Christina Alba með Íslandsmet í 60 metra hlaupi í flokki 18-19 ára

Christina Alba Marcus Hafliðadóttir setti Íslandsmet í 60 metra hlaupi í flokki 18-19 ára stúlkna á Meistaramóti Íslands 15-22 ára sem fram fór nú um helgina. Alba hljóp 60 metrana á 7,44 sekúndum og bætti fyrra met um 3 sekúndubrot.
Tími Ölbu er einnig næst besti tími íslenskrar konu í 60 metra hlaupi frá upphafi, en Íslandsmetið er 7,35s.
Við óskum Ölbu innilega til hamingju með þennan stórkostlega árangur og hlökkum til að fylgjast áfram með henni á hlaupabrautinni.
