Kvennalið Fjölnis í íshokkí heiðrað fyrir framúrskarandi árangur

Nú á dögunum veitti Íþróttabandalag Reykjavíkur viðurkenningar til íþróttafélaga og einstaklinga í borginni fyrir framúrskarandi árangur á árinu. Fjölnir átti þar flotta fulltrúa, en meistaraflokkur kvenna í íshokkí hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor.

Kvennalið Fjölnis varð Íslandsmeistari í íshokkí annað árið í röð eftir sigur í úrslitaeinvígi mótsins og hefur með því fest sig í sessi sem eitt sterkasta lið landsins. Viðurkenningin er verðskuldaður heiður fyrir öflugt starf, samheldinn hóp og stöðugan árangur.

UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Opnunartími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Símatími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
10:00-11:30

Sími: 578-2700

Hafðu samband

skrifstofa@fjolnir.is

Translate »