander Felipe og Erlendur.
Íslandsmeistararnir ásamt Birni Ívari og Helga.
Langbesta B sveitin og allir í 1. bekk. Sævar Svan, Kristófer Jökull, Mikael Már og Óskar Leó.
Þrír af fjórum í A sveitinni með borðaverðlaun. Erlendur hér fremstur vann allar sínar skákir.
Sterkar skákstelpur á yngsta stigi og í 6. sæti af 26 skáksveitum. Þóra Kristín, Lea, Elsa María og Gunnhildur.