Kvennalið Fjölnis í íshokkí heiðrað fyrir framúrskarandi árangur
Nú á dögunum veitti Íþróttabandalag Reykjavíkur viðurkenningar til íþróttafélaga og einstaklinga í borginni fyrir framúrskarandi árangur á árinu. Fjölnir átti þar flotta fulltrúa, en meistaraflokkur kvenna í íshokkí hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor.
Kvennalið Fjölnis varð Íslandsmeistari í íshokkí annað árið í röð eftir sigur í úrslitaeinvígi mótsins og hefur með því fest sig í sessi sem eitt sterkasta lið landsins. Viðurkenningin er verðskuldaður heiður fyrir öflugt starf, samheldinn hóp og stöðugan árangur.

