Harpa Sól semur við Fjölni

Harpa Sól Sigurðardóttir hefur framlengt samning sinn við Fjölni til ársins 2027.

Harpa er 21 árs miðjumaður, uppalin Fjölniskona, sem sneri aftur til félagsins árið 2023 eftir þriggja ára veru frá félaginu.

Harpa hefur leikið 57 leiki fyrir meistaraflokk Fjölnis og skorað í þeim 13 mörk. Á síðasta tímabili staðfesti hún sig sem lykilleikmann í liðinu með stöðugri og kraftmikilli frammistöðu, sem endurspeglast í nýjum samningi hennar.

Vesko, þjálfari liðsins er afar ánægður með framlenginguna:
„Ég er virkilega ánægður með að Harpa hafi skrifað undir nýjan samning. Hún er mikilvægur leikmaður fyrir liðið, kemur með mikla orku og jákvæðni inn í hópinn. Harpa er spennandi ungur leikmaður og ég hlakka til að sjá hana halda áfram að þróast og leggja sitt af mörkum við að ná markmiðum okkar.“

Framlenging samningsins er mikilvægt skref í áframhaldandi uppbyggingu liðsins og staðfestir traust félagsins á Hörpu til framtíðar.

UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Opnunartími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Símatími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
10:00-11:30

Sími: 578-2700

Hafðu samband

skrifstofa@fjolnir.is

Translate »