Fréttir af meistaraflokki karla

Á laugardaginn lék liðið æfingaleik í Kórnum gegn HK þar sem Fjölnir vann öruggan 3–1 sigur. Viktor Andri skoraði tvö marka okkar og Einar Örn bætti við því þriðja.
Á sunnudeginum tók liðið svo þátt í seinni umferð Íslandsmótsins í futsal. Liðið vann alla leiki í fyrri umferðinni og bætti við tveimur sigrum og einu tapi núna um helgina. Með þeim árangri tryggði Fjölnir sér efsta sæti riðilsins og þar með sæti í undanúrslitum í janúar. Í riðlinum voru Ísbjörninn, Afríka og sameiginlegt lið Skallagríms og Kára.
Næsti leikur strákanna er í Reykjavíkurmótinu og fer fram í Egilshöll næstkomandi mánudag gegn Fram. Leikurinn hefst kl. 19:45 og verður auglýstur nánar þegar nær dregur.

