Einar Örn Harðarson semur við Fjölni

Einar Örn Harðarson hefur framlengt samning sinn við Fjölni til næstu tveggja ára.
Einar Örn gekk til liðs við Fjölnis í fyrra og spilaði 17 leiki með liðinu í Lengjudeildinni. Einar Örn kom til liðsins frá Þrótti Vogum, en var þetta annað sinn sem hann gekk til liðsins en hann spilaði einnig fyrir Fjölni árið 2019.
Það er mjög ánægjulegt að Einar Örn hafi framlengt samning sinn við Fjölni og taki slaginn í 2.deild með liðinu næsta sumar. Aðspurður um málið, hafði Gunnar Már Guðmundsson, þjálfari meistaraflokks karla, þetta að segja: „Það er virkilega ánægjulegt að Einar Örn hafi skrifað undir nýjan samning, en hann er einn af leiðtogum liðsins. Hann kemur inn með áræðni, reynslu og mikla yfirvegun í liðið, sem á eftir að nýtast okkur vel á komandi tímabili“.
Það verður gaman að sjá Einar Örn í Fjölnistreyjunni á komandi tímabil, áfram Fjölnir!
Aðrar fréttir af deildinni
Oskar Wasilewski semur við Fjölni
21/01/2026
Rafael Máni í ÍA
10/01/2026
Kristófer Dagur í Val
10/12/2025
Fréttir af meistaraflokki karla
09/12/2025
Skötuveisla knattspyrnudeildar
04/12/2025









