22 Íslandsmeistaratitlar til Frjálsíþróttadeildar Fjölnis

22 Íslandsmeistaratitlar til Frjálsíþróttadeildar Fjölnis

Síðastliðnar helgar hafa farið fram Meistaramót Íslands innanhúss í frjálsum íþróttum.  Eldri aldursflokkar (30 ára og eldri) og fjölþrautarfólk riðu á vaðið, því næst tóku 11-14 ára iðkendur við, þá 15-22 ára og að lokum fullorðinsflokkur þar sem keppendur þurfa að ná tilgreindum árangri til að fá þátttökurétt.

Fjölnisiðkendur komu heim með 22 Íslandsmeistaratitla frá þessum mótum, auk 22 silfurverðlauna og 11 bronsverðlauna.  Að auki settu keppendur Fjölnis hátt í 100 persónuleg met á þessum mótum sem gefur til kynna í hve mikilli sókn frjálsíþróttafólk Fjölnis er um þessar mundir.

Gaman er frá því að segja að 13 ára stúlkur og 20-22 ára stúlkur voru Íslandsmeistarar félagsliða í sínum flokkum. Á Meistaramóti Íslands í fullorðinsflokki urðu karlarnir í öðru sæti í stigakeppninni og samanlagt var Fjölnisfólk í þriðja sæti í heildarstigakeppninni.

Einnig ber að nefna að á Meistaramóti Íslands 15-22 ára bætti Grétar Björn Unnsteinsson, 15 ára gamalt mótsmet um 21 sentimetra í stangarstökki 18-19 ára. 

Þessar niðurstöður á meistaramótunum innanhúss er staðfesting á því hve frábærum árangri Fjölnisfólk er að ná núna og er Fjölnir að stimpla sig inn sem eitt af bestu frjálsíþróttafélögum landsins.

 

Íslandsmeistaratitli náðu:

MÍ 11-14 ára

Eva Unnsteinsdóttir – 60m grindahlaup, þrístökk og kúluvarp 13 ára stúlkna

MÍ 15-22 ára

Sara Þórdís Sigurbjörnsdóttir – Stangarstökk 18-19 ára stúlkna

Grétar Björn Unnsteinsson – Stangarstökk 18-19 ára pilta

Kjartan Óli Bjarnason – 400m hlaup 18-19 ára pilta

Arna Rut Arnarsdóttir – Þrístökk 20-22 ára stúlkna

Guðný Lára Bjarnadóttir – 800m og 1500m hlaup 20-22 ára stúlkna

Hanna María Petersdóttir – Stangarstökk 20-22 ára stúlkna

Sara Gunnlaugsdóttir – 400m hlaup 20-22 ára stúlkna

Guðjón Dunbar D.Þorsteinsson – Þrístökk 20-22 ára pilta

Sveit Fjölnis – 4×400 m blandað boðhlaup 20-22 ára

MÍ fullorðinna

Katrín Tinna Pétursdóttir – Stangarstökk kvenna

Daði Arnarson – 800m og 1500m hlaup karla

Grétar Björn Unnsteinsson – Stangarstökk karla

Guðjón Dunbar D.Þorsteinsson – Hástökk og þrístökk karla

MÍ eldri aldursflokka

Kristján Svanur Eymundsson – 1500m hlaupa 30-34 ára karla

Valgerður Sigurðardóttir – 60m hlaup og langstökk 45-49 ára kvenna

 


Elísabet Ósk Guðmundsdóttir ráðin sem rekstrarstjóri fimleikadeildar Fjölnis

Fjölnir fagnar því að tilkynna að Elísabet Ósk Guðmundsdóttir hefur verið ráðin sem rekstrarstjóri fimleikadeildar Fjölnis. Elísabet kemur inn með mikla reynslu í íþróttastjórnun og mun stýra rekstri deildarinnar til framtíðar.
Elísabet er með BA-gráðu í viðburða- og íþróttastjórnun. Hún hefur starfað hjá Knattspyrnusambandi Íslands sem verkefnastjóri kvennalandsliðsins, auk þess að hafa unnið hjá Ástralska sundsambandinu og öðrum íþróttasamtökum. Þar hefur hún m.a. unnið með landsliðum við skipulag og fararstjórn æfinga- og keppnisferða, auk annarra verkefna tengdum afreksíþróttafólki, skipulagi og stjórnun keppnismóta og annarra viðburða.
Með öflugan bakgrunn í íþróttastjórnun og rekstri mun Elísabet vinna að því að efla starfsemi fimleikadeildarinnar enn frekar. Markmiðið er að tryggja faglegt og öflugt skipulag innan deildarinnar, bæta aðstæður fyrir æfingar og keppnir og styðja við áframhaldandi vöxt fimleikanna innan Fjölnis.
Fimleikadeild Fjölnis hefur vaxið hratt á undanförnum árum og býður nú upp á þjálfun fyrir börn frá tveggja ára aldri, með æfingum sem fara fram í Egilshöll.
Fjölnir óskar Elísabetu til hamingju og velfarnaðar í nýju starfi!
#FélagiðOkkar 💛💙

Ný sundnámskeið: Ungbarnasund og skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna

Sundnámskeið fyrir alla – Skráning hafin hjá Fjölni! 🏊‍♂️💦

Fjölnir býður upp á spennandi sundnámskeið fyrir bæði foreldra með ung börn og fullorðna sem vilja bæta sundtæknina sína. Hvort sem þú ert að taka fyrstu sundspor með barninu þínu eða vilt læra skriðsund frá grunni, þá erum við með námskeið sem hentar þér!

Ungbarnasund – Frábær leið til að kynnast vatninu! 👶💙

Nýtt námskeið í ungbarnasundi hefst 23. febrúar og stendur til 6. apríl. Þetta er skemmtilegt og fræðandi námskeið fyrir börn á aldrinum 0-18 mánaða, þar sem lögð er áhersla á öryggi, leik og jákvæða reynslu í vatninu. Auk 6 skipta í laug verður boðið upp á myndatöku til að fanga fallegar minningar!

📅 Dagsetning: 23. febrúar – 6. apríl
📍 Staðsetning: Innilaug Grafarvogslaugar
🕘 Kennt á sunnudögum
🔹 09:00 – 09:40
🔹 09:45 – 10:25
🔹 10:30 – 11:15
👶 Hámark: 10 börn í hverjum hóp
💰 Verð: 18.000 kr.
👩‍🏫 Kennari: Tracy Horne

📩 Skráning og frekari upplýsingar á XPS!

Fullorðins skriðsund – Lærðu eða bættu tækni þína! 🏊‍♀️💪

Viltu læra skriðsund eða bæta sundtæknina þína? Þá er 10 skipta skriðsundsnámskeiðið okkar fullkomið fyrir þig! Námskeiðið hentar bæði byrjendum og þeim sem vilja fínpússa sundstílinn sinn. Kennt er tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 20:00-21:00, frá 18. febrúar til 21. mars.

📅 Dagsetning: 18. febrúar – 21. mars
📍 Staðsetning: Grafarvogslaug
🕗 Kennt á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 20:00 – 21:00
💰 Verð: 20.000 kr. (aðgangur í laugina ekki innifalinn)
👩‍🏫 Kennari: Tracy Horne

📩 Skráning og frekari upplýsingar á XPS!

Gríptu tækifærið og komdu í sund með okkur – hvort sem það er með litlu sundkappanum þínum eða til að bæta þína eigin sundfærni! 💦✨


Gunnar Már Guðmundsson nýr þjálfari meistaraflokks í fótbolta

Gunnar Már Guðmundsson nýr þjálfari meistaraflokks karla
Knattspyrnudeild Fjölnis tilkynnir með mikilli ánægju að Gunnar Már Guðmundsson, oft kallaður „Herra Fjölnir“, hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla.
Gunnar Má þarf vart að kynna fyrir Fjölnisfólki. Hann er næst leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins og hefur spilað með Fjölni í öllum deildum landsins. Hann var þjálfari meistaraflokks kvenna 2016–2017, aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla 2018–2020 og yfirþjálfari yngri flokka. Síðastliðið ár þjálfaði hann Þrótt Vogum með góðum árangri.
Það er sérstaklega ánægjulegt að tilkynna heimkomu „Herra Fjölnis“ nú þegar félagið fagnar 37 ára afmæli sínu.
Knattspyrnudeild Fjölnis þakkar stjórn Þróttar Vogum fyrir gott samstarf.
Velkominn heim Gunni!

Fjölnir 37 ára

🎉 Við eigum afmæli! 🎉
Í dag, 11. febrúar, eru 37 ár síðan Ungmennafélagið Fjölnir var stofnað!💙💛
Í 37 ár hefur Fjölnir verið hjarta íþróttalífsins í Grafarvogi, staðið fyrir samstöðu, metnaði og óteljandi minningum fyrir iðkendur á öllum aldri. Við erum stolt af samfélaginu okkar – iðkendum, þjálfurum, sjálfboðaliðum og stuðningsaðilum sem gera félagið að því sem það er í dag.
Takk fyrir að vera hluti af þessari ótrúlegu vegferð með okkur! 💛💙 Við hlökkum til margra fleiri ára af gleði, æfingum og sigrum saman!

Tilkynning frá Knattspyrnudeild Fjölnis

Tilkynning frá knattspyrnudeild

 

Fjölnir hefur rift ráðningarsamningi Úlfs Arnars Jökulssonar, þjálfara Lengjudeildarliðs félagsins. Úlfur hefur þjálfað liðið frá hausti 2021. Á þeim tíma hefur liðið í tvígang komist í umspil um sæti í Bestu deild.

Björgvin Jón Bjarnason, Formaður knattspyrnudeildar Fjölnis: “Við viljum þakka Úlla áralangt samstarf. Undir hans stjórn hefur fjöldi ungra pilta úr Grafarvogi fengið tækifæri með meistaraflokki félagsins. Þá hefur árangur félagsins liðsins verði með ágætum. Honum fylgja bestu óskir um gæfu í því sem hann tekur sér fyrir hendur.”

Úlfur Arnar Jökulsson “Ég vil þakka öllum leikmönnum, þjálfarateymi og öðrum sem hafa verið hluti af þessu verkefni fyrir frábært samstarf. Mér hefur þótt heiður að vinna með þessum hópi, og ég er stoltur af þeirri vegferð sem við höfum verið á saman, sérstaklega með ungu leikmennina sem hafa vaxið og þróast innan félagsins.

Ég óska Fjölni alls hins besta í framtíðinni og hlakka til næstu áskorana á mínum þjálfaraferli.”


🔶APPELSÍNUGUL VIÐVÖRUN 5. FEBRÚAR🔶

🔶APPELSÍNUGUL VIÐVÖRUN 🔶

Allar æfingar hjá barna- og unglingaflokkum falla niður í dag, miðvikudaginn 5. febrúar, vegna appelsínugulrar viðvörunar.

Farið varlega 🧡


Fjölnisfólk sigursælt á Jóla-Bikarmóti TSÍ

Jóla – Bikarmót TSÍ 2024 fór fram í lok desember. Tennisdeild Fjölnis mætti að sjálfsögðu til leiks og stóð sig með mestu prýði eins og vanalega.
Daniel Pozo lenti í þriðja sæti í meistaraflokki karla. Daníel spilar ennþá í U16 og er þetta því mjög góður árangur hjá honum. Daniel sigraði síðan í meistaraflokki í tvíliðaleik ásamt Sindra Snæ Svanbergssyni.
Í meistaraflokki kvenna komst Eygló Dís Ármannsdóttir í undanúrslit og endaði í fjórða sæti. Úrslit U18 kvenna í einliðaleik voru lituð gul en þrjú efstu sætin voru skipuð Fjölnisstúlkum. Eygló Dís Ármannsdóttir lenti í fyrsta sæti, Saulé Zukauskaite lenti í öðru sæti og Íva Jovisic skipaði síðan þriðja sætið.
Íva og Saule spiluðu síðan saman og sigruðu U18 barna í tvíliðaleik.
Ólafur Helgi Jónsson lenti í öðru sæti í 30+ karla og í fyrsta sæti í 50+ karla í einliðaleik.
Ásta Rósa Magnúsdóttir sigraði í 50+ kvenna í tvíliðaleik ásamt Kristínu Gunnarsdóttur.
Við erum ótrúlega stolt af öllu fólkinu okkar og óskum ykkur öllum innilega til hamingju með árangurinn <3
#FélagiðOkkar


Fulltrúar Fjölnis í yngri landsliðum í körfubolta

Fimm yngri landslið í körfubolta munu koma til æfinga í febrúar. Eru það U15 ára og U16 ára stúlkna og drengja sem og U18 ára lið drengja. Fjölnir á sex fulltrúa í þeim hópi og óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn!

U16 stúlkna

Arna Rún Eyþórsdóttir

Elín Heiða Hermannsdóttir

Helga Björk Davíðsdóttir

Karla Lind Guðjónsdóttir

U16 drengja

Benóný Gunnar Óskarsson

Ísarr Logi Arnarsson

#FélagiðOkkar 💛💙


Vinningar úr happdrætti Þorrablóts 2025

Happdrætti Þorrablóts 2025 💙
Hægt er að sækja vinninga frá þriðjudeginum 28. janúar!
Nauðsynlegt er að sýna miða til að fá vinning.
Athugið að Þorrablótsmiði er ekki það sama og happdrættismiði!!

UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Opnunartími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Símatími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
10:00-11:30

Sími: 578-2700

Hafðu samband

skrifstofa@fjolnir.is

Translate »