Rafael Máni í ÍA
Rafael Máni Þrastarson hefur verið seldur frá Fjölni til ÍA.
Rafael Máni er uppalinn í Fjölni og lék alls 48 leiki fyrir félagið, þar sem hann skoraði 19 mörk. Á síðasta sumri spilaði hann 12 leiki í Lengjudeildinni og skoraði 4 mörk.
Fjölnir þakkar Rafael Mána fyrir hans framlag til félagsins og óskar honum alls hins besta í næsta kafla á ferlinum.

